433.is greinir frá því að mörg lið í efstu deild hafi verið á höttunum eftir framherjanum en hann sé búinn að velja FH.
Víkingur og Valur voru sögð á meðal þeirra liða sem voru á eftir Oliver en hann hefur leikið 24 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim fjögur mörk.
Oliver Heiðarsson að semja við FH https://t.co/dH55mpZmur pic.twitter.com/oHCVtI1RT9
— 433.is (@433_is) January 1, 2021
Hann spilaði nítján leiki með Þrótti í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim fjögur mörk en Þróttur rétt slapp við fall eftir að mótið var blásið af.
Faðir Olivers er Heiðar Helguson. Heiðar spilaði 55 landsleiki og skoraði í þeim tólf mörk en hann á einnig atvinnumannaferil að baki í Englandi og Noregi, með til að mynda QPR og Bolton.