Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2021 11:03 Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks og Stella Moris barnsmóðir Assange fyrir utan dómshúsið í London í morgun. AP/Frank Augstein Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagði dómarinn Vanessa Baraitser í úrskurði sínum að verulega slæm andleg heilsa Assange væri ástæða þess að hún vildi ekki framselja hann. Hún sagði að hann væri líklegur til að fremja sjálfsvíg ef hann yrði framseldur. Baratiser tók þó fram í úrskurði sínum að lagalega séð væri hægt að framselja Assange. Væru brot hans sönnuð væru þau ekki varin af tjáningafrelsi. Niðurstöðunni verður áfrýjað til London High Court og að endingu til Hæstaréttar Bretlands. Lögmaður Assange sagði blaðamönnum að þess yrði krafist að honum yrði sleppt úr fangelsi. Bandaríkjamenn hafa krafist þess að Assange verði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. Fjölmiðlar um heiminn allan unnu fréttir upp úr gögnunum en Assange og Wikileaks birtu frumgögnin á netinu. Með því á hann að hafa teflt lífi heimildarmanna, blaðamanna, andófsfólks og fleiri í Írak, Íran og Afganistan í hættu. Yfirvöld vestanhafs segjst ekki hafa ákært Assange fyrir að birta upplýsingar sem voru vandræðalegar Bandaríkjastjórn heldur vegna þess að hann hefði framið lögbrot og sett fólk í lífshættu. Þessi mynd af Assange var tekin í maí í fyrra.EPA/Neil Hall Assange er einnig sakaður um að hafa brotið njósnalög með því að aðstoða Manning við að stela gögnunum sem hún lak úr tölvukerfi Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Lögmenn hans segja þó að ákærurnar gegn honum séu pólitískar í eðli sínu og séu til komnar vegna þess að Assange hafi varpað ljósi á stríðsglæpi og mannréttindabrot Bandaríkjamanna. Réttarhöldin hófust í febrúar en var frestað vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Assange var þó handtekinn í apríl í fyrra í sendiráði Ekvadors í London. Þar hafði hann haldið til í sjö ár. Hann flúði til sendiráðsins í ágúst 2012 og sótti um pólitískt hæli eftir að hann var ákærður fyrir nauðgun í Svíþjó. Þá ákæru, sem hefur verið felld niður, sagði hann vera átyllu til að framselja hann til Bandaríkjanna. Eftir að hann flúði í sendiráðið var hann eftirlýstur í Bretlandi fyrir að mæta ekki fyrir dómara þegar hann átti að gera það. Sjá einnig: Julian Assange handtekinn Frá því hann var handtekinn hefur Assange verið haldið í hámarksöryggisfangelsinu Belmarsh. Þar mun heilsa hans hafa versnað til muna og skrifuðu rúmlega sextíu læknar undir opið bréf þar sem þeir lýstu yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari hans. Læknarnir sögðust óttast að hann myndi deyja í fangelsinu. WikiLeaks Bretland Bandaríkin Mál Julians Assange Tengdar fréttir Réttarhöldunum frestað vegna kórónuveirunnar Réttarhöldum yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, í Lundúnum hefur verið frestað fram á mánudag. Óttast er að einn lögmanna hans gæti hafa smitast af kórónuveirunni. 10. september 2020 12:00 Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26 Réttarhöld hefjast á ný yfir Julian Assange Réttarhöld hefjast að nýju í dag í London yfir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en tekist er á um það hvort það skuli framselja hann til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ára fangelsi. 7. september 2020 08:50 Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. 18. ágúst 2020 14:53 Trump íhugar að náða Edward Snowden Donald Trump sagði í gær að hann væri að íhuga að náða uppljóstrarann Edward Snowden, sem nú er búsettur í Rússlandi. 16. ágúst 2020 09:37 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Samkvæmt AP fréttaveitunni sagði dómarinn Vanessa Baraitser í úrskurði sínum að verulega slæm andleg heilsa Assange væri ástæða þess að hún vildi ekki framselja hann. Hún sagði að hann væri líklegur til að fremja sjálfsvíg ef hann yrði framseldur. Baratiser tók þó fram í úrskurði sínum að lagalega séð væri hægt að framselja Assange. Væru brot hans sönnuð væru þau ekki varin af tjáningafrelsi. Niðurstöðunni verður áfrýjað til London High Court og að endingu til Hæstaréttar Bretlands. Lögmaður Assange sagði blaðamönnum að þess yrði krafist að honum yrði sleppt úr fangelsi. Bandaríkjamenn hafa krafist þess að Assange verði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. Fjölmiðlar um heiminn allan unnu fréttir upp úr gögnunum en Assange og Wikileaks birtu frumgögnin á netinu. Með því á hann að hafa teflt lífi heimildarmanna, blaðamanna, andófsfólks og fleiri í Írak, Íran og Afganistan í hættu. Yfirvöld vestanhafs segjst ekki hafa ákært Assange fyrir að birta upplýsingar sem voru vandræðalegar Bandaríkjastjórn heldur vegna þess að hann hefði framið lögbrot og sett fólk í lífshættu. Þessi mynd af Assange var tekin í maí í fyrra.EPA/Neil Hall Assange er einnig sakaður um að hafa brotið njósnalög með því að aðstoða Manning við að stela gögnunum sem hún lak úr tölvukerfi Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Lögmenn hans segja þó að ákærurnar gegn honum séu pólitískar í eðli sínu og séu til komnar vegna þess að Assange hafi varpað ljósi á stríðsglæpi og mannréttindabrot Bandaríkjamanna. Réttarhöldin hófust í febrúar en var frestað vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Assange var þó handtekinn í apríl í fyrra í sendiráði Ekvadors í London. Þar hafði hann haldið til í sjö ár. Hann flúði til sendiráðsins í ágúst 2012 og sótti um pólitískt hæli eftir að hann var ákærður fyrir nauðgun í Svíþjó. Þá ákæru, sem hefur verið felld niður, sagði hann vera átyllu til að framselja hann til Bandaríkjanna. Eftir að hann flúði í sendiráðið var hann eftirlýstur í Bretlandi fyrir að mæta ekki fyrir dómara þegar hann átti að gera það. Sjá einnig: Julian Assange handtekinn Frá því hann var handtekinn hefur Assange verið haldið í hámarksöryggisfangelsinu Belmarsh. Þar mun heilsa hans hafa versnað til muna og skrifuðu rúmlega sextíu læknar undir opið bréf þar sem þeir lýstu yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari hans. Læknarnir sögðust óttast að hann myndi deyja í fangelsinu.
WikiLeaks Bretland Bandaríkin Mál Julians Assange Tengdar fréttir Réttarhöldunum frestað vegna kórónuveirunnar Réttarhöldum yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, í Lundúnum hefur verið frestað fram á mánudag. Óttast er að einn lögmanna hans gæti hafa smitast af kórónuveirunni. 10. september 2020 12:00 Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26 Réttarhöld hefjast á ný yfir Julian Assange Réttarhöld hefjast að nýju í dag í London yfir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en tekist er á um það hvort það skuli framselja hann til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ára fangelsi. 7. september 2020 08:50 Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. 18. ágúst 2020 14:53 Trump íhugar að náða Edward Snowden Donald Trump sagði í gær að hann væri að íhuga að náða uppljóstrarann Edward Snowden, sem nú er búsettur í Rússlandi. 16. ágúst 2020 09:37 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Réttarhöldunum frestað vegna kórónuveirunnar Réttarhöldum yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, í Lundúnum hefur verið frestað fram á mánudag. Óttast er að einn lögmanna hans gæti hafa smitast af kórónuveirunni. 10. september 2020 12:00
Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. 8. september 2020 13:26
Réttarhöld hefjast á ný yfir Julian Assange Réttarhöld hefjast að nýju í dag í London yfir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en tekist er á um það hvort það skuli framselja hann til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ára fangelsi. 7. september 2020 08:50
Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. 18. ágúst 2020 14:53
Trump íhugar að náða Edward Snowden Donald Trump sagði í gær að hann væri að íhuga að náða uppljóstrarann Edward Snowden, sem nú er búsettur í Rússlandi. 16. ágúst 2020 09:37