Ferðamenn ekki til Nýja-Sjálands í bráð en Íslendingar horfa á ágúst Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. maí 2020 06:15 Þýskir ferðamenn lentu í vandræðum þegar þeir reyndu að komast frá Nýja-Sjálandi í byrjun apríl þegar faraldurinn var í hámarki í landinu. Kai Schwoerer/Getty Images Nýsjálendingar sjá ekki fram á á að landamæri ríkisins verði opnuð fyrir ferðamönnum í nánustu framtíð, en þjóðin er talin meðal þeirra sem náð hefur hvað mestu árangri í baráttunni við kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að horft sé til þess að Íslendingar geti tekið á móti gestum í lok ágúst. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á fjarfundi með áströlskum ráðherrum að það væri að líkindum „langt í það“ að land hennar opnaðist aftur fyrir ferðamönnum. Hún sagðist þó ekki vera mótfallinn hugmyndum um að Nýja-Sjáland og Ástralía myndu opna á frjálsa flutninga milli ríkjanna tveggja, en ríkin tvö skelltu landamærum sínum í lás í tengslum við yfirstandandi kórónuveirufaraldi. Norðurlöndin hugsa á svipuðum nótum Ardern lagði ríka áherslu á að hugmyndir um ferðafrelsi í Eyjaálfu væru á frumstigi „en hafa þó verið til umræðu vegna þeirra kosta sem þeim fylgja.“ Í þessu samhengi má nefna að fleiri ríki hafa viðrað sambærilegar hugmyndir, nærtækast er að nefna að Norðurlöndin í því samhengi. Aðspurð um hvað þetta muni þýða fyrir almenna ferðamenn sagði Ardern hins vegar að enn verði bið í að Nýsjálendingar bjóði þá aftur velkomna, án þess þó að nefna nánari tímasetningu í því samhengi. Ferðaþjónustan er meðal stærstu atvinnuvega landsins en næstum tíundi hver vinnandi Nýsjálendingur starfar í geiranum. Framámenn í þarlendri ferðaþjónustu höfðu vonast til að hægt yrða að opna landið fyrr í ljósi góðs árangurs í baráttunni við veiruna. Annan daginn í röð hefur ekkert nýtt smit greinst á Nýja-Sjáland, heildarfjöldi smita er innan við 1500 og 20 hafa látið lífið meðal þessarar fimm milljóna manna þjóðar. Þar var jafnframt létt á kórónuveiruhömlum í síðustu viku. Í Ástralíu, þar sem 25 milljónir búa, eru smitin næstum 7000 og andlátin 96. Að líkindum samevrópskar reglur Jóhannes Þór Skúlason segir í samtali við Morgunblaðið að vonir séu bundar við að ferðamenn geti komið hingað til lands síðsumars, jafnvel í lok ágúst. Verið sé að skoða þessi mál „mjög alvarlega“ innan stjórnkerfisins, Norðurlöndin og Mið-Evrópu kunni að opnast aftur næstu mánuði þó svo bið kunni að verða á að stærstu tveir markaðirnir, Bretland og Bandaríkin, teljist öruggir á ný. Þá kunni að verða settar samevrópskar reglur um móttöku ferðamanna við þessar aðstæður að sögn Jóhannesar; litlir hópar ferðist saman í litlu samneyti við aðra, að fólk taki próf fyrir eða eftir komu til landsins eða eitthvað á þeim nótum. Ferðamennska á Íslandi Ástralía Nýja-Sjáland Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Nýsjálendingar sjá ekki fram á á að landamæri ríkisins verði opnuð fyrir ferðamönnum í nánustu framtíð, en þjóðin er talin meðal þeirra sem náð hefur hvað mestu árangri í baráttunni við kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að horft sé til þess að Íslendingar geti tekið á móti gestum í lok ágúst. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á fjarfundi með áströlskum ráðherrum að það væri að líkindum „langt í það“ að land hennar opnaðist aftur fyrir ferðamönnum. Hún sagðist þó ekki vera mótfallinn hugmyndum um að Nýja-Sjáland og Ástralía myndu opna á frjálsa flutninga milli ríkjanna tveggja, en ríkin tvö skelltu landamærum sínum í lás í tengslum við yfirstandandi kórónuveirufaraldi. Norðurlöndin hugsa á svipuðum nótum Ardern lagði ríka áherslu á að hugmyndir um ferðafrelsi í Eyjaálfu væru á frumstigi „en hafa þó verið til umræðu vegna þeirra kosta sem þeim fylgja.“ Í þessu samhengi má nefna að fleiri ríki hafa viðrað sambærilegar hugmyndir, nærtækast er að nefna að Norðurlöndin í því samhengi. Aðspurð um hvað þetta muni þýða fyrir almenna ferðamenn sagði Ardern hins vegar að enn verði bið í að Nýsjálendingar bjóði þá aftur velkomna, án þess þó að nefna nánari tímasetningu í því samhengi. Ferðaþjónustan er meðal stærstu atvinnuvega landsins en næstum tíundi hver vinnandi Nýsjálendingur starfar í geiranum. Framámenn í þarlendri ferðaþjónustu höfðu vonast til að hægt yrða að opna landið fyrr í ljósi góðs árangurs í baráttunni við veiruna. Annan daginn í röð hefur ekkert nýtt smit greinst á Nýja-Sjáland, heildarfjöldi smita er innan við 1500 og 20 hafa látið lífið meðal þessarar fimm milljóna manna þjóðar. Þar var jafnframt létt á kórónuveiruhömlum í síðustu viku. Í Ástralíu, þar sem 25 milljónir búa, eru smitin næstum 7000 og andlátin 96. Að líkindum samevrópskar reglur Jóhannes Þór Skúlason segir í samtali við Morgunblaðið að vonir séu bundar við að ferðamenn geti komið hingað til lands síðsumars, jafnvel í lok ágúst. Verið sé að skoða þessi mál „mjög alvarlega“ innan stjórnkerfisins, Norðurlöndin og Mið-Evrópu kunni að opnast aftur næstu mánuði þó svo bið kunni að verða á að stærstu tveir markaðirnir, Bretland og Bandaríkin, teljist öruggir á ný. Þá kunni að verða settar samevrópskar reglur um móttöku ferðamanna við þessar aðstæður að sögn Jóhannesar; litlir hópar ferðist saman í litlu samneyti við aðra, að fólk taki próf fyrir eða eftir komu til landsins eða eitthvað á þeim nótum.
Ferðamennska á Íslandi Ástralía Nýja-Sjáland Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna