Fótbolti

Mætti í búningi erkifjendanna og var ekki hleypt inn á æfingasvæðið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lamkel í leik með belgíska liðinu í úrvalsdeildinni þar í landi á þessari leiktíð.
Lamkel í leik með belgíska liðinu í úrvalsdeildinni þar í landi á þessari leiktíð. Jef Matthee/Getty

Framherji Royal Antwerp í Belgíu, Didier Lamkel, vill komast burt frá félaginu en mál hans tóku áhugaverða stefnu í dag.

Lamkel hefur verið orðaður við gríska liðið Panathinaikos en belgíska liðið hefur ekki viljað selja hann.

Hann ákvað því á æfingu Royal Antwerp í morgun að mæta í búningi Anderlecht en Antwerp og Anderlecht eru helstu erkifjendur.

Menn á æfingasvæði Royal Antwerp tóku því ekki vel því öryggisverðir lokuðu hurðinni inn á æfingasvæðið svo framherjinn komst ekki inn á æfingasvæðið.

Það verður því áhugavert að sjá hvað verður um framherjann en hann hefur skorað tíu mörk í 58 leikjum fyrir belgíska liðið frá því að hann kom árið 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×