Styttist í að ræða þurfi beina styrki við fyrirtæki að mati Bjarna Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2020 19:20 Fjármálaráðherra segir að grípa þurfi til enn stórtækari aðgerða en þegar hafi verið gert til að koma í veg fyrir að stór hluti fyrirtækja leggi niður starfsemi. Til greina komi að ríkið styðji fyrirtæki beint með fjárframlögum. Þingmenn spurðu fjármálaráðherra út í frekari aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar lýsti sérstökum áhyggjum af vaxandi atvinnuleysi á Suðurnesjum. „Hvergi lítur staðan jafn illa út og á Suðurnesjum. Þar sem spár lýsa allt að 25 prósenta atvinnuleysi," sagði Hanna Katrín. Þetta væri fimmta stóráfall íbúa þar frá því herinn fór fyrir einum og hálfum áratug. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði áfallið af áður óþekktri stærðargráðu. Ef áfram héldi sem horfði verði 20 prósent vinnuaflsins á atvinnuleysisbótum eða hlutabótum. „Við erum að spila í þoku. Það er ákveðið myrkur fyrir framan okkur varðandi hvernig úr þessu mun spilast áfram. En við erum tilbúin til að ganga lengra,“ sagði Bjarni. Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins sagði heillavænna að grípa til almennra aðgerða til handa fyrirtækjunum í landinu. „Telur ráðherra að það komi til greina að lækka tryggingagjaldið verulega. Sem hefði þá víðtæk jákvæð áhrif á atvinnulífið í heild sinni,“ sagði Karl Gauti. Bjarni sagði tryggingagjaldið þrátt fyrir allt aðeins vera um 6 prósent af launakostnaði fyrirtækja. Hlutabóta aðgerðin væri mun stærri og gagnaðist betur, enda ætti tryggingagjaldið að standa undir atvinnuleysisbótum og fleiru, en allt kæmi til greina. „Ég deili áhyggjum háttvirts þingmanns á framhaldinu. Ég verð bara að segja alveg eins og er að staðan er að versna hraðar en ég hafði vonast til að yrði raunin,“ sagði fjármálaráðherra. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af skorti á gagnsæi stuðnings stjórnvalda með brúarlánum til fyrirtækja. „Með þessu úrræði er íslenskur almenningur að taka á sig allt að fimmtíu milljarða króna ríkisábyrgð til fyrirtækja. Þess vegna þarf þetta að vera uppi á borðinu,“ sagði Ágúst Ólafur. Fjármálaráðherra tók undir þetta en lýsti meiri áhyggjum af stöðunni nú er uppgjöri síðar meir. Víða annars staðar, til að mynda á Norðurlöndum, væru fyrirtæki styrkt beint. „Og ég tel að við munum áður en langt um líður þurfa að taka afstöðu til þess hversu langt við værum mögulega tilbúin að ganga í beinum styrkjum til fyrirtækja til að þau missi ekki leiguhúsnæði tapi ekki starfsmönnum og svo framvegis,“ sagði Bjarni Benediktsson og ólíklegt að öll lán bankanna til fyrirtækja með ríkisábyrgð muni innheimtast. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Persónuafsláttur verður nýttur hjá Vinnumálstofnun í apríl Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl fyrir einstaklinga í skertu starfshlutfalli sem fá atvinnuleysisbætur greiddar samhliða. 2. apríl 2020 12:33 Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að grípa þurfi til enn stórtækari aðgerða en þegar hafi verið gert til að koma í veg fyrir að stór hluti fyrirtækja leggi niður starfsemi. Til greina komi að ríkið styðji fyrirtæki beint með fjárframlögum. Þingmenn spurðu fjármálaráðherra út í frekari aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar lýsti sérstökum áhyggjum af vaxandi atvinnuleysi á Suðurnesjum. „Hvergi lítur staðan jafn illa út og á Suðurnesjum. Þar sem spár lýsa allt að 25 prósenta atvinnuleysi," sagði Hanna Katrín. Þetta væri fimmta stóráfall íbúa þar frá því herinn fór fyrir einum og hálfum áratug. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði áfallið af áður óþekktri stærðargráðu. Ef áfram héldi sem horfði verði 20 prósent vinnuaflsins á atvinnuleysisbótum eða hlutabótum. „Við erum að spila í þoku. Það er ákveðið myrkur fyrir framan okkur varðandi hvernig úr þessu mun spilast áfram. En við erum tilbúin til að ganga lengra,“ sagði Bjarni. Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins sagði heillavænna að grípa til almennra aðgerða til handa fyrirtækjunum í landinu. „Telur ráðherra að það komi til greina að lækka tryggingagjaldið verulega. Sem hefði þá víðtæk jákvæð áhrif á atvinnulífið í heild sinni,“ sagði Karl Gauti. Bjarni sagði tryggingagjaldið þrátt fyrir allt aðeins vera um 6 prósent af launakostnaði fyrirtækja. Hlutabóta aðgerðin væri mun stærri og gagnaðist betur, enda ætti tryggingagjaldið að standa undir atvinnuleysisbótum og fleiru, en allt kæmi til greina. „Ég deili áhyggjum háttvirts þingmanns á framhaldinu. Ég verð bara að segja alveg eins og er að staðan er að versna hraðar en ég hafði vonast til að yrði raunin,“ sagði fjármálaráðherra. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af skorti á gagnsæi stuðnings stjórnvalda með brúarlánum til fyrirtækja. „Með þessu úrræði er íslenskur almenningur að taka á sig allt að fimmtíu milljarða króna ríkisábyrgð til fyrirtækja. Þess vegna þarf þetta að vera uppi á borðinu,“ sagði Ágúst Ólafur. Fjármálaráðherra tók undir þetta en lýsti meiri áhyggjum af stöðunni nú er uppgjöri síðar meir. Víða annars staðar, til að mynda á Norðurlöndum, væru fyrirtæki styrkt beint. „Og ég tel að við munum áður en langt um líður þurfa að taka afstöðu til þess hversu langt við værum mögulega tilbúin að ganga í beinum styrkjum til fyrirtækja til að þau missi ekki leiguhúsnæði tapi ekki starfsmönnum og svo framvegis,“ sagði Bjarni Benediktsson og ólíklegt að öll lán bankanna til fyrirtækja með ríkisábyrgð muni innheimtast.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Persónuafsláttur verður nýttur hjá Vinnumálstofnun í apríl Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl fyrir einstaklinga í skertu starfshlutfalli sem fá atvinnuleysisbætur greiddar samhliða. 2. apríl 2020 12:33 Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Persónuafsláttur verður nýttur hjá Vinnumálstofnun í apríl Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl fyrir einstaklinga í skertu starfshlutfalli sem fá atvinnuleysisbætur greiddar samhliða. 2. apríl 2020 12:33
Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22