Vildi óska að hún hefði ekki skrifað Brokeback Mountain Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2021 13:07 Proulx segist hafa tekið að sér að skrifa textann fyrir óperuuppsetningu verksins árið 2014 af ótta við að „einhver hálfviti“ sem vildi hamingju til handa Jack og Ennis myndi breyta endanum. Rithöfundurinn Annie Proulx segist stundum sjá eftir því að hafa skrifað Brokeback Mountain, harmþrungna ástarsögu Jack og Ennis, sem voru leiknir af Jake Gyllenhaal og Heath Ledger í samnefndri kvikmynd. „Ég vildi óska að ég hefði aldrei skrifað þessa sögu,“ segir Proulx í viðtali við Paris Review. „Áður en myndin kom út var þetta allt í lagi,“ bætir hún við en nú virðist aðdáendur eiga erfitt með að skilja að sagan sé alls ekki um Jack og Ennis. „[Sagan] fjallar um hómófóbíu; hún fjallar um samfélagslegt ástand, um ákveðinn stað og ákveðna afstöðu og siðferði,“ segir höfundurinn, sem skrifaði söguna fyrir New Yorker árið 1997. Þolir ekki áhugaspuna Annie Proulx.Wikimedia Commons/Fuzheado Proulx segist reglulega fá póst og erindi þar sem aðdáendur óska hamingjuríks endis fyrir kúrekana ólánssömu, eða að minnsta kosti fyrir Ennis eftir að Jack deyr. Þá segir hún marga hafa endurskrifað söguna með nýjum elskhugum, svo dæmi séu tekin. Þetta fer gríðarlega í taugarnar á Proulx, sem er síður en svo hrifin af svokölluðum áhugaspuna (e. fan fiction); ef aðdáendur vilji lesa um hamingjusama homma, þá ættu þeir að skálda þá sjálfir. „Það er ekki sagan sem ég skrifaði. Þetta eru ekki [þínar] persónur. Ég á þessar persónur, samkvæm lögum.“ Rithöfundurinn segir flest bréfana sem henni berast byrja á: „Ég er ekki hommi en...“ Viðtalið við Proulx fór fram á búgarði hennar í Wyoming. „Ein af ástæðunum fyrir því að við höfum hliðin hérna lokuð er að margir karlmenn hafa ákveðið að sagan ætti að hafa farsælan endi. Þeir geta ekki unað því hvernig hún endar, þeir bara þola það ekki.“ Out greindi frá. Menning Bókmenntir Hinsegin Bíó og sjónvarp Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Fleiri fréttir Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Sjá meira
„Ég vildi óska að ég hefði aldrei skrifað þessa sögu,“ segir Proulx í viðtali við Paris Review. „Áður en myndin kom út var þetta allt í lagi,“ bætir hún við en nú virðist aðdáendur eiga erfitt með að skilja að sagan sé alls ekki um Jack og Ennis. „[Sagan] fjallar um hómófóbíu; hún fjallar um samfélagslegt ástand, um ákveðinn stað og ákveðna afstöðu og siðferði,“ segir höfundurinn, sem skrifaði söguna fyrir New Yorker árið 1997. Þolir ekki áhugaspuna Annie Proulx.Wikimedia Commons/Fuzheado Proulx segist reglulega fá póst og erindi þar sem aðdáendur óska hamingjuríks endis fyrir kúrekana ólánssömu, eða að minnsta kosti fyrir Ennis eftir að Jack deyr. Þá segir hún marga hafa endurskrifað söguna með nýjum elskhugum, svo dæmi séu tekin. Þetta fer gríðarlega í taugarnar á Proulx, sem er síður en svo hrifin af svokölluðum áhugaspuna (e. fan fiction); ef aðdáendur vilji lesa um hamingjusama homma, þá ættu þeir að skálda þá sjálfir. „Það er ekki sagan sem ég skrifaði. Þetta eru ekki [þínar] persónur. Ég á þessar persónur, samkvæm lögum.“ Rithöfundurinn segir flest bréfana sem henni berast byrja á: „Ég er ekki hommi en...“ Viðtalið við Proulx fór fram á búgarði hennar í Wyoming. „Ein af ástæðunum fyrir því að við höfum hliðin hérna lokuð er að margir karlmenn hafa ákveðið að sagan ætti að hafa farsælan endi. Þeir geta ekki unað því hvernig hún endar, þeir bara þola það ekki.“ Out greindi frá.
Menning Bókmenntir Hinsegin Bíó og sjónvarp Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Fleiri fréttir Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Sjá meira