Vilja fylgja reglum en ekki „sérreglum sem virðast gilda bara um kaþólska kirkju“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. janúar 2021 13:08 Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Vísir Biskup kaþólskra á Íslandi hefur ákveðið að aflýsa opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Þetta hafi verið það eina rétta í stöðunni því ekki komi til greina að vísa fólki frá messu sem vilji sækja hana. Honum finnst sóttvarnareglur sem gilda um helgihald vera ósanngjarnar. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að formleg rannsókn á meintu sóttvarnabroti sé hafin. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi fyrst frá því í gær að fleiri en fimmtíu hefðu komið saman í messu í Landakoti í gær. Ásgeir segir að það næsta sem gert verði sé að kalla alla sem eiga í hlut í skýrslutöku til að ná utan um atburðarásina í gær. Fréttatilkynning frá biskupi kaþólskra barst rétt fyrir hádegi þar sem ákveðið var að aflýsa messuhaldi. Fréttastofa ræddi við séra Jakob Rolland, kanslara biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í hádegisfréttum. „Hann [biskup kaþólskra á Íslandi] segir að hann sjái að okkur sé ekki alveg stætt að standa með öllum sóttvarnareglum og fylgja þeim öllum í helgihaldinu einfaldlega vegna þess að fólk kemur í kirkju. Hann tekur þessa ákvörðun að það verða framvegis engar opinberar sunnudagsmessur. Þetta er eina lausnin til þess að fylgja reglunum,“ segir séra Jakob. Þeim finnist þær sóttvarnareglur sem gilda um helgihald ekki vera sanngjarnar þegar þær eru bornar saman við önnur svið og aðrar stofnanir. Að hámarki tíu mega koma saman í messum samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir. Séra Jakob nefnir máli sínu til stuðnings rýmri reglur sem gilda fyrir veitingastaði, verslanir og sundlaugar. „Það er í rauninni óskiljanlegt að ekki skuli gilda sömu reglur alls staðar þar sem aðstæður eru svipaðar. Þannig að við viljum víst fylgja öllum reglum en ekki sérreglum sem virðast gilda bara um kaþólska kirkju.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Reykjavík Tengdar fréttir Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46 Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að formleg rannsókn á meintu sóttvarnabroti sé hafin. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi fyrst frá því í gær að fleiri en fimmtíu hefðu komið saman í messu í Landakoti í gær. Ásgeir segir að það næsta sem gert verði sé að kalla alla sem eiga í hlut í skýrslutöku til að ná utan um atburðarásina í gær. Fréttatilkynning frá biskupi kaþólskra barst rétt fyrir hádegi þar sem ákveðið var að aflýsa messuhaldi. Fréttastofa ræddi við séra Jakob Rolland, kanslara biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í hádegisfréttum. „Hann [biskup kaþólskra á Íslandi] segir að hann sjái að okkur sé ekki alveg stætt að standa með öllum sóttvarnareglum og fylgja þeim öllum í helgihaldinu einfaldlega vegna þess að fólk kemur í kirkju. Hann tekur þessa ákvörðun að það verða framvegis engar opinberar sunnudagsmessur. Þetta er eina lausnin til þess að fylgja reglunum,“ segir séra Jakob. Þeim finnist þær sóttvarnareglur sem gilda um helgihald ekki vera sanngjarnar þegar þær eru bornar saman við önnur svið og aðrar stofnanir. Að hámarki tíu mega koma saman í messum samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir. Séra Jakob nefnir máli sínu til stuðnings rýmri reglur sem gilda fyrir veitingastaði, verslanir og sundlaugar. „Það er í rauninni óskiljanlegt að ekki skuli gilda sömu reglur alls staðar þar sem aðstæður eru svipaðar. Þannig að við viljum víst fylgja öllum reglum en ekki sérreglum sem virðast gilda bara um kaþólska kirkju.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Reykjavík Tengdar fréttir Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46 Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46
Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50
Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43