„Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ einnig upplýsingagjafi um árabil Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2021 12:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk um árabil upplýsingar frá aðila í undirheiminum sem lögreglumenn telja að hafi sjálfur verið afar stórtækur, jafnvel barón, í fíkniefnaheiminum á Íslandi. Vísir/Vilhelm Rúmlega fertugur karlmaður sem rannsóknarlögreglumenn grunar að hafi verið stórtækur í fíkniefnaheiminum í vel á annan áratug, var einn helsti upplýsingagjafi lögreglu um árabil. Þetta kemur fram í rannsóknargögnum lögreglu sem lekið var á netið og til fjölmiðla á föstudag. Einn lögreglumaður segir upplýsingagjafann „langstærsta fíkniefnabaróninn á Íslandi“. Um er að ræða rannsóknargögn í máli lögreglufulltrúa hvers heilindi átta lögreglumenn efuðust um. Gögnunum virðist hafa verið lekið af óvildarmanni upplýsingagjafans. Óvildarmaðurinn fullyrðir að hann hafi um árabil fengið friðhelgi frá yfirvöldum við vinnu sína í undirheimum. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sagði við fréttastofu Ríkisútvarpsins í gær að lekinn á gögnunum sé til skoðunar hjá embættinu. Gögnin eru ítarleg en þar má meðal annars finna vitnisburð fjölda lögreglumanna, núverandi og fyrrverandi, þar sem þeir tjá sig um grun sinn um óeðlilegt samband lögreglufulltrúans og upplýsingagjafans. Voru nefnd dæmi um rannsóknir og aðgerðir sem tóku skringilegum breytingum sem þeir tengdu við aðkomu lögreglufulltrúans að málinu. Má merkja af frásögnum þeirra að þeir töldu stundum að verið væri að afvegaleiða þá við rannsóknir á upplýsingagjafanum. Héraðssaksóknari komst að lokum að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til þess að lögreglufulltrúinn væri spilltur. Hótað eða af fúsum og frjálsum vilja? Af gögnunum má ráða að enginn vafi sé á því að undirheimamaðurinn var upplýsingagjafi. Bæði segir hann það sjálfur og sömuleiðis lögreglufulltrúinn og rannsóknarlögreglumaður en þeir tveir sáu um bein samskipti við upplýsingagjafann. Hins vegar greinir þá mjög um upphaf þess að upplýsingasambandið komst á. Upplýsingagjafinn segist hafa hitt lögreglufulltrúann á strippbúllunni Goldfinger í Kópavogi árið 2005. Þar hafi lögreglufulltrúinn sagt honum að hitta sig nokkrum dögum síðar, annars væri hann í djúpum skít. Upplýsingagjafinn segist í framhaldinu hafa sætt hlerunum í hátt í ár áður en hann hafi gefið eftir og byrjað að veita þeim upplýsingar. Upplýsingagjafinn var að ljúka gæsluvarðhaldi þegar hann veitti fyrst upplýsingar. Hann segist hafa látið undan hótunum og hlerunum lögreglufulltrúans. Lögreglufulltrúinn og rannsóknarlögreglumaður segja upplýsingagjafann hafa haft frumkvæði að sambandinu.Vísir/Vilhelm Lögreglufulltrúinn hafði aðra sögu að segja. Hann hafi fengið símtal frá Litla-Hrauni þar sem hann og rannsóknarlögreglumaðurinn voru saman í bíl. Skilaboðin hafi verið þau að undirheimamaðurinn hafi viljað koma á framfæri upplýsingum. Þeir hafi farið til Ásgeirs Karlssonar, þáverandi yfirmanns fíkniefnadeildar, og greint honum frá símtalinu. Rannsóknarlögreglumaðurinn segir þá svo hafa sótt undirheimamanninn á Litla-Hraun, þar sem hann var að ljúka gæsluvarðhaldi, og ekið honum þeim. Þarna hafi upplýsingagjöfin byrjað. Fíkniefnadeild lögreglu, sem í dag er hluti af miðlægri rannsóknardeild, hélt ekki utan um samskipti lögreglu við upplýsingagjafa fyrr en kerfi var komið á fót árið 2009. Því eru engin samskipti skráð á þeim árum. Í gögnunum kemur fram að frá 2009 til 2016 hafi 193 samskipti lögreglu við upplýsingagjafann verið skráð í upplýsingakerfinu. Lögreglufulltrúinn vísaði í vitnisburði sínum til þess að árangur af upplýsingasambandinu hefði verið mjög góður. Átta efuðust um heilindi lögreglufulltrúans Af gögnunum má ráða að með árunum hafi byggst upp grunsemdir meðal lögreglumanna að upplýsingagjafinn væri á einhvers konar sérsamningi hjá lögreglunni, við téðan lögreglufulltrúa. Fannst þeim aðgerðir endurtekið fara forgörðum og má lesa úr gögnunum að þá grunaði að upplýsingagjafinn fengi ábendingar frá lögreglu. Lögreglufulltrúinn gegndi yfirmannsstöðu í upplýsingadeild og fíkniefnadeild í nokkurn tíma. Þannig fór hann með upplýsingar sem uppljóstrarar komu með til lögreglu og hafði á sama tíma ákvörðunarvald um það hvaða aðilar og mál væru tekin til rannsóknar. Sömuleiðis hvaða mál væri ekki ástæða til að skoða frekar. Fór svo að árið 2015 leituðu lögreglumenn úr fíkniefnadeild til Ásgeirs Karlssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra og fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar vegna áhyggja sinna. Í vitnisburði Ásgeirs, sem finna má í gögnunum, kemur fram að lögreglumennirnir hafi fengið slæmar móttökur hjá yfirmönnum sínum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar þeir höfðu áður gert athugasemdir vegna málsins. Fóru þeir þannig fram hjá yfirmönnum sínum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir mat frásagnir lögreglumannanna það alvarlegar að hann upplýsti Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, Harald Johannessen ríkislögreglustjóra, Jón Bjartmarz yfirlögregluþjón hjá ríkislögreglustjóra og Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara um frásagnir lögreglumannanna. Málið fellt niður og bætur til lögreglufulltrúans Úr varð að héraðssaksóknara var falið að gera rannsókn þar sem tveir lögreglumenn yfirheyrðu stóran hóp lögreglumanna, lögreglufulltrúann auk þess sem upplýsingagjafinn gaf skýrslu. Héraðssaksóknari rekur í skýrslu sinni 22 tilvik sem lögreglumenn tíndu til vegna grunsemda á hendur lögreglufulltrúanum. Þá var tölvupóstur lögreglufulltrúans skoðaður og bankareikningar hans og eiginkonu. Var niðurstaða héraðssaksóknara sú að það sem fram hefði komið við rannsóknina væri ekki nægilegt eða líklegt til sakfellingar. Málið var fellt niður. Lögreglufulltrúinn höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu en honum hafði verið vikið frá störfum á meðan rannsóknin fór fram. Honum voru dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur. Hittust þeir einir? Í minnisblaði lögreglufulltrúans frá 9. nóvember 2011, sem vísað er til í gögnunum, er rætt um upplýsingasambandið. Lögreglufulltrúinn segir sambandið einhliða því upplýsingagjafinn fái ekki greitt og enga greiða á móti. Hann telji ástæðu þess að undirheimamaðurinn veiti þeim upplýsingar vera þá að hann vilji beina athygli frá sér og yfir á keppinauta. Þá finnist honum þetta spennandi. Auk þess kemur fram í minnisblaði lögreglufulltrúans að samskipti þeirra við upplýsingagjafann séu óheimil samkvæmt reglum um samskipti við upplýsingagjafa. Í reglunum sagði að lögregla mætti ekki vera í upplýsingasambandi við virka afbrotamenn. Reglunum var í framhaldinu breytt sem heimiluðu slík samskipti. Þá hafði upplýsingasambandið verið við lýði í fimm ár. Samskiptunum er lýst þannig að upplýsingagjafinn hafi einfaldlega hringt í lögreglufulltrúann með ábendingar og svo hitt hann og oftast félaga hans á bílastæðum á höfuðborgarsvæðinu. „Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ Skýrslur lögreglumanna veita áhugaveðra innsýn í hugarheim þeirra og hvaða augum þeir líta upplýsingagjafann. Einn sagði hann hafa gefið réttar upplýsingar sem skiluðu góðum málum. Oftar en einu sinni hefðu vinir hans tekið á sig sökina í málum á hendur honum. Annar sagði að upplýsingagjafinn „væri langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ og „allir sem starfa við fíkniefnarannsóknir viti það og þann orðróm að hann njóti verndar.“ Kókaín er meðal fíkniefna sem flutt hefur verið inn til Íslands undanfarna áratugi. Karl Steinar Valsson, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar sem var meðvitaður um upplýsingasambandið sagði að á þeim tíma sem hann var samþykktur sem upplýsingagjafi hafi verið lítið af upplýsingum um hann í málaskrárkerfi lögreglu, LÖKE. Þeir Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason, yfirmenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafi allir verið meðvitaðir um að þeir væru að vinna með honum. Rétt er að taka fram að á þeim tíma hafði upplýsingagjafinn fengið þriggja ára dóm fyrir fíkniefnainnflutning og var grunaður höfuðpaur í öðru fíknefnamáli. Þá átti hann vægari dóma að baki. Yfirmaðurinn skoðaði ásakanirnar Vísir fjallaði á sínum tíma um fund sem Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, hélt með samstarfsmönnum lögreglufulltrúans og undirmönnum sínum í ársbyrjun 2012. Var boðað til fundarins þar sem ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum höfðu verið háværar. Samkvæmt heimildum Vísis var það skilningur lögreglumanna á fundinum að Karl Steinar hefði fullyrt að búið væri að rannsaka ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum. Þær ættu ekki við rök að styðjast. Menn ættu að hætta að ræða þær og einbeita sér að vinnu sinni. Í rannsóknargögnunum var Karl Steinar spurður út í fundinn. Hann sagðist hafa viljað að menn vissu að skoðun hefði farið fram, hann hefði viljað slá á þá umræðu. Hann hafi verið þreyttur á bollaleggingum um eitthvað sem þeir höfðu enga vitneskju um. Karl Steinar sagði í viðtali við Fréttablaðið árið 2016 að ákvarðanir um formlega rannsókn mála hafi ekki verið hans að taka, heldur þáverandi yfirmanna Karls, Friðriks Smára Björgvinssonar, þáverandi yfirlögregluþjóns og Jóns. Jón H.B. Snorrason, þá aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í framhaldinu að Karl Steinar hefði sjálfur komist að þessari niðurstöðu. Hún hefði verið afdráttarlaus. Karl Steinar var yfirmaður lögreglufulltrúans og unnu þeir náið saman. „Í þessari greinargerð kemst Karl Steinar m.a. að þeirri niðurstöðu að það sé ekkert sem renni stoðum undir sögusagnir um að lögreglufulltrúi sem um ræðir fari ekki að reglum og fyrirmælum og það sé alls engin ástæða til þess að vantreysta honum í því starfi sem hann gegndi þá og til skamms tíma,“ sagði Jón við Vísi. Lögreglan Leki og spilling í lögreglu Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Um er að ræða rannsóknargögn í máli lögreglufulltrúa hvers heilindi átta lögreglumenn efuðust um. Gögnunum virðist hafa verið lekið af óvildarmanni upplýsingagjafans. Óvildarmaðurinn fullyrðir að hann hafi um árabil fengið friðhelgi frá yfirvöldum við vinnu sína í undirheimum. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sagði við fréttastofu Ríkisútvarpsins í gær að lekinn á gögnunum sé til skoðunar hjá embættinu. Gögnin eru ítarleg en þar má meðal annars finna vitnisburð fjölda lögreglumanna, núverandi og fyrrverandi, þar sem þeir tjá sig um grun sinn um óeðlilegt samband lögreglufulltrúans og upplýsingagjafans. Voru nefnd dæmi um rannsóknir og aðgerðir sem tóku skringilegum breytingum sem þeir tengdu við aðkomu lögreglufulltrúans að málinu. Má merkja af frásögnum þeirra að þeir töldu stundum að verið væri að afvegaleiða þá við rannsóknir á upplýsingagjafanum. Héraðssaksóknari komst að lokum að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til þess að lögreglufulltrúinn væri spilltur. Hótað eða af fúsum og frjálsum vilja? Af gögnunum má ráða að enginn vafi sé á því að undirheimamaðurinn var upplýsingagjafi. Bæði segir hann það sjálfur og sömuleiðis lögreglufulltrúinn og rannsóknarlögreglumaður en þeir tveir sáu um bein samskipti við upplýsingagjafann. Hins vegar greinir þá mjög um upphaf þess að upplýsingasambandið komst á. Upplýsingagjafinn segist hafa hitt lögreglufulltrúann á strippbúllunni Goldfinger í Kópavogi árið 2005. Þar hafi lögreglufulltrúinn sagt honum að hitta sig nokkrum dögum síðar, annars væri hann í djúpum skít. Upplýsingagjafinn segist í framhaldinu hafa sætt hlerunum í hátt í ár áður en hann hafi gefið eftir og byrjað að veita þeim upplýsingar. Upplýsingagjafinn var að ljúka gæsluvarðhaldi þegar hann veitti fyrst upplýsingar. Hann segist hafa látið undan hótunum og hlerunum lögreglufulltrúans. Lögreglufulltrúinn og rannsóknarlögreglumaður segja upplýsingagjafann hafa haft frumkvæði að sambandinu.Vísir/Vilhelm Lögreglufulltrúinn hafði aðra sögu að segja. Hann hafi fengið símtal frá Litla-Hrauni þar sem hann og rannsóknarlögreglumaðurinn voru saman í bíl. Skilaboðin hafi verið þau að undirheimamaðurinn hafi viljað koma á framfæri upplýsingum. Þeir hafi farið til Ásgeirs Karlssonar, þáverandi yfirmanns fíkniefnadeildar, og greint honum frá símtalinu. Rannsóknarlögreglumaðurinn segir þá svo hafa sótt undirheimamanninn á Litla-Hraun, þar sem hann var að ljúka gæsluvarðhaldi, og ekið honum þeim. Þarna hafi upplýsingagjöfin byrjað. Fíkniefnadeild lögreglu, sem í dag er hluti af miðlægri rannsóknardeild, hélt ekki utan um samskipti lögreglu við upplýsingagjafa fyrr en kerfi var komið á fót árið 2009. Því eru engin samskipti skráð á þeim árum. Í gögnunum kemur fram að frá 2009 til 2016 hafi 193 samskipti lögreglu við upplýsingagjafann verið skráð í upplýsingakerfinu. Lögreglufulltrúinn vísaði í vitnisburði sínum til þess að árangur af upplýsingasambandinu hefði verið mjög góður. Átta efuðust um heilindi lögreglufulltrúans Af gögnunum má ráða að með árunum hafi byggst upp grunsemdir meðal lögreglumanna að upplýsingagjafinn væri á einhvers konar sérsamningi hjá lögreglunni, við téðan lögreglufulltrúa. Fannst þeim aðgerðir endurtekið fara forgörðum og má lesa úr gögnunum að þá grunaði að upplýsingagjafinn fengi ábendingar frá lögreglu. Lögreglufulltrúinn gegndi yfirmannsstöðu í upplýsingadeild og fíkniefnadeild í nokkurn tíma. Þannig fór hann með upplýsingar sem uppljóstrarar komu með til lögreglu og hafði á sama tíma ákvörðunarvald um það hvaða aðilar og mál væru tekin til rannsóknar. Sömuleiðis hvaða mál væri ekki ástæða til að skoða frekar. Fór svo að árið 2015 leituðu lögreglumenn úr fíkniefnadeild til Ásgeirs Karlssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra og fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar vegna áhyggja sinna. Í vitnisburði Ásgeirs, sem finna má í gögnunum, kemur fram að lögreglumennirnir hafi fengið slæmar móttökur hjá yfirmönnum sínum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar þeir höfðu áður gert athugasemdir vegna málsins. Fóru þeir þannig fram hjá yfirmönnum sínum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir mat frásagnir lögreglumannanna það alvarlegar að hann upplýsti Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, Harald Johannessen ríkislögreglustjóra, Jón Bjartmarz yfirlögregluþjón hjá ríkislögreglustjóra og Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara um frásagnir lögreglumannanna. Málið fellt niður og bætur til lögreglufulltrúans Úr varð að héraðssaksóknara var falið að gera rannsókn þar sem tveir lögreglumenn yfirheyrðu stóran hóp lögreglumanna, lögreglufulltrúann auk þess sem upplýsingagjafinn gaf skýrslu. Héraðssaksóknari rekur í skýrslu sinni 22 tilvik sem lögreglumenn tíndu til vegna grunsemda á hendur lögreglufulltrúanum. Þá var tölvupóstur lögreglufulltrúans skoðaður og bankareikningar hans og eiginkonu. Var niðurstaða héraðssaksóknara sú að það sem fram hefði komið við rannsóknina væri ekki nægilegt eða líklegt til sakfellingar. Málið var fellt niður. Lögreglufulltrúinn höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu en honum hafði verið vikið frá störfum á meðan rannsóknin fór fram. Honum voru dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur. Hittust þeir einir? Í minnisblaði lögreglufulltrúans frá 9. nóvember 2011, sem vísað er til í gögnunum, er rætt um upplýsingasambandið. Lögreglufulltrúinn segir sambandið einhliða því upplýsingagjafinn fái ekki greitt og enga greiða á móti. Hann telji ástæðu þess að undirheimamaðurinn veiti þeim upplýsingar vera þá að hann vilji beina athygli frá sér og yfir á keppinauta. Þá finnist honum þetta spennandi. Auk þess kemur fram í minnisblaði lögreglufulltrúans að samskipti þeirra við upplýsingagjafann séu óheimil samkvæmt reglum um samskipti við upplýsingagjafa. Í reglunum sagði að lögregla mætti ekki vera í upplýsingasambandi við virka afbrotamenn. Reglunum var í framhaldinu breytt sem heimiluðu slík samskipti. Þá hafði upplýsingasambandið verið við lýði í fimm ár. Samskiptunum er lýst þannig að upplýsingagjafinn hafi einfaldlega hringt í lögreglufulltrúann með ábendingar og svo hitt hann og oftast félaga hans á bílastæðum á höfuðborgarsvæðinu. „Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ Skýrslur lögreglumanna veita áhugaveðra innsýn í hugarheim þeirra og hvaða augum þeir líta upplýsingagjafann. Einn sagði hann hafa gefið réttar upplýsingar sem skiluðu góðum málum. Oftar en einu sinni hefðu vinir hans tekið á sig sökina í málum á hendur honum. Annar sagði að upplýsingagjafinn „væri langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ og „allir sem starfa við fíkniefnarannsóknir viti það og þann orðróm að hann njóti verndar.“ Kókaín er meðal fíkniefna sem flutt hefur verið inn til Íslands undanfarna áratugi. Karl Steinar Valsson, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar sem var meðvitaður um upplýsingasambandið sagði að á þeim tíma sem hann var samþykktur sem upplýsingagjafi hafi verið lítið af upplýsingum um hann í málaskrárkerfi lögreglu, LÖKE. Þeir Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason, yfirmenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafi allir verið meðvitaðir um að þeir væru að vinna með honum. Rétt er að taka fram að á þeim tíma hafði upplýsingagjafinn fengið þriggja ára dóm fyrir fíkniefnainnflutning og var grunaður höfuðpaur í öðru fíknefnamáli. Þá átti hann vægari dóma að baki. Yfirmaðurinn skoðaði ásakanirnar Vísir fjallaði á sínum tíma um fund sem Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, hélt með samstarfsmönnum lögreglufulltrúans og undirmönnum sínum í ársbyrjun 2012. Var boðað til fundarins þar sem ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum höfðu verið háværar. Samkvæmt heimildum Vísis var það skilningur lögreglumanna á fundinum að Karl Steinar hefði fullyrt að búið væri að rannsaka ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum. Þær ættu ekki við rök að styðjast. Menn ættu að hætta að ræða þær og einbeita sér að vinnu sinni. Í rannsóknargögnunum var Karl Steinar spurður út í fundinn. Hann sagðist hafa viljað að menn vissu að skoðun hefði farið fram, hann hefði viljað slá á þá umræðu. Hann hafi verið þreyttur á bollaleggingum um eitthvað sem þeir höfðu enga vitneskju um. Karl Steinar sagði í viðtali við Fréttablaðið árið 2016 að ákvarðanir um formlega rannsókn mála hafi ekki verið hans að taka, heldur þáverandi yfirmanna Karls, Friðriks Smára Björgvinssonar, þáverandi yfirlögregluþjóns og Jóns. Jón H.B. Snorrason, þá aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í framhaldinu að Karl Steinar hefði sjálfur komist að þessari niðurstöðu. Hún hefði verið afdráttarlaus. Karl Steinar var yfirmaður lögreglufulltrúans og unnu þeir náið saman. „Í þessari greinargerð kemst Karl Steinar m.a. að þeirri niðurstöðu að það sé ekkert sem renni stoðum undir sögusagnir um að lögreglufulltrúi sem um ræðir fari ekki að reglum og fyrirmælum og það sé alls engin ástæða til þess að vantreysta honum í því starfi sem hann gegndi þá og til skamms tíma,“ sagði Jón við Vísi.
Lögreglan Leki og spilling í lögreglu Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira