2021 og hraðari orkuskipti Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 12. janúar 2021 07:30 Á nýju ári er alltaf gott að líta fram á veginn og skoða hvað megi leggja auknar áherslur á. Ofarlega á mínum lista eru þriðju orkuskiptin. Knýja þarf fram orkuskipti í samgöngum, til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum miðað við Parísarsamninginn og ný og efld markmið Íslands um minni losun og aukna kolefnisbindingu. Þessum markmiðum þarf að ná, ekki einungis vegna alþjóðlegra skuldbindinga, heldur vegna þess að við getum það. Þ.e. við getum raunverulega hætt að losa gróðurhúsalofttegundir í samgöngum. Þessu markmiði skal því ná náttúrunnar vegna. Hvatar til að skipta yfir á rafmagnsbíl Nýskráning rafbíla er með hæsta móti, en aldrei hafa fleiri nýir rafbílar verið skráðir hér á landi en í fyrra samkvæmt tölfræði á vef Samgöngustofu. Vöxturinn er gríðarlega jákvæður. Rafmagnsbílar verða með ári hverju meira aðlaðandi kostur fyrir einstaklinga, drægni þeirra hefur aukist til muna og það sama má segja um þægindin. Gripið hefur verið til aðgerða af hálfu ríkisins en skattalegar ívilnanir virka sennilega ekki einar og sér, en geta þó vissulega haft veruleg áhrif og séu ívilnanirnar töluverðar má búast við enn meiri hreyfingu. Stjórnvöld þurfa þó að marka skýrari stefnu um skattalegar ívilnanir til lengri tíma. Aðgengi að hleðslubúnaði Uppbygging hleðslubúnaðar er ein af grunnforsendum þess að verulega sé hægt að hraða orkuskiptunum. Fleiri fyrirtæki ættu að sjá hag sinn í því að fjárfesta í nauðsynlegum hleðslubúnaði fyrir rafbíla. Verði almennileg fjárfesting í hleðslubúnaði opnar það á frekari tækifæri til nýsköpunar og tækniþróunar. Ætla má að greiðara aðgengi að hleðslustöðvum verði einnig til þess að fleiri kjósi rafbíl en ella. Til dæmis gætu Akureyrarbær og Norðurorka, jafnframt önnur sveitarfélög og raforkufyrirtæki í nágrenni, litið til samstarfs Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna um stofnun sjóðs sem ætlaður er til uppbyggingar á hleðslubúnaði fyrir rafbíla við fjölbýlishús. Slíkur stuðningur gæti skipt sköpum fyrir íbúa í fjölbýlishúsum. Þá þarf einnig að skoða markvissari uppbyggingu á hleðslustöðvum á öðrum fjölsóttum stöðum, við hafnir og stærri ferðamannastaði til að nefna. Efla þarf nýsköpun í tengslum við orkuskiptin Til að þjóna þessu markmiði mætti hér nefna tækifæri til að hefja öflugt tækninám við Háskólann á Akureyri. Efla þarf nýsköpunarstarfsemi háskólans sem sinnir að stórum hluta framhaldsmenntun á landsbyggðinni. Stærstu tækifærin og hindranirnar eru þó kannski ekki að finna á einstaklingsmarkaði. Heldur þarf að skoða möguleika á nýtingu annarra orkugjafa en jarðefnaeldsneytis í ferðamanna- og þjónustugeiranum. Frekari framþróunar er þörf og veita þarf hressilega innspýtingu í nýsköpunarverkefni með orkuskipti farartækja annarra en fólksbifreiðanna í forgrunni. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Umhverfismál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á nýju ári er alltaf gott að líta fram á veginn og skoða hvað megi leggja auknar áherslur á. Ofarlega á mínum lista eru þriðju orkuskiptin. Knýja þarf fram orkuskipti í samgöngum, til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum miðað við Parísarsamninginn og ný og efld markmið Íslands um minni losun og aukna kolefnisbindingu. Þessum markmiðum þarf að ná, ekki einungis vegna alþjóðlegra skuldbindinga, heldur vegna þess að við getum það. Þ.e. við getum raunverulega hætt að losa gróðurhúsalofttegundir í samgöngum. Þessu markmiði skal því ná náttúrunnar vegna. Hvatar til að skipta yfir á rafmagnsbíl Nýskráning rafbíla er með hæsta móti, en aldrei hafa fleiri nýir rafbílar verið skráðir hér á landi en í fyrra samkvæmt tölfræði á vef Samgöngustofu. Vöxturinn er gríðarlega jákvæður. Rafmagnsbílar verða með ári hverju meira aðlaðandi kostur fyrir einstaklinga, drægni þeirra hefur aukist til muna og það sama má segja um þægindin. Gripið hefur verið til aðgerða af hálfu ríkisins en skattalegar ívilnanir virka sennilega ekki einar og sér, en geta þó vissulega haft veruleg áhrif og séu ívilnanirnar töluverðar má búast við enn meiri hreyfingu. Stjórnvöld þurfa þó að marka skýrari stefnu um skattalegar ívilnanir til lengri tíma. Aðgengi að hleðslubúnaði Uppbygging hleðslubúnaðar er ein af grunnforsendum þess að verulega sé hægt að hraða orkuskiptunum. Fleiri fyrirtæki ættu að sjá hag sinn í því að fjárfesta í nauðsynlegum hleðslubúnaði fyrir rafbíla. Verði almennileg fjárfesting í hleðslubúnaði opnar það á frekari tækifæri til nýsköpunar og tækniþróunar. Ætla má að greiðara aðgengi að hleðslustöðvum verði einnig til þess að fleiri kjósi rafbíl en ella. Til dæmis gætu Akureyrarbær og Norðurorka, jafnframt önnur sveitarfélög og raforkufyrirtæki í nágrenni, litið til samstarfs Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna um stofnun sjóðs sem ætlaður er til uppbyggingar á hleðslubúnaði fyrir rafbíla við fjölbýlishús. Slíkur stuðningur gæti skipt sköpum fyrir íbúa í fjölbýlishúsum. Þá þarf einnig að skoða markvissari uppbyggingu á hleðslustöðvum á öðrum fjölsóttum stöðum, við hafnir og stærri ferðamannastaði til að nefna. Efla þarf nýsköpun í tengslum við orkuskiptin Til að þjóna þessu markmiði mætti hér nefna tækifæri til að hefja öflugt tækninám við Háskólann á Akureyri. Efla þarf nýsköpunarstarfsemi háskólans sem sinnir að stórum hluta framhaldsmenntun á landsbyggðinni. Stærstu tækifærin og hindranirnar eru þó kannski ekki að finna á einstaklingsmarkaði. Heldur þarf að skoða möguleika á nýtingu annarra orkugjafa en jarðefnaeldsneytis í ferðamanna- og þjónustugeiranum. Frekari framþróunar er þörf og veita þarf hressilega innspýtingu í nýsköpunarverkefni með orkuskipti farartækja annarra en fólksbifreiðanna í forgrunni. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun