Pedro Obiang fékk rautt spjald í uppbótartíma fyrri hálfleiks og þurftu Sassuolo að spila manni færri allan seinni hálfleik.
Danilo kom Juventus yfir með glæsilegu skoti fyrir utan teig á 50. mínútu og héldu flestir þá að þetta væri komið hjá Juventus.
Sassuolo gáfust þó ekki upp og Gregoire Defrel jafnaði metin á 58. mínútu með frábærum tilþrifum.
Sassuolo var betri aðilinn í leiknum eftir jöfnunarmarkið og voru líklegri til að skora þangað til Aaron Ramsey kom Juventus yfir á nýjan leik á 82. mínútu. Það var síðan enginn annar en Cristiano Ronaldo sem gulltryggði sigurinn með marki í uppbótartíma.
Juventus er núna í 4. sæti með 33 stig, sjö stigum á eftir toppliði Milan með leik til góða. Sassuolo er í 7. sæti með 29 stig.