Hafþór í verðmætan bardaga við reiðan Hall: „Þú baðst aldrei afsökunar“ Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 10:15 Hafþór Júlíus Björnsson hlakkar til að mæta Eddie Hall og lækka í honum rostann. VÍSIR/GETTY Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. Hafþór og Hall hafa marga hildi háð síðustu ár en í gær sló Hafþór heimsmet Bretans með því að lyfta 501 kg í réttstöðulyftu, einu kílói meira en Hall gerði árið 2016. Þeir hafa einnig mæst í keppninni Sterkasti maður heims þar sem Hall vann árið 2017 eftir harða keppni við Hafþór. Hafþór, sem hefur átta ár í röð komist á verðlaunapall í keppninni, vann hana árið 2018 og varð í 3. sæti í fyrra. Nú er komið að því að þeir mætist í boxhringnum. Eins og Hafþór greindi frá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær fékk hann tilboð frá Core Sports, sem ljóst er að hljóðar upp á að lágmarki 150 milljónir króna, um að mæta Hall í hnefaleikum. „Eddie, ég var að slá metið þitt og núna er ég tilbúinn að slá þig í rot í hringnum. Það er tími til kominn að þú látir verkin tala og skrifir undir samninginn við Core Sports. Ég er tilbúinn, ert þú tilbúinn Eddie?“ spurði Hafþór. Ekki stóð á svari. Klippa: Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu „Ég er 1.000 prósent að fara að skrifa undir þessa pappíra. Og þú veist af hverju ég mun skrifa undir. Það hefur ekkert að gera með þennan slag okkar í réttstöðulyftunni. Það er vegna þess að þú kallaðir mig svindlara á Sterkasta manni heims árið 2017. Ég get ekki látið eins og ekkert sé og gleymt því. Fólk kann að hafa gleymt þessu en þú baðst aldrei afsökunar,“ sagði Hall. „Þú heldur að þú hafi unnið þetta ár, burtséð frá því hvert verðlaunin fóru, og lést fólk vita af því. Ég get ekki sætt mig við það. Þess vegna skrifa ég undir. Mig langar nefnilega að kenna þér lexíu, og hún felst í því að ég steinroti þig,“ sagði Hall. Bretinn bætti við að hann hygðist rífa höfuðið af Hafþóri, nokkuð sem að „Fjallið“ gerði reyndar listavel í Game of Thrones þáttunum. Aflraunir Tengdar fréttir Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14 Hafþór ætlar að setja rosalegt heimsmet í beinni: „Þetta á ekki að vera hægt“ Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að setja heimsmet í réttstöðulyftu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kl. 17 á laugardaginn. 30. apríl 2020 21:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. Hafþór og Hall hafa marga hildi háð síðustu ár en í gær sló Hafþór heimsmet Bretans með því að lyfta 501 kg í réttstöðulyftu, einu kílói meira en Hall gerði árið 2016. Þeir hafa einnig mæst í keppninni Sterkasti maður heims þar sem Hall vann árið 2017 eftir harða keppni við Hafþór. Hafþór, sem hefur átta ár í röð komist á verðlaunapall í keppninni, vann hana árið 2018 og varð í 3. sæti í fyrra. Nú er komið að því að þeir mætist í boxhringnum. Eins og Hafþór greindi frá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær fékk hann tilboð frá Core Sports, sem ljóst er að hljóðar upp á að lágmarki 150 milljónir króna, um að mæta Hall í hnefaleikum. „Eddie, ég var að slá metið þitt og núna er ég tilbúinn að slá þig í rot í hringnum. Það er tími til kominn að þú látir verkin tala og skrifir undir samninginn við Core Sports. Ég er tilbúinn, ert þú tilbúinn Eddie?“ spurði Hafþór. Ekki stóð á svari. Klippa: Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu „Ég er 1.000 prósent að fara að skrifa undir þessa pappíra. Og þú veist af hverju ég mun skrifa undir. Það hefur ekkert að gera með þennan slag okkar í réttstöðulyftunni. Það er vegna þess að þú kallaðir mig svindlara á Sterkasta manni heims árið 2017. Ég get ekki látið eins og ekkert sé og gleymt því. Fólk kann að hafa gleymt þessu en þú baðst aldrei afsökunar,“ sagði Hall. „Þú heldur að þú hafi unnið þetta ár, burtséð frá því hvert verðlaunin fóru, og lést fólk vita af því. Ég get ekki sætt mig við það. Þess vegna skrifa ég undir. Mig langar nefnilega að kenna þér lexíu, og hún felst í því að ég steinroti þig,“ sagði Hall. Bretinn bætti við að hann hygðist rífa höfuðið af Hafþóri, nokkuð sem að „Fjallið“ gerði reyndar listavel í Game of Thrones þáttunum.
Aflraunir Tengdar fréttir Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14 Hafþór ætlar að setja rosalegt heimsmet í beinni: „Þetta á ekki að vera hægt“ Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að setja heimsmet í réttstöðulyftu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kl. 17 á laugardaginn. 30. apríl 2020 21:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Sjá meira
Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14
Hafþór ætlar að setja rosalegt heimsmet í beinni: „Þetta á ekki að vera hægt“ Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að setja heimsmet í réttstöðulyftu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kl. 17 á laugardaginn. 30. apríl 2020 21:00