Tónlistamaðurinn Baldur Dýrfjörð leiddist töluvert í samkomubanni og ákvað hann því að semja lag sem fjallar svolítið um hvernig hið daglega líf hefur breyst á þessum fordæmalausu tímum.
Lagið fjallar í raun um hvernig það sé að hanga heima hjá sér, láta sér leiðast og hugleiðingar tengt því.
Baldur frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið á Vísi en lagið ber nafnið Gleymmérei.
Hér að neðan má sjá myndbandið en Baldur tók á sínum tíma þátt í Ísland Got Talent þar sem hann sló rækilega í gegn á fiðlu.
Hér að neðan má sjá frammistöðu Baldurs í Ísland Got Talent.