Tveir íslenskir strákar á lista yfir leikmennina sem eiga að „bjarga framtíð FCK“ Anton Ingi Leifsson skrifar 12. janúar 2021 07:02 Greinin sem birtist í Ekstra Bladet í desember. skjáskot/ekstra bladet Tveir ungir íslenskir piltar eru á lista Ekstra Bladet í Danmörku yfir þá leikmenn sem eiga að „bjarga framtíð FCK“, eins og stendur í fyrirsögn blaðsins. Gisle Thorsen, blaðamaður á Ekstra Bladet, gerði í desember grein í blað Ekstra Bladet þar sem hann taldi upp tíu leikmenn sem eiga að bjarga framtíð FCK. Á listanum eru tveir íslenskir dengir. Hinn sextán ára gamli Orri Stein Óskarsson af Seltjarnarnesi og hinn sautján ára Hákon Arnar Haraldsson af Akranesi. „Með fimmtán mörk í U17 deildinni er Orri ofarlega á markaskoraralistanum í deildinni. Einungis Oliver Roos í AaB og samherji hans Roony Bardghji hafa skorað jafn mörg mörk,“ stendur um Orra. „Hann fékk þrettán ára sinn fyrsta leik fyrir Gróttu í meistaraflokki og hann hefur síðan í sumar leikið með FCK eftir að hafa heimsótt félagið. Hann er með góða hæð og er fljótur og öflugur markaskorari.“ „Þegar FCK vann FC Midtjylland 8-1 skoraði hann þrjú mörk. Í síðustu viku [í desember] fékk hann sinn fyrsta leik fyrir U19 liðið og skoraði tvisvar. Í gær [í desember] skoraði hann tvisvar er þeir unnu OB 4-2.“ View this post on Instagram A post shared by KB Talent U9-U13 (@kbtalent) Í blaðinu er einnig umsögn um Hákon Arnar sem er lýst sem öflugum sóknarþenkjandi leikmann sem er öflugur með boltann í fótunum. „FCK náði í hinn íslenska Haraldsson á Akranes sumarið 2019. Íslenski sóknarmaðurinn er vanalega á hægri kantinum en er duglegur að koma inn í völlinn til að taka þátt í leiknum.“ „Hann er ekki sterkasti leikmaðurinn en hann er tæknilega góður og getur tengt vel í spili. Hákon Arnar Haraldsson getur tekið þátt í spili í litlum svæðum og kemur af mörkum af og til,“ sagði í greininni. Sá sem er talinn efnilegastur er þó hinn fimmtán ára gamli Roony Bardghji sem hefur vakið afar mikla athygli en hann skrifaði undir sinn fyrsta samning á dögunum. På sin 15-års fødselsdag har det svenske stortalent Roony Bardghji skrevet kontrakt med FCK Talent. Sidste weekend scorede han 4 (!) mål mod FCM i U17-ligaen. Det ene vildere end det andet. Se hans Messi-mål og de tre andre her... 👀😱🔥 #fcklive pic.twitter.com/3JiBrB89ri— F.C. København (@FCKobenhavn) November 15, 2020 Danski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Sjá meira
Gisle Thorsen, blaðamaður á Ekstra Bladet, gerði í desember grein í blað Ekstra Bladet þar sem hann taldi upp tíu leikmenn sem eiga að bjarga framtíð FCK. Á listanum eru tveir íslenskir dengir. Hinn sextán ára gamli Orri Stein Óskarsson af Seltjarnarnesi og hinn sautján ára Hákon Arnar Haraldsson af Akranesi. „Með fimmtán mörk í U17 deildinni er Orri ofarlega á markaskoraralistanum í deildinni. Einungis Oliver Roos í AaB og samherji hans Roony Bardghji hafa skorað jafn mörg mörk,“ stendur um Orra. „Hann fékk þrettán ára sinn fyrsta leik fyrir Gróttu í meistaraflokki og hann hefur síðan í sumar leikið með FCK eftir að hafa heimsótt félagið. Hann er með góða hæð og er fljótur og öflugur markaskorari.“ „Þegar FCK vann FC Midtjylland 8-1 skoraði hann þrjú mörk. Í síðustu viku [í desember] fékk hann sinn fyrsta leik fyrir U19 liðið og skoraði tvisvar. Í gær [í desember] skoraði hann tvisvar er þeir unnu OB 4-2.“ View this post on Instagram A post shared by KB Talent U9-U13 (@kbtalent) Í blaðinu er einnig umsögn um Hákon Arnar sem er lýst sem öflugum sóknarþenkjandi leikmann sem er öflugur með boltann í fótunum. „FCK náði í hinn íslenska Haraldsson á Akranes sumarið 2019. Íslenski sóknarmaðurinn er vanalega á hægri kantinum en er duglegur að koma inn í völlinn til að taka þátt í leiknum.“ „Hann er ekki sterkasti leikmaðurinn en hann er tæknilega góður og getur tengt vel í spili. Hákon Arnar Haraldsson getur tekið þátt í spili í litlum svæðum og kemur af mörkum af og til,“ sagði í greininni. Sá sem er talinn efnilegastur er þó hinn fimmtán ára gamli Roony Bardghji sem hefur vakið afar mikla athygli en hann skrifaði undir sinn fyrsta samning á dögunum. På sin 15-års fødselsdag har det svenske stortalent Roony Bardghji skrevet kontrakt med FCK Talent. Sidste weekend scorede han 4 (!) mål mod FCM i U17-ligaen. Det ene vildere end det andet. Se hans Messi-mål og de tre andre her... 👀😱🔥 #fcklive pic.twitter.com/3JiBrB89ri— F.C. København (@FCKobenhavn) November 15, 2020
Danski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Sjá meira