Veðmál á vitlausan hest tafði bólusetningar í Hollandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2021 13:51 Hollenskir heilbrigðisstarfsmenn fengu fyrsta skammtinn í dag. AP/Piroschka van de Wouw Hollenska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna tafa sem orðið hafa á bólusetningu vegna Covid-19 þar í landi. Bólusetning hófst þar fyrst í dag, tíu dögum eftir að bólusetning hófst í grannríkjunum. Í frétt BBC eru ástæðurnar fyrir töfunum meðal annars raktar til þess að uppfæra hafi þurft tölvukerfi svo fylgjast mætti með tímapöntunum og hvaða bóluefni væri gefið hverjum. Veðjuðu á Oxford-bóluefnið Líkt og önnnur ríki innan ESB fékk Holland sendingu af bóluefni Pfizers og BioNTech þann 27. desember síðastliðinn. Ekki tókst hins vegar að dreifa bóluefninu innanlands fyrr en síðustu daga þar sem heilbrigðisyfirvöld í Hollandi höfðu reiknað með að bóluefni Oxford/AstraZeneca yrði fyrst á markað. Geyma þarf bóluefni Pfizer og BioNTech í -80 gráðu frosti og höfðu yfirvöld í Hollandi ekki gert nægjanlegar ráðstafanir til þess að geta tryggt hitastigið við dreifingu innan Hollands, að því er segir í frétt BBC. Hollenski heilbrigðisráðherrann Hugo de Jonge, klappar hér fyrir Sanna Elkadiri, sem varð sú fyrsta til að fá bólusetningu gegn Covid-19 í Hollandi í dag.(Piroschka van de Wouw/Pool via AP) Hefur ríkisstjórnin verið harðlega gagnrýnd vegna seinagangsins. Stjórnarandstaðan, sem gírar sig upp fyrir þingkosningar í mars, sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar, vera bæði kaotískar og undarlegar. Hugo de Jonge, heilbrigðisráðherra Hollands, hefur tekið á sig mestu gagnrýnina vegna málsins. Hann hefur reynt að verja sig með því að benda á að ríki heimsins séu ekki í keppni varðandi bólusetningu. Hann hefur þó viðurkennt að hann hefði getað brugðist hraðar við og að undirbúningurinn hefði mátt vera betri. Bólusetningar hófust sem fyrr segir í dag. Þrjátíu þúsund heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir í fyrstu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Í frétt BBC eru ástæðurnar fyrir töfunum meðal annars raktar til þess að uppfæra hafi þurft tölvukerfi svo fylgjast mætti með tímapöntunum og hvaða bóluefni væri gefið hverjum. Veðjuðu á Oxford-bóluefnið Líkt og önnnur ríki innan ESB fékk Holland sendingu af bóluefni Pfizers og BioNTech þann 27. desember síðastliðinn. Ekki tókst hins vegar að dreifa bóluefninu innanlands fyrr en síðustu daga þar sem heilbrigðisyfirvöld í Hollandi höfðu reiknað með að bóluefni Oxford/AstraZeneca yrði fyrst á markað. Geyma þarf bóluefni Pfizer og BioNTech í -80 gráðu frosti og höfðu yfirvöld í Hollandi ekki gert nægjanlegar ráðstafanir til þess að geta tryggt hitastigið við dreifingu innan Hollands, að því er segir í frétt BBC. Hollenski heilbrigðisráðherrann Hugo de Jonge, klappar hér fyrir Sanna Elkadiri, sem varð sú fyrsta til að fá bólusetningu gegn Covid-19 í Hollandi í dag.(Piroschka van de Wouw/Pool via AP) Hefur ríkisstjórnin verið harðlega gagnrýnd vegna seinagangsins. Stjórnarandstaðan, sem gírar sig upp fyrir þingkosningar í mars, sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar, vera bæði kaotískar og undarlegar. Hugo de Jonge, heilbrigðisráðherra Hollands, hefur tekið á sig mestu gagnrýnina vegna málsins. Hann hefur reynt að verja sig með því að benda á að ríki heimsins séu ekki í keppni varðandi bólusetningu. Hann hefur þó viðurkennt að hann hefði getað brugðist hraðar við og að undirbúningurinn hefði mátt vera betri. Bólusetningar hófust sem fyrr segir í dag. Þrjátíu þúsund heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir í fyrstu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00