Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir Kjartan Kjartansson skrifar 1. maí 2020 22:36 Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi. Vísir/Vilhelm Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. Kristín Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, segir að sýni sem var tekið úr skjólstæðingnum í gærkvöldi hafi verið „vægt“ jákvætt. Annað sýni í hádeginu í dag hafi hins vegar verið neikvætt. Í varúðarskyni var ákveðið að flytja manneskjuna á Landspítalann til meðferðar og að setja endurhæfingardeildina í sóttkví þar til nákvæmari niðurstöður liggja fyrir. Enginn annar hefur greinst með mögulegt smit. Þeir starfsmenn sem sinntu skjólstæðingnum náið eru í sóttkví á meðan beðið er eftir greiningu á sýnum. Rakningarteymi reynir nú að rekja mögulegt smit skjólstæðingsins en ekki er vitað hvers vegna sýni úr honum gáfu ólíka niðurstöðu, að sögn Kristínar. Tuttugu og fjögur rými eru á endurhæfingardeild Eirar þar sem tekið er á móti eldri borgurum af sjúkrahúsi til endurhæfingar í einn til þrjá mánuði í senn. Fólkið dvelur á deildinni á meðan. Um 185 íbúar eru á Eir að endurhæfingardeildinni með talinni, að sögn Kristínar. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að koma í veg fyrir útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómum hjá viðkvæmum hópum. Erlendis þar sem hópsýking hefur komið upp á öldunar- og hjúkrunarheimilum hefur veiran valdið miklum usla og dauðsföllum. Smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík í apríl. Tvö andlát aldraðra íbúa þar hafa verið rakin til faraldursins. Til stendur að byrja að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi á hjúkrunarheimilum vegna faraldursins frá og með mánudeginum. Þá geta íbúar fengið eina heimsókn frá einum aðstandanda í viku fyrstu vikurnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar á hjúkrunarheimilum geta fengið einn gest fyrstu vikuna Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. 22. apríl 2020 15:11 Annað andlát á Bergi Kona á níræðisaldri sem glímdi við Covid-19 sjúkdóminn af völdum kórónuveirunnar lést í gær. Konan bjó á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 20. apríl 2020 13:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. Kristín Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, segir að sýni sem var tekið úr skjólstæðingnum í gærkvöldi hafi verið „vægt“ jákvætt. Annað sýni í hádeginu í dag hafi hins vegar verið neikvætt. Í varúðarskyni var ákveðið að flytja manneskjuna á Landspítalann til meðferðar og að setja endurhæfingardeildina í sóttkví þar til nákvæmari niðurstöður liggja fyrir. Enginn annar hefur greinst með mögulegt smit. Þeir starfsmenn sem sinntu skjólstæðingnum náið eru í sóttkví á meðan beðið er eftir greiningu á sýnum. Rakningarteymi reynir nú að rekja mögulegt smit skjólstæðingsins en ekki er vitað hvers vegna sýni úr honum gáfu ólíka niðurstöðu, að sögn Kristínar. Tuttugu og fjögur rými eru á endurhæfingardeild Eirar þar sem tekið er á móti eldri borgurum af sjúkrahúsi til endurhæfingar í einn til þrjá mánuði í senn. Fólkið dvelur á deildinni á meðan. Um 185 íbúar eru á Eir að endurhæfingardeildinni með talinni, að sögn Kristínar. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að koma í veg fyrir útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómum hjá viðkvæmum hópum. Erlendis þar sem hópsýking hefur komið upp á öldunar- og hjúkrunarheimilum hefur veiran valdið miklum usla og dauðsföllum. Smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík í apríl. Tvö andlát aldraðra íbúa þar hafa verið rakin til faraldursins. Til stendur að byrja að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi á hjúkrunarheimilum vegna faraldursins frá og með mánudeginum. Þá geta íbúar fengið eina heimsókn frá einum aðstandanda í viku fyrstu vikurnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar á hjúkrunarheimilum geta fengið einn gest fyrstu vikuna Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. 22. apríl 2020 15:11 Annað andlát á Bergi Kona á níræðisaldri sem glímdi við Covid-19 sjúkdóminn af völdum kórónuveirunnar lést í gær. Konan bjó á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 20. apríl 2020 13:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Íbúar á hjúkrunarheimilum geta fengið einn gest fyrstu vikuna Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. 22. apríl 2020 15:11
Annað andlát á Bergi Kona á níræðisaldri sem glímdi við Covid-19 sjúkdóminn af völdum kórónuveirunnar lést í gær. Konan bjó á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 20. apríl 2020 13:00