Sá ekki til sólar í fjármálum en stefnir nú á skuldleysi fyrir fimmtugt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2021 08:00 Kolbeinn Marteinsson var á erfiðum stað í fjármálum eftir hrun. Nú er tíðin allt önnur og betri. Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda samskipta- og almannatengslafyrirtækisins Athygli, segist hafa tekið fjármálin í gegn eftir að hafa komist í hann krappan eftir bankahrunið árið 2008 en þá féllu á hann ábyrgðir vegna fyrirtækjareksturs og skulda sem margfölduðust vegna verðbólgu á eftirhrunsárunum. Hann segir að með elju og breyttri fjármálahegðun hafi honum tekist að vinna sig út úr vandanum og stefnir nú á að verða skuldlaus fyrir fimmtugt. Kolbeinn, sem er viðmælandi í nýjasta þættinum af Leitinni að peningunum, stofnaði einnig fyrirtækið Útilegukortið árið 2007 og fleiri félög tengd ferðaþjónustu. Hann segir að sá lærdómur sem hann dró af sínum fjárhagslegu erfiðleikum hafi á skilað honum á þann góða stað sem hann er á í dag. Lifði lífinu áhyggjulaus „Mistök eru allt í lagi ef maður lærir af þeim. Og ég gerði það svo sannarlega í þessu tilfelli,“ segir Kolbeinn. Eins og fleiri fór hann út á vinnumarkað um 25 ára gamall og lifði lífinu áhyggjulaus og velti peningum ekki mikið fyrir sér. Hann gekkst í fjárhagslegar ábyrgðir fyrir fyrirtæki sem hann var hluthafi í og sem fór á hausinn í hruninu. Ábyrgðirnar hafi fallið á hann. Á sama tíma hafi húsnæðislán hans hækkað mjög mikið. Kolbeinn og kona hans höfðu starfað ýmist sem verktakar eða í rekstri. „Þegar ég horfi til baka var 2009 ekki skemmtilegt ár en 2010 var leiðinlegasta ár sem ég man eftir. Það var ekkert að gerast.“ Á þessum árum sá Kolbeinn ekki til sólar í fjármálum. „Ég man bara hvað þetta var vond tilfinning. Ég hafði aldrei pælt í fjármálum. Þetta var mjög erfitt og ég upplifði algjöra örvæntingu. En ég stóð í skilum með allt,” segir Kolbeinn í þættinum og segir að tilfinningin sem hafi fylgt þessum vanda hafi verið hræðileg. Klippa: Leitin að peningunum - Kolbeinn Marteinsson Markmið um skuldleysi fyrir fimmtugt Árið 2011 breyttust hlutirnir þó og fóru að þokast í rétt átt þegar hann var ráðinn í betur launað starf. „Það var ótrúlega góð tilfinning að sjá að launin manns dugðu fyrir öllum skuldbindingum og aðeins betur.“ Það var þá sem Kolbeinn áttaði sig á að hann gæti ráðið fram úr vandanum á sínum forsendum, ekki bara forsendum fjármálafyrirtækjanna. Í kjölfarið gerði Kolbeinn plan sem byggði á bókina Þú átt nóg af peningum, eftir Ingólf H. Ingólfsson, sem kenndi sig við fyrirtækið Spara. Planið gekk út á að greiða niður skuldirnar með því að byrja á lægstu lánunum og nýta það sem sparaðist við það til að greiða niður frekari skuldir. „Það er ótrúlega góð tilfinning að sjá skuldirnar sínar lækka mjög hratt.“ Tilfinningin að fá uppgreitt skuldabréf sent heim í pósti hafi verið ótrúlega góð. Kolbeinn, sem er 47 ára í dag, stefnir að því að vera skuldlaus um fimmtugt fyrir utan námslán. Börn læra af góðu fordæmi Í þættinum segir Kolbeinn að fjármál og árangur í fjármálum séu fyrst og fremst hegðun, ekki ósvipað því að mæta í ræktina. „Þetta snýst einfaldlega um að tileinka sér hegðun,“ segir Kolbeinn, sem hefur endurfjármagnað húsnæðislán fjölskyldunnar fjórum eða fimm sinnum á undanförnum þremur eða fjórum árum. Hann segir það vera besta tímakaup sem hann hafi haft. Kolbeinn segist í uppeldi barnanna sinna hafa lagt mikla áherslu á fjármálalæsi. Þar skipti aðalmáli að sýna fordæmi í verki, fordæmi sem hann segir dætur sínar hafa haft gagn af, sem birtist í því að þær keyptu báðar nýverið íbúð án utanaðkomandi aðstoðar áður en þær byrjuðu í háskóla. „Gott fordæmi skiptir mestu máli þegar við kennum börnum fjármálalæsi, þau læra af hegðun okkar en ekki því sem við segjum.“ Milljónamæringurinn í næsta húsi Kolbeinn ræddi bókina „The Millionaire Next Door“ í þættinum en hann segir bókina hafa haft mikil áhrif á sig. „Kjarninn er að flestir milljónamæringar lifa frekar einföldu lífi og oft erfitt að sjá að þarna sé stórefna fólk á ferð,“ segir Kolbeinn. Í bókinni er fjallað um helstu atriði sem einkenna ameríska milljónamæringa byggt á rannsóknum á hegðun þeirra. Helstu niðurstöður eru: Þau lifa innan þeirra marka sem tekjur þeirra setja þeim, setja sér fjárhagsleg markmið og eyða minna en þau afla. Þau verja tíma sínum, orku og fjármunum á skilvirkan hátt í að afla sér auðs og skilja samhengi tíma og peninga. Þau álíta fjárhagslegt sjálfstæði vera mikilvægara en að berast á. Fjárhagslegt sjálfstæði veitir un meiri hamingju en að eyða endalaust af peningum. Auður þeirra var í langflestum tilfellum sjálfskapaður frá grunni með skipulagi og skilningi á fjármálum. Hann var ekki fenginn í arf eða unninn í lottó. Þátturinn Leitin að peningunum er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Hlusta má á viðtalið í spilaranum fyrir ofan. Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Hann segir að með elju og breyttri fjármálahegðun hafi honum tekist að vinna sig út úr vandanum og stefnir nú á að verða skuldlaus fyrir fimmtugt. Kolbeinn, sem er viðmælandi í nýjasta þættinum af Leitinni að peningunum, stofnaði einnig fyrirtækið Útilegukortið árið 2007 og fleiri félög tengd ferðaþjónustu. Hann segir að sá lærdómur sem hann dró af sínum fjárhagslegu erfiðleikum hafi á skilað honum á þann góða stað sem hann er á í dag. Lifði lífinu áhyggjulaus „Mistök eru allt í lagi ef maður lærir af þeim. Og ég gerði það svo sannarlega í þessu tilfelli,“ segir Kolbeinn. Eins og fleiri fór hann út á vinnumarkað um 25 ára gamall og lifði lífinu áhyggjulaus og velti peningum ekki mikið fyrir sér. Hann gekkst í fjárhagslegar ábyrgðir fyrir fyrirtæki sem hann var hluthafi í og sem fór á hausinn í hruninu. Ábyrgðirnar hafi fallið á hann. Á sama tíma hafi húsnæðislán hans hækkað mjög mikið. Kolbeinn og kona hans höfðu starfað ýmist sem verktakar eða í rekstri. „Þegar ég horfi til baka var 2009 ekki skemmtilegt ár en 2010 var leiðinlegasta ár sem ég man eftir. Það var ekkert að gerast.“ Á þessum árum sá Kolbeinn ekki til sólar í fjármálum. „Ég man bara hvað þetta var vond tilfinning. Ég hafði aldrei pælt í fjármálum. Þetta var mjög erfitt og ég upplifði algjöra örvæntingu. En ég stóð í skilum með allt,” segir Kolbeinn í þættinum og segir að tilfinningin sem hafi fylgt þessum vanda hafi verið hræðileg. Klippa: Leitin að peningunum - Kolbeinn Marteinsson Markmið um skuldleysi fyrir fimmtugt Árið 2011 breyttust hlutirnir þó og fóru að þokast í rétt átt þegar hann var ráðinn í betur launað starf. „Það var ótrúlega góð tilfinning að sjá að launin manns dugðu fyrir öllum skuldbindingum og aðeins betur.“ Það var þá sem Kolbeinn áttaði sig á að hann gæti ráðið fram úr vandanum á sínum forsendum, ekki bara forsendum fjármálafyrirtækjanna. Í kjölfarið gerði Kolbeinn plan sem byggði á bókina Þú átt nóg af peningum, eftir Ingólf H. Ingólfsson, sem kenndi sig við fyrirtækið Spara. Planið gekk út á að greiða niður skuldirnar með því að byrja á lægstu lánunum og nýta það sem sparaðist við það til að greiða niður frekari skuldir. „Það er ótrúlega góð tilfinning að sjá skuldirnar sínar lækka mjög hratt.“ Tilfinningin að fá uppgreitt skuldabréf sent heim í pósti hafi verið ótrúlega góð. Kolbeinn, sem er 47 ára í dag, stefnir að því að vera skuldlaus um fimmtugt fyrir utan námslán. Börn læra af góðu fordæmi Í þættinum segir Kolbeinn að fjármál og árangur í fjármálum séu fyrst og fremst hegðun, ekki ósvipað því að mæta í ræktina. „Þetta snýst einfaldlega um að tileinka sér hegðun,“ segir Kolbeinn, sem hefur endurfjármagnað húsnæðislán fjölskyldunnar fjórum eða fimm sinnum á undanförnum þremur eða fjórum árum. Hann segir það vera besta tímakaup sem hann hafi haft. Kolbeinn segist í uppeldi barnanna sinna hafa lagt mikla áherslu á fjármálalæsi. Þar skipti aðalmáli að sýna fordæmi í verki, fordæmi sem hann segir dætur sínar hafa haft gagn af, sem birtist í því að þær keyptu báðar nýverið íbúð án utanaðkomandi aðstoðar áður en þær byrjuðu í háskóla. „Gott fordæmi skiptir mestu máli þegar við kennum börnum fjármálalæsi, þau læra af hegðun okkar en ekki því sem við segjum.“ Milljónamæringurinn í næsta húsi Kolbeinn ræddi bókina „The Millionaire Next Door“ í þættinum en hann segir bókina hafa haft mikil áhrif á sig. „Kjarninn er að flestir milljónamæringar lifa frekar einföldu lífi og oft erfitt að sjá að þarna sé stórefna fólk á ferð,“ segir Kolbeinn. Í bókinni er fjallað um helstu atriði sem einkenna ameríska milljónamæringa byggt á rannsóknum á hegðun þeirra. Helstu niðurstöður eru: Þau lifa innan þeirra marka sem tekjur þeirra setja þeim, setja sér fjárhagsleg markmið og eyða minna en þau afla. Þau verja tíma sínum, orku og fjármunum á skilvirkan hátt í að afla sér auðs og skilja samhengi tíma og peninga. Þau álíta fjárhagslegt sjálfstæði vera mikilvægara en að berast á. Fjárhagslegt sjálfstæði veitir un meiri hamingju en að eyða endalaust af peningum. Auður þeirra var í langflestum tilfellum sjálfskapaður frá grunni með skipulagi og skilningi á fjármálum. Hann var ekki fenginn í arf eða unninn í lottó. Þátturinn Leitin að peningunum er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Hlusta má á viðtalið í spilaranum fyrir ofan.
Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira