Mega konur ekki lengur taka ábyrgð á eigin heilsu? Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 11. janúar 2021 15:32 Árið 2019 stóð Krabbameinsfélagið fyrir tilraunaverkefni þar sem konur á aldrinum 23 til 40 ára fengu boð um ókeypis skimun fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstum. Óhætt er að segja að verkefnið hafi gengið framar vonum þar sem þátttaka 23 ára kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini jókst um 132% á milli ára og þátttaka 40 ára kvenna í skimun fyrir brjóstakrabbameini jókst um 124% á milli ára. Þetta framtak Krabbameinsfélagsins var og er lofsvert en nú bregður svo við að hækka á aldursviðmið skimana vegna brjóstakrabbameina úr 40 árum í 50 ár, engin haldbær rök hafa verið sett fram. Það voru að meðaltali 31 kona sem greindist með brjóstakrabbamein á aldrinum 40 – 49 ára á árunum 2015-2019. Það hlýtur að skipta máli, þessar konur skipta máli. Nú á að ríkisvæða forvarnir. Færa á framkvæmdina inn í dýrustu úrræði heilbrigðiskerfisins, sjúkrahúsin. Landspítala er ætlað að skima fyrir brjóstakrabbameinum í samvinnu við sjúkrahúsið á Akureyri. Ef á að finna einhverja rökrétta leið í þessu þá velti ég því fyrir mér af hverju heilsugæslan var ekki valin sem fyrsti viðkomustaður, þar verða skimanir fyrir leghálskrabbameinum. Af hverju er ekki hægt að sjá hagræðið í því fyrir konur að þurfa aðeins á einn stað, af hverju er verið að stefna konum inn á sjúkrahús? Konurnar eru ekki veikar, þær fara í skimun vegna þess að þær vilja taka ábyrgð á eigin heilsu, nær hefði verið að lækka aldurinn niður fyrir 40 árin í stað þess að hækka hann. Ég hef áður skrifað um þá reynslu að greinast með brjóstakrabbamein og ég verð að segja það að þessar fréttir um breytingar á fyrirkomulagi skimana fylla mig mikilli ónotakennd. Mér finnst mjög hæpið að halda því fram að of margar skimanir geri ógagn. Mín saga er sú að ég hafði bókað tíma í brjóstaskoðun en náði aldrei að nýta hann þar sem ég fann allt í einu fyrir einkennum í brjósti sem ágerðust hratt og þremur vikum síðar var ég komin í lyfjameðferð vegna krabbameins sem var dreift, langt gengið, þetta var árið 2011 og ég þá 41 árs. Ég er enn í lyfjameðferð og verð í henni um ókomna tíð. Ég hugsa um konur framtíðarinnar, konur sem ekki hafa náð 50 ára aldri, fá þær aðeins að komast í skimun fyrir brjóstakrabbameinum ef þær finna fyrir einkennum. Þurfa þær þá fyrst að fá tíma hjá heimilislækni til þess að fá tilvísun í klíníska skoðun á vegum LSH? Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu þá er biðtími eftir greiningu 5 – 6 vikur hér á landi sem er með öllu óásættanlegt. Einkenni koma fram þegar meinið er orðið að veruleika, það virðist gleymast í réttlætingunni. Það má aldrei gleymast að brjóstakrabbamein er langalgengasta krabbamein kvenna, hvaða skilaboð er verið að senda? Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2019 stóð Krabbameinsfélagið fyrir tilraunaverkefni þar sem konur á aldrinum 23 til 40 ára fengu boð um ókeypis skimun fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstum. Óhætt er að segja að verkefnið hafi gengið framar vonum þar sem þátttaka 23 ára kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini jókst um 132% á milli ára og þátttaka 40 ára kvenna í skimun fyrir brjóstakrabbameini jókst um 124% á milli ára. Þetta framtak Krabbameinsfélagsins var og er lofsvert en nú bregður svo við að hækka á aldursviðmið skimana vegna brjóstakrabbameina úr 40 árum í 50 ár, engin haldbær rök hafa verið sett fram. Það voru að meðaltali 31 kona sem greindist með brjóstakrabbamein á aldrinum 40 – 49 ára á árunum 2015-2019. Það hlýtur að skipta máli, þessar konur skipta máli. Nú á að ríkisvæða forvarnir. Færa á framkvæmdina inn í dýrustu úrræði heilbrigðiskerfisins, sjúkrahúsin. Landspítala er ætlað að skima fyrir brjóstakrabbameinum í samvinnu við sjúkrahúsið á Akureyri. Ef á að finna einhverja rökrétta leið í þessu þá velti ég því fyrir mér af hverju heilsugæslan var ekki valin sem fyrsti viðkomustaður, þar verða skimanir fyrir leghálskrabbameinum. Af hverju er ekki hægt að sjá hagræðið í því fyrir konur að þurfa aðeins á einn stað, af hverju er verið að stefna konum inn á sjúkrahús? Konurnar eru ekki veikar, þær fara í skimun vegna þess að þær vilja taka ábyrgð á eigin heilsu, nær hefði verið að lækka aldurinn niður fyrir 40 árin í stað þess að hækka hann. Ég hef áður skrifað um þá reynslu að greinast með brjóstakrabbamein og ég verð að segja það að þessar fréttir um breytingar á fyrirkomulagi skimana fylla mig mikilli ónotakennd. Mér finnst mjög hæpið að halda því fram að of margar skimanir geri ógagn. Mín saga er sú að ég hafði bókað tíma í brjóstaskoðun en náði aldrei að nýta hann þar sem ég fann allt í einu fyrir einkennum í brjósti sem ágerðust hratt og þremur vikum síðar var ég komin í lyfjameðferð vegna krabbameins sem var dreift, langt gengið, þetta var árið 2011 og ég þá 41 árs. Ég er enn í lyfjameðferð og verð í henni um ókomna tíð. Ég hugsa um konur framtíðarinnar, konur sem ekki hafa náð 50 ára aldri, fá þær aðeins að komast í skimun fyrir brjóstakrabbameinum ef þær finna fyrir einkennum. Þurfa þær þá fyrst að fá tíma hjá heimilislækni til þess að fá tilvísun í klíníska skoðun á vegum LSH? Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu þá er biðtími eftir greiningu 5 – 6 vikur hér á landi sem er með öllu óásættanlegt. Einkenni koma fram þegar meinið er orðið að veruleika, það virðist gleymast í réttlætingunni. Það má aldrei gleymast að brjóstakrabbamein er langalgengasta krabbamein kvenna, hvaða skilaboð er verið að senda? Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar