Hittist ekki í búningsklefum og fagni mörkum með óhefðbundnum hætti Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2020 12:45 Mikael Anderson og aðrir leikmenn dönsku úrvalsdeildarinnar þurfa að búa sig undir breyttar aðstæður. VÍSIR/GETTY Leikmenn skulu klæða sig í keppnisgallann heima hjá sér, ekki fagna mörkum með hópfaðmlögum, og hlusta á hálfleiksræðu þjálfara úti á velli, þegar keppni í danska fótboltanum hefst að nýju. Keppni í Danmörku hefur legið niðri eins og víðast annars staðar vegna kórónuveirufaraldursins. Vonir standa til að liðsæfingar geti hafist að nýju 11. maí og að spilað verði að nýju í dönsku úrvalsdeildinni 29. maí. Claus Thomsen, framkvæmdastjóri deildasamtakanna í Danmörku, segir það ekki verða hættulegra fyrir fótboltamenn en annað starfsfólk að snúa aftur á sinn vinnustað. Allt verði gert til að draga úr smithættu og áhersla lögð á að finni leikmenn fyrir einkennum mæti þeir ekki á æfingu. „Það sem verður mjög ólíkt því sem var er að menn safnast ekki saman í búningsklefa eða neins staðar innandyra. Menn borða ekki saman og þurfa að sleppa því að heilsast og fagna saman eins og þeir eru vanir,“ sagði Thomsen við bold.dk og bætti við að leikmenn megi ekki ferðast saman í leiki, nema með góðu millibili í rútum. „Menn þurfa að gera allt sem einstaklingar. Liðsfundir verða á lokuðu svæði, og við sjáum fundi frekar fara fram með stafrænum hætti,“ sagði Thomsen, og bætti við að hálfleiksfundir færu fram úti á velli. Ekki hægt að refsa fyrir hópfaðmlög Þekkt er að leikmenn eiga það til að hópast saman í heilu hrúgurnar til að fagna mörkum en biðlað verður til leikmanna að sleppa því. Ekki er þó hægt að refsa fyrir slíkt með gulu spjaldi: „Við hvetjum til þess að menn hópist ekki saman í fagnaðarlátum. Við verðum bara að hvetja til þess því tilfinningarnar eru á fullu hjá leikmönnum í miðjum leik. Þetta eru auðvitað menn sem lifa fyrir að að fagna þegar þeir skora mörk, en þeir geta samt gætt þess að hópast ekki saman. Þegar mótið byrjar aftur er ég viss um að við sjáum frumleg fagnaðarlæti og það er jákvætt, þó að það gerist út af leiðinlegum atburðum. Þetta gæti skapað góða stemningu í fótboltaheiminum,“ sagði Thomsen. Dönsku deildasamtökin hafa sett saman 55 síðna leiðbeiningabækling til að fara yfir þessi og fleiri mál, en leiðbeiningarnar eru samkvæmt bold.dk unnar í samvinnu við fleiri deildir, þar á meðal þá spænsku og þýsku. Danski boltinn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira
Leikmenn skulu klæða sig í keppnisgallann heima hjá sér, ekki fagna mörkum með hópfaðmlögum, og hlusta á hálfleiksræðu þjálfara úti á velli, þegar keppni í danska fótboltanum hefst að nýju. Keppni í Danmörku hefur legið niðri eins og víðast annars staðar vegna kórónuveirufaraldursins. Vonir standa til að liðsæfingar geti hafist að nýju 11. maí og að spilað verði að nýju í dönsku úrvalsdeildinni 29. maí. Claus Thomsen, framkvæmdastjóri deildasamtakanna í Danmörku, segir það ekki verða hættulegra fyrir fótboltamenn en annað starfsfólk að snúa aftur á sinn vinnustað. Allt verði gert til að draga úr smithættu og áhersla lögð á að finni leikmenn fyrir einkennum mæti þeir ekki á æfingu. „Það sem verður mjög ólíkt því sem var er að menn safnast ekki saman í búningsklefa eða neins staðar innandyra. Menn borða ekki saman og þurfa að sleppa því að heilsast og fagna saman eins og þeir eru vanir,“ sagði Thomsen við bold.dk og bætti við að leikmenn megi ekki ferðast saman í leiki, nema með góðu millibili í rútum. „Menn þurfa að gera allt sem einstaklingar. Liðsfundir verða á lokuðu svæði, og við sjáum fundi frekar fara fram með stafrænum hætti,“ sagði Thomsen, og bætti við að hálfleiksfundir færu fram úti á velli. Ekki hægt að refsa fyrir hópfaðmlög Þekkt er að leikmenn eiga það til að hópast saman í heilu hrúgurnar til að fagna mörkum en biðlað verður til leikmanna að sleppa því. Ekki er þó hægt að refsa fyrir slíkt með gulu spjaldi: „Við hvetjum til þess að menn hópist ekki saman í fagnaðarlátum. Við verðum bara að hvetja til þess því tilfinningarnar eru á fullu hjá leikmönnum í miðjum leik. Þetta eru auðvitað menn sem lifa fyrir að að fagna þegar þeir skora mörk, en þeir geta samt gætt þess að hópast ekki saman. Þegar mótið byrjar aftur er ég viss um að við sjáum frumleg fagnaðarlæti og það er jákvætt, þó að það gerist út af leiðinlegum atburðum. Þetta gæti skapað góða stemningu í fótboltaheiminum,“ sagði Thomsen. Dönsku deildasamtökin hafa sett saman 55 síðna leiðbeiningabækling til að fara yfir þessi og fleiri mál, en leiðbeiningarnar eru samkvæmt bold.dk unnar í samvinnu við fleiri deildir, þar á meðal þá spænsku og þýsku.
Danski boltinn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira