„Nauðsynlegt að byggja nýjan Laugardalsvöll“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2021 12:00 Snævi þakinn Laugardalsvöllur. vísir/egill Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vonast til að byrjað verði að spila á nýjum Laugardalsvelli á allra næstu árum. Í nóvember á síðasta ári bárust fréttir af því að ríkisstjórn Íslands hefði hafið viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref vegna byggingar nýs Laugardalsvallar. Í úttekt breska ráðgjafafyrirtækisins AFL kom fram að besta heildarniðurstaðan væri að byggja fimmtán þúsund manna leikvang með opnanlegu þaki. Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra íþróttamála, sagðist vonast til að nýr Laugardalsvöllur myndi rísa innan fimm ára. Guðni var gestur Hjörvars Hafliðasonar í hlaðvarpinu Dr. Football þar sem hann ræddi meðal annars um nýjan Laugardalsvöll. Hann vonast til að fyrsti leikur á honum fari fram eftir tvö ár. „Fyrsti leikur, eigum við ekki að segja 2023. Við náum því,“ sagði Guðni í nokkuð léttum dúr. Margt þarf þó að gerast áður en framkvæmdir við nýja völlinn hefjast. „Við erum í lokafasa með að taka ákvörðun með þetta. Næstu skref eru að gera markaðskönnun á rekstri vallarins, hver myndi reka hann og með hvaða hætti. Það skiptir máli, það þarf ekki bara að byggja völlinn heldur verður að reka hann. Í kjölfarið væri svo hægt að setja völlinn í útboð,“ sagði Guðni. Honum hugnast best að reisa völl með færanlegu þaki svo hægt verði að spila að vetri til á honum. Ástand Laugardalsvallar kemur meðal annars í veg fyrir að Ísland geti byrjað og endað undankeppnir á heimavelli. „Það er svo nauðsynlegt að byggja þennan völl. Við megum ekki spila vetrarleiki í mars og nóvember hér og því þurfa við alltaf að byrja og enda riðlakeppnir á útivöllum,“ sagði Guðni en fyrstu þrír leikir íslenska karlalandsliðsins í undankeppni HM 2022 eru á útivelli. Íslenski boltinn KSÍ Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Í nóvember á síðasta ári bárust fréttir af því að ríkisstjórn Íslands hefði hafið viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref vegna byggingar nýs Laugardalsvallar. Í úttekt breska ráðgjafafyrirtækisins AFL kom fram að besta heildarniðurstaðan væri að byggja fimmtán þúsund manna leikvang með opnanlegu þaki. Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra íþróttamála, sagðist vonast til að nýr Laugardalsvöllur myndi rísa innan fimm ára. Guðni var gestur Hjörvars Hafliðasonar í hlaðvarpinu Dr. Football þar sem hann ræddi meðal annars um nýjan Laugardalsvöll. Hann vonast til að fyrsti leikur á honum fari fram eftir tvö ár. „Fyrsti leikur, eigum við ekki að segja 2023. Við náum því,“ sagði Guðni í nokkuð léttum dúr. Margt þarf þó að gerast áður en framkvæmdir við nýja völlinn hefjast. „Við erum í lokafasa með að taka ákvörðun með þetta. Næstu skref eru að gera markaðskönnun á rekstri vallarins, hver myndi reka hann og með hvaða hætti. Það skiptir máli, það þarf ekki bara að byggja völlinn heldur verður að reka hann. Í kjölfarið væri svo hægt að setja völlinn í útboð,“ sagði Guðni. Honum hugnast best að reisa völl með færanlegu þaki svo hægt verði að spila að vetri til á honum. Ástand Laugardalsvallar kemur meðal annars í veg fyrir að Ísland geti byrjað og endað undankeppnir á heimavelli. „Það er svo nauðsynlegt að byggja þennan völl. Við megum ekki spila vetrarleiki í mars og nóvember hér og því þurfa við alltaf að byrja og enda riðlakeppnir á útivöllum,“ sagði Guðni en fyrstu þrír leikir íslenska karlalandsliðsins í undankeppni HM 2022 eru á útivelli.
Íslenski boltinn KSÍ Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira