Kraftlyftingarkappinn Hafþór Júlíus Björnsson setti í dag heimsmet í réttstöðulyftu. Lyfti hann litlum 501 kílógrammi en lyftan fór fram í aðstöðu Hafþórs Júlíusar í Kópavogi.
Bein útsending var á Stöð 2 Sport sem og á Twitter-síðu ESPN.
Hinn 31 árs gamli Hafþór er eini kraftlyftingarmaður sögunnar sem hefur unnið Arnold Strongman Classic, sterkasti maður Evrópu og sterkasti maður heims keppnirnar á sama ári.
Þetta magnaða heimsmet má sjá hér að neðan.