„Fáránlegt“, „heimskulegt“ og „týpískt IHF“ segja dönsku landsliðsmennirnir Anton Ingi Leifsson skrifar 7. janúar 2021 23:00 Henrik Møllgaard er allt annað en sáttur með mótshaldara og alþjóðhandboltasambandið. Jan Christensen/Getty Það fór hrollur um dönsku þjóðina fyrr í vikunni er stærsta stjarna liðsins Mikkel Hansen greindi frá því í síðustu viku að hann íhugaði að gefa ekki kost á sér á HM í Egyptalandi vegna þess hvernig Alþjóðahandboltasambandið ætlaði að tækla mótið. Þrátt fyrir kórónuveiruna, og í flestum löndum er spilað án áhorfenda, verða áhorfendur á mótinu sem hefst í næstu viku. Það fer eftir hversu stórum höllum liðin spila í, hversu mörgum er hleypt inn, en á leikjum Dana geta verið til að mynda þrjú þúsund áhorfendur. Mikkel Hansen virðist þó ætla að spila á mótinu í næstu viku en fleiri leikmenn liðsins hafa tekið undir gagnrýni Hansen. Þar á meðal Henrik Møllgaard sem botnar ekkert í þessari ákvörðun. „Veiran er að fara í allar áttir þegar maður sér hvað er að gerast í heiminum og þá finnst mér það vitlaust að þegar við erum lokaðir inn í búbblunni og megum ekki fara út - að á sama tíma megi koma áhorfendur á leikina,“ sagði Møllgaard og hélt áfram. „Auðvitað er þetta gert til þess að vernda okkur, að loka okkur inni, og það er fínt. En það er fáránlegt að loka okkur frá öllu öðru og svo hleypa fólki inn í hallirnar bara út af því svo að það verði smá stemning og egypska landsliðið fái stuðning. Þetta er svo maður segi sem minnst; heimskulegt.“ „Það er skrýtið að við erum lokaðir inn í búbblunni og megum ekki fara í sturtu eftir leikina og það eru allar mögulegar reglur. Við eigum að drífa okkur aftur á hótelið en það sitja þrjú þúsund áhorfendur í höllinni. Af hverju getum við þá ekki bara farið í sturtu í höllinni? Þetta gengur ekki upp.“ Morten Olsen er einn af leikmönnum danska liðsins sem hefur fengið kórónuveiruna og er því ekki stressaður að næla sér í veiruna, á nýjan leik í Egyptalandi, en hann skilur vel samherja sína. „Persónulega finnst mér þetta týpískt IHF. Mér finnst yfirleitt að það sem kemur frá IHF er dálítið fáránlegt. En við getum ekki gert svo mikið því það er erfitt að brjóta niður þeirra völd. Maður getur þó vonað að það gerist eitthvað í þessu sambandi svo að það verði meira vit í hlutunum,“ sagði Olsen. HM 2021 í handbolta Danski handboltinn Tengdar fréttir Leyfa fimmtánhundruð áhorfendur á leikjum Íslands Egyptar hafa ákveðið að leyfa áhorfendur á leikjunum á heimsmeistaramótinu í handbolta, þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. 5. janúar 2021 13:31 Danski landsliðsþjálfarinn segir að Hansen verði með á HM Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, er viss um að Mikkel Hansen verði með á HM í Egyptalandi þótt stórskyttan hafi lýst því yfir að hann sé enn að íhuga að spila ekki á mótinu. 5. janúar 2021 12:30 Íhugar að hætta við HM vegna áhorfenda Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen segist enn íhuga að hætta við að fara á HM í Egyptalandi vegna hugmynda mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. 4. janúar 2021 15:00 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Leik lokið: Haukar - Fram 20-28 | Framkonur öflugar Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Þrátt fyrir kórónuveiruna, og í flestum löndum er spilað án áhorfenda, verða áhorfendur á mótinu sem hefst í næstu viku. Það fer eftir hversu stórum höllum liðin spila í, hversu mörgum er hleypt inn, en á leikjum Dana geta verið til að mynda þrjú þúsund áhorfendur. Mikkel Hansen virðist þó ætla að spila á mótinu í næstu viku en fleiri leikmenn liðsins hafa tekið undir gagnrýni Hansen. Þar á meðal Henrik Møllgaard sem botnar ekkert í þessari ákvörðun. „Veiran er að fara í allar áttir þegar maður sér hvað er að gerast í heiminum og þá finnst mér það vitlaust að þegar við erum lokaðir inn í búbblunni og megum ekki fara út - að á sama tíma megi koma áhorfendur á leikina,“ sagði Møllgaard og hélt áfram. „Auðvitað er þetta gert til þess að vernda okkur, að loka okkur inni, og það er fínt. En það er fáránlegt að loka okkur frá öllu öðru og svo hleypa fólki inn í hallirnar bara út af því svo að það verði smá stemning og egypska landsliðið fái stuðning. Þetta er svo maður segi sem minnst; heimskulegt.“ „Það er skrýtið að við erum lokaðir inn í búbblunni og megum ekki fara í sturtu eftir leikina og það eru allar mögulegar reglur. Við eigum að drífa okkur aftur á hótelið en það sitja þrjú þúsund áhorfendur í höllinni. Af hverju getum við þá ekki bara farið í sturtu í höllinni? Þetta gengur ekki upp.“ Morten Olsen er einn af leikmönnum danska liðsins sem hefur fengið kórónuveiruna og er því ekki stressaður að næla sér í veiruna, á nýjan leik í Egyptalandi, en hann skilur vel samherja sína. „Persónulega finnst mér þetta týpískt IHF. Mér finnst yfirleitt að það sem kemur frá IHF er dálítið fáránlegt. En við getum ekki gert svo mikið því það er erfitt að brjóta niður þeirra völd. Maður getur þó vonað að það gerist eitthvað í þessu sambandi svo að það verði meira vit í hlutunum,“ sagði Olsen.
HM 2021 í handbolta Danski handboltinn Tengdar fréttir Leyfa fimmtánhundruð áhorfendur á leikjum Íslands Egyptar hafa ákveðið að leyfa áhorfendur á leikjunum á heimsmeistaramótinu í handbolta, þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. 5. janúar 2021 13:31 Danski landsliðsþjálfarinn segir að Hansen verði með á HM Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, er viss um að Mikkel Hansen verði með á HM í Egyptalandi þótt stórskyttan hafi lýst því yfir að hann sé enn að íhuga að spila ekki á mótinu. 5. janúar 2021 12:30 Íhugar að hætta við HM vegna áhorfenda Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen segist enn íhuga að hætta við að fara á HM í Egyptalandi vegna hugmynda mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. 4. janúar 2021 15:00 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Leik lokið: Haukar - Fram 20-28 | Framkonur öflugar Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Leyfa fimmtánhundruð áhorfendur á leikjum Íslands Egyptar hafa ákveðið að leyfa áhorfendur á leikjunum á heimsmeistaramótinu í handbolta, þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. 5. janúar 2021 13:31
Danski landsliðsþjálfarinn segir að Hansen verði með á HM Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, er viss um að Mikkel Hansen verði með á HM í Egyptalandi þótt stórskyttan hafi lýst því yfir að hann sé enn að íhuga að spila ekki á mótinu. 5. janúar 2021 12:30
Íhugar að hætta við HM vegna áhorfenda Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen segist enn íhuga að hætta við að fara á HM í Egyptalandi vegna hugmynda mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. 4. janúar 2021 15:00