Ólafur um bróðurmissinn: „Stjórnin og þeir sem stóðu að liðinu sýndu úr hverju þeir eru gerðir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. maí 2020 18:00 Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH. vísir/bára Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Helgi Kristjánsson missti bróður sinn í bílslysi árið 2009. Hann ræddi meðal annars bróðurmissinn í samtali við Guðmund Benediktsson í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Í viðtalinu var farið yfir fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil Blika í karlaflokki en Ólafur var þá þjálfari liðsins en hann þjálfar uppeldisfélagið FH í dag. „Ég held að allt þetta í kringum jólin 2009, hvort sem það var fótbolti eða vinnan manns, þá eðli málinu samkvæmt þá fór það ekki í annað sætið, heldur fimmta eða sjötta sætið,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Ég man alltaf eftir þessu að við erum að klára síðustu æfinguna fyrir jól þann 18. desember. Menn voru á leiðinni í frí og slökun þá verður þetta hörmulega slys og manni er kippt út úr „comfort-zoneinu“ og raunveruleikanum. Við tekur vika á gjörgæslu.“ Hann hrósar stjórn Blika á þessum tíma og segir að þeir hafi hjálpað honum mikið. „Þegar ég hugsa og horfi til baka þá nefndi ég leikmenn og þjálfara sem voru með mér en stjórnin sem var hjá Breiðabliki og þeir sem stóðu að liðinu, og höfðu staðið með mér þetta erfiða 2009 tímabil sem endaði með titli, þeir sýndu úr hverju þeir voru gerðir. Þeir sýndu skilning á því að gefa back-up.“ „Ég man eftir því að fljótlega eftir að Hrafnkell er jarðaður í byrjun janúar, þá koma þeir til mín og segja við mig að ég þurfi breik. Þeir senda mig til Boston ásamt konunni. Við tókum fimm til sex daga þar. Þetta sýnir það að ef þú ætlar að fá max út úr mönnum þá þurfa þeir eitthvað breik. Ég sjálfur held ég hafi ekki gert mér grein fyrir öllu. Ég lærði mikið um sjálfan mig og samskipti sem ég áttaði mig ekki á fyrr en seinna.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Ólafur um bróðurmissinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Helgi Kristjánsson missti bróður sinn í bílslysi árið 2009. Hann ræddi meðal annars bróðurmissinn í samtali við Guðmund Benediktsson í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Í viðtalinu var farið yfir fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil Blika í karlaflokki en Ólafur var þá þjálfari liðsins en hann þjálfar uppeldisfélagið FH í dag. „Ég held að allt þetta í kringum jólin 2009, hvort sem það var fótbolti eða vinnan manns, þá eðli málinu samkvæmt þá fór það ekki í annað sætið, heldur fimmta eða sjötta sætið,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Ég man alltaf eftir þessu að við erum að klára síðustu æfinguna fyrir jól þann 18. desember. Menn voru á leiðinni í frí og slökun þá verður þetta hörmulega slys og manni er kippt út úr „comfort-zoneinu“ og raunveruleikanum. Við tekur vika á gjörgæslu.“ Hann hrósar stjórn Blika á þessum tíma og segir að þeir hafi hjálpað honum mikið. „Þegar ég hugsa og horfi til baka þá nefndi ég leikmenn og þjálfara sem voru með mér en stjórnin sem var hjá Breiðabliki og þeir sem stóðu að liðinu, og höfðu staðið með mér þetta erfiða 2009 tímabil sem endaði með titli, þeir sýndu úr hverju þeir voru gerðir. Þeir sýndu skilning á því að gefa back-up.“ „Ég man eftir því að fljótlega eftir að Hrafnkell er jarðaður í byrjun janúar, þá koma þeir til mín og segja við mig að ég þurfi breik. Þeir senda mig til Boston ásamt konunni. Við tókum fimm til sex daga þar. Þetta sýnir það að ef þú ætlar að fá max út úr mönnum þá þurfa þeir eitthvað breik. Ég sjálfur held ég hafi ekki gert mér grein fyrir öllu. Ég lærði mikið um sjálfan mig og samskipti sem ég áttaði mig ekki á fyrr en seinna.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Ólafur um bróðurmissinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira