Ráðningin til marks um aukna áherslu á stafræna þróun Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2021 15:36 Óhætt er að segja að Bónus, dótturfélag Haga, sé eftirbátur margra samkeppnisaðila sinna þegar kemur að stafrænni þróun. Vísir/Vilhelm Eiður Eiðsson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá verslunarfyrirtækinu Högum. Um er að ræða nýja stöðu hjá fyrirtækinu og er breytingin sögð liður í þeirri stefnu Haga að nýta stafrænar leiðir til að gera verslun bæði einfaldari og þægilegri og bæta upplifun viðskiptavina. Hagar reka meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss, Hagkaups og Olís. Fram kemur í tilkynningu að Eiður komi frá VÍS þar sem hann var forstöðumaður stafrænna verkefna. Leiddi hann þar stærstu stafrænu umbreytingarverkefni sem félagið hefur ráðist í auk þess að hafa umsjón með vef og veflausnum tryggingafélagsins. Eiður er viðskiptafræðingur að mennt og hefur áralanga reynslu í upplýsingatækni og stafrænni þróun þar sem hann hefur komið að bæði grunnrekstri í upplýsingatækni og eins stafrænni umbreytingu fyrirtækja eins og Arion banka og VÍS. Sagði kostnaðarsamt að bjóða upp á netverslun Mikil framþróun hefur átt sér stað í netverslun á allra síðustu árum en Bónus, sem er stærsta matvörukeðja landsins, starfrækir ekki netverslun ólíkt sínum helstu samkeppnisaðilum. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, hefur áður sagt að núverandi viðskiptamódel keðjunnar henti netverslun illa og að ógerningur sé að taka til pantanir með þeirri álagningu sem þar sé unnið með. Þó hefur hann ekki útilokað að netverslun verði þar valkostur í framtíðinni. Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir að það sé mikill fengur að fá Eið til liðs við tækniteymið hjá Högum og dótturfélögum. „Hann þekkir vel til í upplýsingatækni og býr að dýrmætri reynslu af innleiðingu breytinga sem byggja á stafrænum aðferðum og hafa það að markmiði að bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina. Framundan eru fjölbreytt og spennandi verkefni sem tengjast nánara samtali okkar við viðskiptavini og stöðugri aðlögun þjónustu að þeirra þörfum, m.a. einföldun, aukin þægindi og hagkvæmni í kaupum á matvöru, eldsneyti og öðrum nauðsynjum,“ er haft eftir Finni í tilkynningu sem bætir við að upplýsingatækni og stafrænar leiðir muni gegna lykilhlutverki í þeirri vegferð. Verslun Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Um er að ræða nýja stöðu hjá fyrirtækinu og er breytingin sögð liður í þeirri stefnu Haga að nýta stafrænar leiðir til að gera verslun bæði einfaldari og þægilegri og bæta upplifun viðskiptavina. Hagar reka meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss, Hagkaups og Olís. Fram kemur í tilkynningu að Eiður komi frá VÍS þar sem hann var forstöðumaður stafrænna verkefna. Leiddi hann þar stærstu stafrænu umbreytingarverkefni sem félagið hefur ráðist í auk þess að hafa umsjón með vef og veflausnum tryggingafélagsins. Eiður er viðskiptafræðingur að mennt og hefur áralanga reynslu í upplýsingatækni og stafrænni þróun þar sem hann hefur komið að bæði grunnrekstri í upplýsingatækni og eins stafrænni umbreytingu fyrirtækja eins og Arion banka og VÍS. Sagði kostnaðarsamt að bjóða upp á netverslun Mikil framþróun hefur átt sér stað í netverslun á allra síðustu árum en Bónus, sem er stærsta matvörukeðja landsins, starfrækir ekki netverslun ólíkt sínum helstu samkeppnisaðilum. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, hefur áður sagt að núverandi viðskiptamódel keðjunnar henti netverslun illa og að ógerningur sé að taka til pantanir með þeirri álagningu sem þar sé unnið með. Þó hefur hann ekki útilokað að netverslun verði þar valkostur í framtíðinni. Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir að það sé mikill fengur að fá Eið til liðs við tækniteymið hjá Högum og dótturfélögum. „Hann þekkir vel til í upplýsingatækni og býr að dýrmætri reynslu af innleiðingu breytinga sem byggja á stafrænum aðferðum og hafa það að markmiði að bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina. Framundan eru fjölbreytt og spennandi verkefni sem tengjast nánara samtali okkar við viðskiptavini og stöðugri aðlögun þjónustu að þeirra þörfum, m.a. einföldun, aukin þægindi og hagkvæmni í kaupum á matvöru, eldsneyti og öðrum nauðsynjum,“ er haft eftir Finni í tilkynningu sem bætir við að upplýsingatækni og stafrænar leiðir muni gegna lykilhlutverki í þeirri vegferð.
Verslun Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent