Segir að Khabib hafi fengið 12,7 milljarða tilboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2021 10:01 Khabib Nurmagomedov er ósigraður í búrinu og ekkert lamb að leika sér við. Getty/Mike Roach Umboðsmaður rússneska bardagamannsins Khabib Nurmagomedov hefur nú opinberað rosalegt tilboð sem skjólstæðingur hans fékk nýverið. Khabib Nurmagomedov á að hafa verið boðnir hundrað milljón Bandaríkjadala fyrir að stíga inn í hnefaleikahringinn á móti Floyd Mayweather en það gerir meira en 12,7 milljarða íslenskra króna. Dana White, yfirmaður UFC, á einnig að hafa gefið grænt ljós á bardagann samkvæmt fyrrnefndum umboðsmanni sem heitir Ali Abdelaziz. Khabib Nurmagomedov er hættur að berjast í UFC en hann gaf það út á síðasta ári að hann ætlaði aldrei aftur inn í búrið. Khabib Nurmagomedov offered $100m to box Floyd Mayweather https://t.co/HxgvacLZhJ— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2021 Fráfall föður Khabib Nurmagomedov, sem var einnig þjálfari hans, var sögð aðalástæða fyrir því að hann vildi ekki berjast lengur. Nurmagomedov er enn bara 32 ára gamall og ætti að eiga nokkur góð ár eftir. Faðir hans lést eftir að hafa smitast af kórónuveirunni en síðasti bardagi Khabib Nurmagomedov var á móti Justin Gaethje í lok október síðastliðnum. Nurmagomedov vann Justin Gaethje en það var 29. sigur hans í röð. Hann hefur aldrei tapað í búrinu og er af mörgum talinn vera einn besti UFC-bardagamaður sögunnar. Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather er einnig ósigraður á ferlinum en hann hefur unnið alla fimmtíu boxbardaga sína. Mayweather, sem er orðinn 43 ára, hefur áður keppt við UFC-stjörnu en hann vann Conor McGregor í ágúst 2017. Hann hefur síðan keppt við sparkboxarann Tenshin Nasukawa í sýningarbardaga í Japan og mun keppa við YouTube stjörnuna Logan Paul á næstunni. „Okkur voru boðnar hundrað milljón dollara fyrir að berjast við Floyd Mayweather. Dana White var samþykkur þessu og allir voru klárir í bátana. En eins og þið vitið þá er Khabib MMA-bardagamður. Ef Floyd væri tilbúinn að koma og keppa í MMA, til að tapa illa, þá væri það ekkert vandamál,“ sagði Ali Abdelaziz í samtali við TMZ. MMA Box Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sjá meira
Khabib Nurmagomedov á að hafa verið boðnir hundrað milljón Bandaríkjadala fyrir að stíga inn í hnefaleikahringinn á móti Floyd Mayweather en það gerir meira en 12,7 milljarða íslenskra króna. Dana White, yfirmaður UFC, á einnig að hafa gefið grænt ljós á bardagann samkvæmt fyrrnefndum umboðsmanni sem heitir Ali Abdelaziz. Khabib Nurmagomedov er hættur að berjast í UFC en hann gaf það út á síðasta ári að hann ætlaði aldrei aftur inn í búrið. Khabib Nurmagomedov offered $100m to box Floyd Mayweather https://t.co/HxgvacLZhJ— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2021 Fráfall föður Khabib Nurmagomedov, sem var einnig þjálfari hans, var sögð aðalástæða fyrir því að hann vildi ekki berjast lengur. Nurmagomedov er enn bara 32 ára gamall og ætti að eiga nokkur góð ár eftir. Faðir hans lést eftir að hafa smitast af kórónuveirunni en síðasti bardagi Khabib Nurmagomedov var á móti Justin Gaethje í lok október síðastliðnum. Nurmagomedov vann Justin Gaethje en það var 29. sigur hans í röð. Hann hefur aldrei tapað í búrinu og er af mörgum talinn vera einn besti UFC-bardagamaður sögunnar. Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather er einnig ósigraður á ferlinum en hann hefur unnið alla fimmtíu boxbardaga sína. Mayweather, sem er orðinn 43 ára, hefur áður keppt við UFC-stjörnu en hann vann Conor McGregor í ágúst 2017. Hann hefur síðan keppt við sparkboxarann Tenshin Nasukawa í sýningarbardaga í Japan og mun keppa við YouTube stjörnuna Logan Paul á næstunni. „Okkur voru boðnar hundrað milljón dollara fyrir að berjast við Floyd Mayweather. Dana White var samþykkur þessu og allir voru klárir í bátana. En eins og þið vitið þá er Khabib MMA-bardagamður. Ef Floyd væri tilbúinn að koma og keppa í MMA, til að tapa illa, þá væri það ekkert vandamál,“ sagði Ali Abdelaziz í samtali við TMZ.
MMA Box Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn