Ramsey fór með hlutverk hinnar hæversku Laverne Hooks í Police Academy frá árinu 1984. Hún fór einnig með sama hlutverk í fimm framhaldsmyndum sem fylgdu.
Ramsey fæddist í Fíladelfíu og hóf leiklistarferil sinn á Broadway á áttunda áratugnum þar sem hún fór meðal annars með hlutverk í uppsetningum á Hello, Dolly og Eubie.
Síðasta kvikmyndahlutverk Ramsey var í kvikmyndinni When I Sing frá árinu 2018.