Hópamyndun við Hallgrímskirkju í nótt tilkynnt til lögreglu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. janúar 2021 14:02 Það var margt um manninn. Vísir/Egill Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hópamyndun við Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti í Reykjavík um klukkan eitt í nótt. Á þeim tíma sem tilkynningin barst voru miklar annir hjá lögreglufólki og því gafst ekki tími til að hafa afskipti af mannfjöldanum. Seinna um nóttina þegar lögregla kannaði ástandið á svæðinu hafði dregið verulega úr fjölda fólks. Þetta staðfestir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Lögregla fór á staðinn og slökkti í litlu báli sem kviknað hafði í leifum af sprunginni flugeldatertu. Hins vegar var gamlárskvöldið annasamt hjá lögreglu og ástandið metið þannig að ekki væri unnt að hafa afskipti af fólki að svo stöddu. „Á þeim tímapunkti var ákveðið að hafa ekki afskipti þar sem það var mikið að gera. Svo var farið þarna aftur skömmu síðar og þá voru flestir farnir,“ segir Ásgeir og bætir við að hann viti ekki af fleiri tilkynningum á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um hópamyndun. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Myndir sýna talsverðan fjölda fólks við kirkjuna Myndir sem tökumaður fréttastofu tók við Skólavörðuholtið í kring um miðnætti í gærkvöldi sýna mikinn fjölda fólks við Hallgrímskirkju. Myndirnar voru teknar í kring um miðnætti. Eins og áður sagði barst lögreglu tilkynning um hópamyndun við kirkjuna í kring um klukkan eitt í nótt. „Þetta er nú kannski sá staður sem fólk úr þessu hverfi kemur á, þetta er svona eina bersvæðið, þannig þetta var nú kannski dálítið fyrirséð. Maður vonar bara að fólk hafi náð að standa þarna í jólakúlunum sínum,“ segir Ásgeir. Töluvert var um fólk á Skólavörðuholti í kring um miðnætti.Vísir/Egill Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Áramót Hallgrímskirkja Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Á þeim tíma sem tilkynningin barst voru miklar annir hjá lögreglufólki og því gafst ekki tími til að hafa afskipti af mannfjöldanum. Seinna um nóttina þegar lögregla kannaði ástandið á svæðinu hafði dregið verulega úr fjölda fólks. Þetta staðfestir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Lögregla fór á staðinn og slökkti í litlu báli sem kviknað hafði í leifum af sprunginni flugeldatertu. Hins vegar var gamlárskvöldið annasamt hjá lögreglu og ástandið metið þannig að ekki væri unnt að hafa afskipti af fólki að svo stöddu. „Á þeim tímapunkti var ákveðið að hafa ekki afskipti þar sem það var mikið að gera. Svo var farið þarna aftur skömmu síðar og þá voru flestir farnir,“ segir Ásgeir og bætir við að hann viti ekki af fleiri tilkynningum á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um hópamyndun. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Myndir sýna talsverðan fjölda fólks við kirkjuna Myndir sem tökumaður fréttastofu tók við Skólavörðuholtið í kring um miðnætti í gærkvöldi sýna mikinn fjölda fólks við Hallgrímskirkju. Myndirnar voru teknar í kring um miðnætti. Eins og áður sagði barst lögreglu tilkynning um hópamyndun við kirkjuna í kring um klukkan eitt í nótt. „Þetta er nú kannski sá staður sem fólk úr þessu hverfi kemur á, þetta er svona eina bersvæðið, þannig þetta var nú kannski dálítið fyrirséð. Maður vonar bara að fólk hafi náð að standa þarna í jólakúlunum sínum,“ segir Ásgeir. Töluvert var um fólk á Skólavörðuholti í kring um miðnætti.Vísir/Egill
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Áramót Hallgrímskirkja Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira