Hjörvar Hafliðason greindi frá þessu í hlaðvarpinu Dr. Football. „Hann er að fara til Salzburg miðað við það sem ég heyri. Það er langlíklegasti staðurinn,“ sagði Hjörvar.
Ísak Bergmann á leið til Red Bull Salzburg. Ronaldo braut enn eitt glerþakið um helgina þegar hann gerði sitt 758 deildamark og Conte með 8 sigra í röð.https://t.co/zha9G9DlHG
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) January 5, 2021
Ísak, sem er sautján ára, sló í gegn með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Frammistaða hans vakti mikla athygli og hann hefur undanfarna mánuði verið orðaður við mörg af stærstu félögum Evrópu.
Þegar Aftonbladet spurði Ísak út í framtíðina í gær sagði hann að fólk ætti ekki að trúa öllu sem það læsi og það væri ekki ljóst að hann færi frá Norrköping í þessum mánuði.
Norrköping skipti um þjálfara eftir síðasta tímabil en Rikard Norling tók við af Jens Gustafsson sem hafði stýrt liðinu síðan 2016.
Salzburg hefur orðið austurríski meistari sjö ár í röð og leikið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu undanfarin tvö tímabil.
Meðal þekktra leikmanna sem hafa leikið með Salzburg og farið svo til stærri félaga má nefna Erling Håland, Sadio Mané og Dominik Szoboszlai.