Úganda: Áhyggjur af versnandi stöðu mannréttinda í aðdraganda kosninga Heimsljós 11. janúar 2021 11:13 Skrifstofa mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna segir mörg dæmi um brot á mannréttindum í Úganda í aðdraganda kosninga sem munu fara fram í vikunni. Skrifstofa mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) hvetur að gefnu tilefni stjórnvöld í Úganda til þess að tryggja frjálsar og friðsamlegar kosningar í vikunni. Í erindinu eru sérstaklega nefndar handtökur frambjóðenda stjórnarandstöðunnar og stuðningsmanna þeirra, auk annarra alvarlegra tilvika í aðdraganda kosninganna. „Við höfum verulegar áhyggjur af versnandi stöðu mannréttinda í Úganda fyrir þing- og forsetakosningar sem fyrirhugaðar eru 14. janúar,“ segir Ravina Shamdasani upplýsingafulltrúi OHCHR og bætir við að áhyggjurnar snúist ekki einvörðungu um kosningadaginn heldur það sem við taki eftir kosningar. Ellefu einstaklingar bjóða sig fram gegn Yoweri Museveni sitjandi forseta sem hefur verið við völd síðastliðin 35 ár, lengur en nokkur annar þjóðhöfðingi í heiminum. Helsti keppinautur hans er leiðtogi stjórnarandstöðunnar og vinsæll reggísöngvari, Bobi Wine, sem heitir raunar Robert Kyagulanyi. Skrifstofa mannréttindafulltrúans segir mörg dæmi um brot á mannréttindum í aðdraganda kosninganna, meðal annars handahófskenndar handtökur, stofufangelsi og pyntingar. Að minnsta kosti 55 einstaklingar létu lífið í átökum og mótmælum dagana 18. og 20. nóvember á síðasta ári en þá hafði Bobi Wine verið handtekinn ásamt Patrick Oboi Amuriat, öðrum leiðtoga stjórnarandstöðuflokks. Ravina Shamdasani segir að Bobi Wine hafi ítrekað verið meint að halda kosningafundi og Oboi Amuriat hafi verið handtekinn á kosningaferðalagi á dögunum og leystur úr haldi gegn tryggingu síðdegis sama dag. Þá lúskri öryggissveitir oft á fréttamönnum sem fjalli um kosningafundi stjórnarandstöðuflokka. Einnig eru sögð brögð að því að samkomutakmarkanir vegna COVID-19 séu rýmri þegar stjórnvöld halda fundi en í tilvikum stjórnarandstöðunnar. „Þetta eykur á áhyggjur og bendir til að COVID-19 aðgerðir séu notaðar sem ástæða til að takmarka frelsi almennings og stjórnmálaþátttöku í aðdraganda kosninga. Við höfum einnig áhyggjur af því að mismunun við framkvæmd slíkra takmarkana hafi leitt til ofbeldis, handahófskenndrar handtöku og farbanns og dæmi eru um pyntingar og illa meðferð af hálfu öryggissveita,“ segir Shamdasani. Ísland gerði samkomulag síðla árs í fyrra við skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) um stuðning við starf hennar fyrir bættum mannréttindum í heiminum. Úganda er annað tveggja samstarfsríkja Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Úganda Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent
Skrifstofa mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) hvetur að gefnu tilefni stjórnvöld í Úganda til þess að tryggja frjálsar og friðsamlegar kosningar í vikunni. Í erindinu eru sérstaklega nefndar handtökur frambjóðenda stjórnarandstöðunnar og stuðningsmanna þeirra, auk annarra alvarlegra tilvika í aðdraganda kosninganna. „Við höfum verulegar áhyggjur af versnandi stöðu mannréttinda í Úganda fyrir þing- og forsetakosningar sem fyrirhugaðar eru 14. janúar,“ segir Ravina Shamdasani upplýsingafulltrúi OHCHR og bætir við að áhyggjurnar snúist ekki einvörðungu um kosningadaginn heldur það sem við taki eftir kosningar. Ellefu einstaklingar bjóða sig fram gegn Yoweri Museveni sitjandi forseta sem hefur verið við völd síðastliðin 35 ár, lengur en nokkur annar þjóðhöfðingi í heiminum. Helsti keppinautur hans er leiðtogi stjórnarandstöðunnar og vinsæll reggísöngvari, Bobi Wine, sem heitir raunar Robert Kyagulanyi. Skrifstofa mannréttindafulltrúans segir mörg dæmi um brot á mannréttindum í aðdraganda kosninganna, meðal annars handahófskenndar handtökur, stofufangelsi og pyntingar. Að minnsta kosti 55 einstaklingar létu lífið í átökum og mótmælum dagana 18. og 20. nóvember á síðasta ári en þá hafði Bobi Wine verið handtekinn ásamt Patrick Oboi Amuriat, öðrum leiðtoga stjórnarandstöðuflokks. Ravina Shamdasani segir að Bobi Wine hafi ítrekað verið meint að halda kosningafundi og Oboi Amuriat hafi verið handtekinn á kosningaferðalagi á dögunum og leystur úr haldi gegn tryggingu síðdegis sama dag. Þá lúskri öryggissveitir oft á fréttamönnum sem fjalli um kosningafundi stjórnarandstöðuflokka. Einnig eru sögð brögð að því að samkomutakmarkanir vegna COVID-19 séu rýmri þegar stjórnvöld halda fundi en í tilvikum stjórnarandstöðunnar. „Þetta eykur á áhyggjur og bendir til að COVID-19 aðgerðir séu notaðar sem ástæða til að takmarka frelsi almennings og stjórnmálaþátttöku í aðdraganda kosninga. Við höfum einnig áhyggjur af því að mismunun við framkvæmd slíkra takmarkana hafi leitt til ofbeldis, handahófskenndrar handtöku og farbanns og dæmi eru um pyntingar og illa meðferð af hálfu öryggissveita,“ segir Shamdasani. Ísland gerði samkomulag síðla árs í fyrra við skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) um stuðning við starf hennar fyrir bættum mannréttindum í heiminum. Úganda er annað tveggja samstarfsríkja Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Úganda Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent