Þrettándinn mikill fótboltadagur á Ítalíu og býður upp á fullt af leikjum í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2021 11:11 Cristiano Ronaldo og félagar í Juventus verða vinna AC Milan í kvöld ætli þeir sér að verða ítalskir meistarar í vor. Getty/Alberto Gandolfo Ítalir kveðja jólin í dag með mikilli fótboltaveislu en heil umferð fer fram í Seríu A í dag á sjálfum Þrettándanum. Fimm leikir í ítölsku deildinni verða í beinni útsendingu á sportstöðvunum í dag og það verður hægt að horfa á leiki í Seríu A frá hálf tólf til tíu í kvöld með smá hléum. Fjörið byrjar strax klukkan 11.30 með leik Cagliari og Benevento. Hinir leikirnir sem verða sýndir beint eru leikir Sampdoria og Internazionale Milan annars vegar og Bologna og Udinese hins vegar sem hefjast báðir klukkan 14.00, leikur Napoli og Spezia sem hefst klukkan 17.00 og loks stórleikur AC Milan og Juventus sem hefst klukkan 19.45. Þetta er sextánda umferð ítölsku deildarinnar en fyrsta umferðin á nýju ári var um síðustu helgi. AC Milan er á toppnum en bara með eins stigs forskot á nágranna sína í Internazionale. Það þýðir að Internazionale getur verið komið á toppinn þegar stórleikur AC Milan og Juventus hefst í kvöld. AC Milan liðið hefur enn ekki tapað deildarleik á tímabilinu (11 sigrar og 4 jafntefli) en Internazionale er bæði með fleiri mörk og betri markatölu. Þetta lítur út eins og einvígi á milli nágrannanna en sterk lið eins og Roma, Napoli og Juventus eru auðvitað ekki búin að segja sitt síðasta í titilbaráttunni. Juventus liðið er samt bara í fimmta sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði AC Milan, en Cristiano Ronaldo og félagar eiga leik inni auk þess að geta nálgast AC Milan með sigri í leiknum í kvöld. Leikir í beinni úr Seríu A í dag: 11.30 Cagliari - Benevento [Útsending hefst klukkan 11.20 á Stöð 2 Sport 2] 14.00 Sampdoria - Inter Milan [Útsending hefst klukkan 13.50 á Stöð 2 Sport 2] 14.00 Bologna - Udinese [Útsending hefst klukkan 13.50 á Stöð 2 Sport 4] 17.00 Napoli - Spezia [Útsending hefst klukkan 16.50 á Stöð 2 Sport 2] 19.45 AC Milan - Juventus [Útsending hefst klukkan 19.35 á Stöð 2 Sport 3] Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Sjá meira
Fimm leikir í ítölsku deildinni verða í beinni útsendingu á sportstöðvunum í dag og það verður hægt að horfa á leiki í Seríu A frá hálf tólf til tíu í kvöld með smá hléum. Fjörið byrjar strax klukkan 11.30 með leik Cagliari og Benevento. Hinir leikirnir sem verða sýndir beint eru leikir Sampdoria og Internazionale Milan annars vegar og Bologna og Udinese hins vegar sem hefjast báðir klukkan 14.00, leikur Napoli og Spezia sem hefst klukkan 17.00 og loks stórleikur AC Milan og Juventus sem hefst klukkan 19.45. Þetta er sextánda umferð ítölsku deildarinnar en fyrsta umferðin á nýju ári var um síðustu helgi. AC Milan er á toppnum en bara með eins stigs forskot á nágranna sína í Internazionale. Það þýðir að Internazionale getur verið komið á toppinn þegar stórleikur AC Milan og Juventus hefst í kvöld. AC Milan liðið hefur enn ekki tapað deildarleik á tímabilinu (11 sigrar og 4 jafntefli) en Internazionale er bæði með fleiri mörk og betri markatölu. Þetta lítur út eins og einvígi á milli nágrannanna en sterk lið eins og Roma, Napoli og Juventus eru auðvitað ekki búin að segja sitt síðasta í titilbaráttunni. Juventus liðið er samt bara í fimmta sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði AC Milan, en Cristiano Ronaldo og félagar eiga leik inni auk þess að geta nálgast AC Milan með sigri í leiknum í kvöld. Leikir í beinni úr Seríu A í dag: 11.30 Cagliari - Benevento [Útsending hefst klukkan 11.20 á Stöð 2 Sport 2] 14.00 Sampdoria - Inter Milan [Útsending hefst klukkan 13.50 á Stöð 2 Sport 2] 14.00 Bologna - Udinese [Útsending hefst klukkan 13.50 á Stöð 2 Sport 4] 17.00 Napoli - Spezia [Útsending hefst klukkan 16.50 á Stöð 2 Sport 2] 19.45 AC Milan - Juventus [Útsending hefst klukkan 19.35 á Stöð 2 Sport 3] Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Leikir í beinni úr Seríu A í dag: 11.30 Cagliari - Benevento [Útsending hefst klukkan 11.20 á Stöð 2 Sport 2] 14.00 Sampdoria - Inter Milan [Útsending hefst klukkan 13.50 á Stöð 2 Sport 2] 14.00 Bologna - Udinese [Útsending hefst klukkan 13.50 á Stöð 2 Sport 4] 17.00 Napoli - Spezia [Útsending hefst klukkan 16.50 á Stöð 2 Sport 2] 19.45 AC Milan - Juventus [Útsending hefst klukkan 19.35 á Stöð 2 Sport 3]
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Sjá meira