Reyndi að brjótast inn hjá Gilbert úrsmið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2021 18:04 Þjófurinn greip til myndarlegrar gangstéttahellu í von um að brjóta rúðuglerið hjá Gilbert úrsmið. Það gekk ekki betur en svo að sprungur mynduðust í glerinu. Vísir/Tumi Tilraun var gerð til að brjótast inn í verslun Gilberts úrsmiðs á Laugaveginum á mánudagsmorgunn. Þjófnum gekk ekki betur en svo að hann náði að brjóta rúðuna, sem er skotheld, að hluta áður en þjófavarnakerfið fór í gang og hrakti hann á brott. Gilbert Ó Guðjónsson, úrsmiður og eigandi verslunarinnar, segir í samtali við fréttastofunni að maðurinn hafi gert tvær tilraunir til að brjóta glerið. „Hann kom tvisvar. Þetta var hálf sjö að morgni. Það er voðalega skrítið að menn séu að reyna svona á þessum tíma dags. Það er komin hreyfing á borgina. Við horfðum á því í vídeói að hann tók sér einhverja pásu á meðan hjólreiðamaður fór þarna fram hjá og annan mann ganga fram hjá,“ segir Gilbert. Glerið er ansi sterkt, enda skothelt, og segir Gilbert að keyra þyrfti á glerið til þess að það brotnaði.Vísir/Tumi „Kerfið fór svo í gang þegar hann kom aftur. Í fyrra skiptið setti hann ekki einu sinni kerfið í gang, það var ekki meiri kraftur í honum en það að kerfið fór ekki í gang. Svo kom hann í seinna skiptið með ágætis gangstéttarhellu sem hann henti í rúðuna og þá kom stærra brot en ekki nóg. Þetta er skothelt gler og þolir ansi mikið,“ segir Gilbert. Málið er nú til skoðunar hjá lögreglunni en að sögn Gilberts þekkti lögreglufólkið manninn, en hann náðist á mynd í öryggismyndavélum búðarinnar. Þetta er annað skiptið á árinu sem tilraun hefur verið gerð til að brjótast inn í úrverslun Gilberts. Fyrst var það í september, en Gilbert segir að innbrotum í skartgripa- og úrverslanir á Laugavegi hafi fjölgað á liðnu ári, þau séu um fimmtán eða sextán talsins. Hann telur að rekja megi það til þess að minna líf sé í miðborginni og færri á ferli, sem gefi óprúttnum aðilum tækifæri til þess að athafna sig. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tvær líkamsárásir og innbrot í skartgripaverslun Tvær líkamsárásir, innbrot í skartgripaverslun og tilkynningar um fimm heimilisofbeldismál voru á meðal þess sem kom til kasta lögreglu á erilsamri nótt. 5. desember 2020 07:20 Fær ekki krónu vegna úra og skartgripa sem fundust ekki hjá lögreglu Héraðsdómur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu fyrrverandi eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Hann vildi fá sextán milljónir frá ríkinu vegna verðmæta sem tekin voru af heimili hans við húsleit lögreglu. 23. október 2020 10:52 Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. 14. september 2020 06:24 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Sjá meira
Gilbert Ó Guðjónsson, úrsmiður og eigandi verslunarinnar, segir í samtali við fréttastofunni að maðurinn hafi gert tvær tilraunir til að brjóta glerið. „Hann kom tvisvar. Þetta var hálf sjö að morgni. Það er voðalega skrítið að menn séu að reyna svona á þessum tíma dags. Það er komin hreyfing á borgina. Við horfðum á því í vídeói að hann tók sér einhverja pásu á meðan hjólreiðamaður fór þarna fram hjá og annan mann ganga fram hjá,“ segir Gilbert. Glerið er ansi sterkt, enda skothelt, og segir Gilbert að keyra þyrfti á glerið til þess að það brotnaði.Vísir/Tumi „Kerfið fór svo í gang þegar hann kom aftur. Í fyrra skiptið setti hann ekki einu sinni kerfið í gang, það var ekki meiri kraftur í honum en það að kerfið fór ekki í gang. Svo kom hann í seinna skiptið með ágætis gangstéttarhellu sem hann henti í rúðuna og þá kom stærra brot en ekki nóg. Þetta er skothelt gler og þolir ansi mikið,“ segir Gilbert. Málið er nú til skoðunar hjá lögreglunni en að sögn Gilberts þekkti lögreglufólkið manninn, en hann náðist á mynd í öryggismyndavélum búðarinnar. Þetta er annað skiptið á árinu sem tilraun hefur verið gerð til að brjótast inn í úrverslun Gilberts. Fyrst var það í september, en Gilbert segir að innbrotum í skartgripa- og úrverslanir á Laugavegi hafi fjölgað á liðnu ári, þau séu um fimmtán eða sextán talsins. Hann telur að rekja megi það til þess að minna líf sé í miðborginni og færri á ferli, sem gefi óprúttnum aðilum tækifæri til þess að athafna sig.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tvær líkamsárásir og innbrot í skartgripaverslun Tvær líkamsárásir, innbrot í skartgripaverslun og tilkynningar um fimm heimilisofbeldismál voru á meðal þess sem kom til kasta lögreglu á erilsamri nótt. 5. desember 2020 07:20 Fær ekki krónu vegna úra og skartgripa sem fundust ekki hjá lögreglu Héraðsdómur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu fyrrverandi eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Hann vildi fá sextán milljónir frá ríkinu vegna verðmæta sem tekin voru af heimili hans við húsleit lögreglu. 23. október 2020 10:52 Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. 14. september 2020 06:24 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Sjá meira
Tvær líkamsárásir og innbrot í skartgripaverslun Tvær líkamsárásir, innbrot í skartgripaverslun og tilkynningar um fimm heimilisofbeldismál voru á meðal þess sem kom til kasta lögreglu á erilsamri nótt. 5. desember 2020 07:20
Fær ekki krónu vegna úra og skartgripa sem fundust ekki hjá lögreglu Héraðsdómur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu fyrrverandi eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Hann vildi fá sextán milljónir frá ríkinu vegna verðmæta sem tekin voru af heimili hans við húsleit lögreglu. 23. október 2020 10:52
Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. 14. september 2020 06:24