Fraport vann fimm stiga sigur á Syntainics MBC, 89-94, eftir jafnan og hörkuspennandi leik.
Jón Axel spilaði stórt hlutverk í sigri Fraport en hann var næststigahæstur með átján stig auk þess sem hann gaf níu stoðsendingar, tók þrjú fráköst og stal þremur boltum á þeim 36 mínútum sem hann spilaði.
Matt Mobley fór mikinn í sóknarleik Fraport og var stigahæstur með 29 stig.