Jón Ómar Erlingsson hefur gengið til liðs við Birki ráðgjöf þar sem hann mun sinna rekstrarráðgjöf með áherslu á endurskipulagningu og stefnumótun.
Í tilkynningu kemur fram að Jón Ómar sé með MS gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og BS gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands.
„Hann var framkvæmdastjóri Kassagerðarinnar og síðar Prentsmiðjunnar Odda eftir sameiningu fyrirtækjanna 2008. Hin síðari ár hefur Jón Ómar gegnt stjórnunarstöðum hjá flugfélögunum WOW air og Flybe í Bretlandi.
Jón Ómar er fæddur og uppalinn á Siglufirði en býr nú í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Hann er giftur Ástu Kristjánsdóttur, flugfreyju og eiga þau þrjú börn,“ segir í tilkynningunni.