Býrð þú yfir þrautseigju? Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 1. maí 2020 18:07 Það er svo áhugavert, spennandi og ögrandi hvernig við getum breytt okkur sem manneskjum. Ef við viljum efla líkamlegt úthald eða vöðvastyrk getum við gert markvissar æfingar til þess. Ef við viljum auka andlegan styrk, verða snjallari eða sterkari í daglegu lífi getum við með hliðstæðum hætti gert ,,æfingar“ varðandi hegðun, hugsun og viðhorf okkar. Markmiðið er þá kannski að verða hæfari til að takst á við lífsins áskoranir þannig að þær taki ekki of mikinn toll af okkur og auka um leið styrk okkar og lífsánægju til lengri tíma litið. ,,Seigluvöðvinn“ Þannig getum við stækkað ,,seigluvöðvann“ okkar sem er líklegast staðsettur í hugsunum okkar, venjum og viðhorfum sem endurspegla hegðun og framkomu okkar. Seigla (e. resilience) og þrautseigja er hér notað jöfnum höndum í sömu merkingu þótt stundum sé rætt um að seigla sé einn hluti þrautseigju en ekki er farið nánar út í það hér. Hvað er þrautseigja og hvernig kemur hún fram í hugsun okkar og hegðun? Hefur þú mikið eða lítið af þrautseigju eða seiglu í þínu fari? Hugsunarháttur og hegðun Við höfum öll tekist á við verkefni, daga og tímabil sem reyna á okkur. Þá skiptir hugsunarháttur okkar og hegðun miklu máli og getur haft afgerandi áhrif á hvernig okkur gengur. Þrautseigja eða seigla kemur fram í hugsunarhætti okkar, viðhorfum og hegðun. Þrautseigja hjálpar okkur að komst í gegnum erfið tímabil eða verkefni og ná settu marki. En hvað er þrautseigja og hvernig birtist hún í daglegu lífi? Að komast í gegnum krefjandi tímabil, langtímahugsun Við sýnum þrautseigju til að ná árangri, settu marki, komst í gegnum erfiðleika eða takast á við áföll. Dæmi sem allir geta séð fyrir sér er breyting á vinnulagi og félagsskap, fjallganga, veikindi, að ljúka verkefni eða læra fyrir próf, halda stillingu í krefjandi samskiptum og svo mætti lengi telja. Ef við búum yfir þrauseigju er líklegra að við missum ekki sjónar á lokamarkmiði okkar þrátt fyrir tímabundið mótlæti. Þannig náum við frekar að ljúka verkefninu eða komast með þokkalega farsælum hætti í gegnum erfið tímabil. Það er ekki auðvelt en það er mögulegt. Farsæld Þrautseigja kemur ekki í veg fyrir erfið tímabil eða áföll í lífi okkar en með góðum skammti af þrautseigju eigum við auðveldara með að takast á við erfiðleika og halda áfram farsælu lífi þrátt fyrir krefjandi tímabil. Þrautseigja kemur heldur ekki í stað þess að leita aðstoðar sérfræðinga á erfiðum tímum sem er mikilvæg leið til lausnar og vaxtar. Þá styður það við þrautseigju okkar að hafa góða rútínu, vinna með eigin tilfinningar, hreyfa okkur reglulega, hvílast og nærast vel, auk þess að nýta auðlindir félagsskapar og náttúru til vellíðunar. Andlegur styrkur, staðfesta, úthald Hugtakið þrautseigja er notað um þá færni sem einstaklingur beitir þegar hann mætir mótlæti í lífinu. Þrautseigja einkennist af andlegum styrk, staðfestu og úthaldi til að takast á við áskoranir og krefjandi breytingar. Styrkurinn er hugrænn sem gefur vilja og kraft til að halda áfram í krefjandi aðstæðum, trú á eigin getu til að mæta áskorunum, styrk til að hafa yfirsýn og staðfestu til að trúa því að mögulegt sé að komast í gegnum erfitt tímabil. Úthaldið er gríðarlega mikilvægt og krefst þess að andlegt þanþol okkar springi ekki eins og um kapphlaup sé að ræða heldur höfum við staðfestu og styrk til að halda utan um og efla eigið þrek, andlegt og líkamlegt í gegnum krefjandi tímabil. Ástríða og vinnusemi Þrautseigja og seigla eru ekki ný hugtök. Þessi hugtök og hvað þau innibera var til umræðu hjá forngrísku heimspekingunum Aristoteles og Platóni. Biblían fjallar um þennan styrk og William James (1842-1910) sem stundum er nefndur faðir banda¬rískr¬ar sál¬fræði benti á að tengsl milli greindarvísitölu og árangurs væru ekki óyggjandi. Því væru fleiri þættir en greind sem hefðu áhrif á árangur. Þar bent hann á að þraut¬seigja sem felur í sér ástríðu og vinnu¬semi væri forsenda árangurs. Þrjóska, dugnaður, þolinmæði, úthald, agi ,,Seigla er í einu orði þrjóska, dugnaður og þolinmæði. Óendanlega fallegt orð sem lýsir óbilandi krafti,“ segir á vef Háskóla Íslands þar sem rætt er um fallegustu orðin í íslenskri tungu. Fræðilegar skilgreiningar á þrautseigju og seiglu hafa breyst nokkuð í tímans rás. Í grundvallaratriðum er átt við úthald, aga og getuna til bregðast við og að halda áfram. Að fara í gegnum krefjandi tímabil eða verkefni, geta brugðist við þeirri áskorun á þann hátt að unnt sé að viðhalda eða endurheimta styrk og andlega heilsu, þrátt fyrir þrengingar eða mótlæti. Sjálfsstjórn, að mæta sjálfum sér, þolgæði Sjálfs¬stjórn okkar, til dæmis á hugsunum, skapsmunum, ein¬beit¬ingu, til¬finn¬ing¬um og hegðun er einnig lyk¬il¬atriði í því hug¬ar¬fari sem einkennist af þrautseigju. Segja má að mesta áskorun mannsins sé að hafa hugrekki til að mæta sjálfum sér, vilja til að takst á við sjálfan sig til vaxtar og aukins þroska. Í því felast tækifæri til að auka þolgæði, úthald sitt og stillingu undir álagi, sem gefur færi til farsældar og getu til að skapa jákvæð áhrif. Slíka sjálfsvinnu þarf að stunda af umhyggju og kærleika í eigin garð og í góðu jafnvægi við sjálfsaga og auðmýkt. Þanþol, viðhorf, aðlögun, viðnám Þrautseigja kemur einnig fram í svokölluðu þanþoli, eða getu til að styrkjast í glímunni við erfiðleika eða mótlæti. Slík hæfni birtist meðal annars í því að einstaklingur lítur á krefjandi viðfangsefni sem ögrun, frekar en óleysanlegt vandamál. Hann aðlagast verkefninu á jákvæðan hátt og tekst á við það með andsvari eða markvissu viðnámi að hætti gerandans fekar en aðgerðarleysi fórnarlambsins. Hæfileiki okkar til gagnvirkni, þ.e. að bregðast við áskorun og ógn með viðspyrnu og jákvæðri aðlögun er hluti af þrautseigju. Með viðnámi er ekki átt við að setja sig í andstöðu, heldur leita skapandi lausna til að bæta stöðuna og styðja við framgang jákvæðra afla á hverjum tíma. Samskipti, sjálfsvirði og sjálfstæði Einstaklingur sem býr yfir þrautseigju er líklegur til að setja sig í spor annarra og vera í samskiptum sem einkennast af gagnkvæmri virðingu. Hann upplifir sig sjálfstæðan, gerir sér grein fyrir eigin virði og getu til að hafa áhrif á lífsgæði sín. Lausnamiðuð hugsun og yfirsýn skapar viðkomandi færni til að leysa vandamál og taka upplýstar ákvarðanir sem miða að farsæld og aukinni þrautseigju. Einstaklingur sem býr yfir þrautseigju veit að hann er áhrifavaldur í eigin lífi og hefur bjargráð og þrek til að fara í gegnum erfiðleika og koma til baka af styrk. Andstætt við seiglu og þrautseigju Því má segja að stjórnleysi, óþolinmæði, yfirgangur, skammsýni, agaleysi, ábyrgðarleysi, vanvirkni og mótþrói séu dæmi um þætti sem eru andstæðir þrautseigju og seiglu og leiða því ekki til farsældar eða lífshamingju. Þessi pistill er meðal annars byggður á greinum, rannsóknum og ritum eftirtalinna: Angel Duckworth, Carol Dweck, Werner, Benard, Wagnild, Daniel Goleman, David Palmiter, Meekhof, Seligman. Hér er athyglinni beint að einkennum þrautseigju og hvernig hún kemur fram í eigin fari og verkefnum daglegs lífs. Örar breytingar eru hluti af nútíma vinnuumhverfi, að geta aðlagast breytingum og tileinkað sér þrautseigju er talinn vera einn af lykilfærniþáttum í atvinnulífinu. Um það verður fjallað sérstaklega í öðrum pistli. Höfundur er MA í náms- og starfsþróun og MBA/eigandi SHJ ráðgafar, fræðslu- og ráðgjafafyrirtækis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Það er svo áhugavert, spennandi og ögrandi hvernig við getum breytt okkur sem manneskjum. Ef við viljum efla líkamlegt úthald eða vöðvastyrk getum við gert markvissar æfingar til þess. Ef við viljum auka andlegan styrk, verða snjallari eða sterkari í daglegu lífi getum við með hliðstæðum hætti gert ,,æfingar“ varðandi hegðun, hugsun og viðhorf okkar. Markmiðið er þá kannski að verða hæfari til að takst á við lífsins áskoranir þannig að þær taki ekki of mikinn toll af okkur og auka um leið styrk okkar og lífsánægju til lengri tíma litið. ,,Seigluvöðvinn“ Þannig getum við stækkað ,,seigluvöðvann“ okkar sem er líklegast staðsettur í hugsunum okkar, venjum og viðhorfum sem endurspegla hegðun og framkomu okkar. Seigla (e. resilience) og þrautseigja er hér notað jöfnum höndum í sömu merkingu þótt stundum sé rætt um að seigla sé einn hluti þrautseigju en ekki er farið nánar út í það hér. Hvað er þrautseigja og hvernig kemur hún fram í hugsun okkar og hegðun? Hefur þú mikið eða lítið af þrautseigju eða seiglu í þínu fari? Hugsunarháttur og hegðun Við höfum öll tekist á við verkefni, daga og tímabil sem reyna á okkur. Þá skiptir hugsunarháttur okkar og hegðun miklu máli og getur haft afgerandi áhrif á hvernig okkur gengur. Þrautseigja eða seigla kemur fram í hugsunarhætti okkar, viðhorfum og hegðun. Þrautseigja hjálpar okkur að komst í gegnum erfið tímabil eða verkefni og ná settu marki. En hvað er þrautseigja og hvernig birtist hún í daglegu lífi? Að komast í gegnum krefjandi tímabil, langtímahugsun Við sýnum þrautseigju til að ná árangri, settu marki, komst í gegnum erfiðleika eða takast á við áföll. Dæmi sem allir geta séð fyrir sér er breyting á vinnulagi og félagsskap, fjallganga, veikindi, að ljúka verkefni eða læra fyrir próf, halda stillingu í krefjandi samskiptum og svo mætti lengi telja. Ef við búum yfir þrauseigju er líklegra að við missum ekki sjónar á lokamarkmiði okkar þrátt fyrir tímabundið mótlæti. Þannig náum við frekar að ljúka verkefninu eða komast með þokkalega farsælum hætti í gegnum erfið tímabil. Það er ekki auðvelt en það er mögulegt. Farsæld Þrautseigja kemur ekki í veg fyrir erfið tímabil eða áföll í lífi okkar en með góðum skammti af þrautseigju eigum við auðveldara með að takast á við erfiðleika og halda áfram farsælu lífi þrátt fyrir krefjandi tímabil. Þrautseigja kemur heldur ekki í stað þess að leita aðstoðar sérfræðinga á erfiðum tímum sem er mikilvæg leið til lausnar og vaxtar. Þá styður það við þrautseigju okkar að hafa góða rútínu, vinna með eigin tilfinningar, hreyfa okkur reglulega, hvílast og nærast vel, auk þess að nýta auðlindir félagsskapar og náttúru til vellíðunar. Andlegur styrkur, staðfesta, úthald Hugtakið þrautseigja er notað um þá færni sem einstaklingur beitir þegar hann mætir mótlæti í lífinu. Þrautseigja einkennist af andlegum styrk, staðfestu og úthaldi til að takast á við áskoranir og krefjandi breytingar. Styrkurinn er hugrænn sem gefur vilja og kraft til að halda áfram í krefjandi aðstæðum, trú á eigin getu til að mæta áskorunum, styrk til að hafa yfirsýn og staðfestu til að trúa því að mögulegt sé að komast í gegnum erfitt tímabil. Úthaldið er gríðarlega mikilvægt og krefst þess að andlegt þanþol okkar springi ekki eins og um kapphlaup sé að ræða heldur höfum við staðfestu og styrk til að halda utan um og efla eigið þrek, andlegt og líkamlegt í gegnum krefjandi tímabil. Ástríða og vinnusemi Þrautseigja og seigla eru ekki ný hugtök. Þessi hugtök og hvað þau innibera var til umræðu hjá forngrísku heimspekingunum Aristoteles og Platóni. Biblían fjallar um þennan styrk og William James (1842-1910) sem stundum er nefndur faðir banda¬rískr¬ar sál¬fræði benti á að tengsl milli greindarvísitölu og árangurs væru ekki óyggjandi. Því væru fleiri þættir en greind sem hefðu áhrif á árangur. Þar bent hann á að þraut¬seigja sem felur í sér ástríðu og vinnu¬semi væri forsenda árangurs. Þrjóska, dugnaður, þolinmæði, úthald, agi ,,Seigla er í einu orði þrjóska, dugnaður og þolinmæði. Óendanlega fallegt orð sem lýsir óbilandi krafti,“ segir á vef Háskóla Íslands þar sem rætt er um fallegustu orðin í íslenskri tungu. Fræðilegar skilgreiningar á þrautseigju og seiglu hafa breyst nokkuð í tímans rás. Í grundvallaratriðum er átt við úthald, aga og getuna til bregðast við og að halda áfram. Að fara í gegnum krefjandi tímabil eða verkefni, geta brugðist við þeirri áskorun á þann hátt að unnt sé að viðhalda eða endurheimta styrk og andlega heilsu, þrátt fyrir þrengingar eða mótlæti. Sjálfsstjórn, að mæta sjálfum sér, þolgæði Sjálfs¬stjórn okkar, til dæmis á hugsunum, skapsmunum, ein¬beit¬ingu, til¬finn¬ing¬um og hegðun er einnig lyk¬il¬atriði í því hug¬ar¬fari sem einkennist af þrautseigju. Segja má að mesta áskorun mannsins sé að hafa hugrekki til að mæta sjálfum sér, vilja til að takst á við sjálfan sig til vaxtar og aukins þroska. Í því felast tækifæri til að auka þolgæði, úthald sitt og stillingu undir álagi, sem gefur færi til farsældar og getu til að skapa jákvæð áhrif. Slíka sjálfsvinnu þarf að stunda af umhyggju og kærleika í eigin garð og í góðu jafnvægi við sjálfsaga og auðmýkt. Þanþol, viðhorf, aðlögun, viðnám Þrautseigja kemur einnig fram í svokölluðu þanþoli, eða getu til að styrkjast í glímunni við erfiðleika eða mótlæti. Slík hæfni birtist meðal annars í því að einstaklingur lítur á krefjandi viðfangsefni sem ögrun, frekar en óleysanlegt vandamál. Hann aðlagast verkefninu á jákvæðan hátt og tekst á við það með andsvari eða markvissu viðnámi að hætti gerandans fekar en aðgerðarleysi fórnarlambsins. Hæfileiki okkar til gagnvirkni, þ.e. að bregðast við áskorun og ógn með viðspyrnu og jákvæðri aðlögun er hluti af þrautseigju. Með viðnámi er ekki átt við að setja sig í andstöðu, heldur leita skapandi lausna til að bæta stöðuna og styðja við framgang jákvæðra afla á hverjum tíma. Samskipti, sjálfsvirði og sjálfstæði Einstaklingur sem býr yfir þrautseigju er líklegur til að setja sig í spor annarra og vera í samskiptum sem einkennast af gagnkvæmri virðingu. Hann upplifir sig sjálfstæðan, gerir sér grein fyrir eigin virði og getu til að hafa áhrif á lífsgæði sín. Lausnamiðuð hugsun og yfirsýn skapar viðkomandi færni til að leysa vandamál og taka upplýstar ákvarðanir sem miða að farsæld og aukinni þrautseigju. Einstaklingur sem býr yfir þrautseigju veit að hann er áhrifavaldur í eigin lífi og hefur bjargráð og þrek til að fara í gegnum erfiðleika og koma til baka af styrk. Andstætt við seiglu og þrautseigju Því má segja að stjórnleysi, óþolinmæði, yfirgangur, skammsýni, agaleysi, ábyrgðarleysi, vanvirkni og mótþrói séu dæmi um þætti sem eru andstæðir þrautseigju og seiglu og leiða því ekki til farsældar eða lífshamingju. Þessi pistill er meðal annars byggður á greinum, rannsóknum og ritum eftirtalinna: Angel Duckworth, Carol Dweck, Werner, Benard, Wagnild, Daniel Goleman, David Palmiter, Meekhof, Seligman. Hér er athyglinni beint að einkennum þrautseigju og hvernig hún kemur fram í eigin fari og verkefnum daglegs lífs. Örar breytingar eru hluti af nútíma vinnuumhverfi, að geta aðlagast breytingum og tileinkað sér þrautseigju er talinn vera einn af lykilfærniþáttum í atvinnulífinu. Um það verður fjallað sérstaklega í öðrum pistli. Höfundur er MA í náms- og starfsþróun og MBA/eigandi SHJ ráðgafar, fræðslu- og ráðgjafafyrirtækis
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun