Þrjár áskoranir ársins '21 Björn Leví Gunnarsson skrifar 12. janúar 2021 10:30 Eitt, Við eigum enn eftir um hálft ár af Kófinu áður en búist er við að bólusetningar nái hjarðónæmismarkmiðum. Á þeim tíma verða þó viðkvæmir hópar og forgangshópar varðir. Það þýðir að skaðinn af annari bylgju yrði minni. Ef skaðinn af annari bylgju verður minni þá verða einnig veikari rök fyrir því að beita sóttvarnaraðgerðum sem leiðir til þess að bylgjan verður væntanlega stærri og lengri fyrir vikið. Er það réttlætanlegt af því að við forðumst alvarlegustu afleiðingarnar eða er faraldurinn nægilega slæmur fyrir óvarða hópa til þess að réttlæta áfram sóttvarnaraðgerðir? Það er óljóst eins og er en hvort sem er þá mun það valda ýmis konar vanda, annað hvort vegna veikinda og eftirkasta af þeim eða vegna sóttvarnaraðgerða sem verður gripið til. Hvaða ráðstafanir stjórnvöld munu grípa til og hversu lengi fram eftir ári, er óljóst ennþá. Þess vegna verður þetta fyrsta áskorun ársins ‘21, hvernig við klárum Kófið. tvö Einhvern tíma munu orðin „þetta er búið” vera sögð. Það þýðir að hvað sem gerist þá boðar það endalok sóttvarnarráðstafanna, takmarkanna á landamærum og sérstakra stjórnvaldsviðbragða vegna faraldursins. Þá mun taka við tími endurreisnar og uppbyggingar í kjölfar faraldursins. Verkefni sem stjórnvöld hafa þegar klúðrað að miklu leyti og endurspeglast í því atvinnuleysi sem blasir við okkur í dag. Stjórnvöld tóku þá ákvörðun síðastliðið vor að vonast til þess að faraldurinn yrði stuttur. Að ferðamenn gætu komið hingað í stórum hópum strax um sumarið. Þess vegna var markaðsátak fyrir ferðamenn hluti af fyrstu viðbrögðum stjórnvalda. Réttara viðbragð hefði verið að búast við lengri faraldri en vonast eftir styttri. Ef stjórnvöld hefðu gert ráðstafanir frá upphafi til að bregðast við mörgum mánuðum af sóttvarnaraðgerðum þá hefðu lausnirnar verið allt öðruvísi. Stjórnvöld hefðu ekki sett ferðaþjónustuna bara í biðstöðu heldur einnig tryggt uppbyggingu varanlegra nýrra starfa líkt og stjórnarandstaðan lagði til. Þegar það verður sagt að Kófið sé búið þá verður partý. En það verða líka smit. Það verður atvinnuleysi og stutt í kosningar. Mögulega mjög stutt. og þrjú Kosningar eru þriðja augljósa áskorunin á árinu ‘21. Kosningarnar verða uppgjör á stjórnarsamstarfi íhalds og þrjósku, því sama hvað þá var núverandi ríkisstjórn mynduð til þess að klára kjörtímabilið. Sama hvaða það kostaði. Hvað kostaði þetta stjórnarsamstarf? Til að byrja með endalaust vesen með réttarkerfi landsins. Það sem öllum hefði átt að vera augljóst þurfti málarekstur alla leið inn í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu. Málarekstur til einhverrar nefndar sem er í pólitísku ati, eins og komist hefur verið að orði. Þessi “breiða” samstaða ólíkra flokka hefur gert það að verkum að stefna stjórnvalda er stefna hins minnsta samnefnara. Ekkert þokast áfram í stjórnarskrármálum. Byggðarsjónarmið eru enn í höndum kvótagreifanna. Neyðarástand var á bráðamótttöku rétt áður en faraldurinn fór af stað. Atvinnuástandið er í molum af því að einn af flokkunum útilokar opinberar lausnir. Geðþótti ræður ræður för á meðan faglegum vinnubrögðum er hafnað, eins og skaðaminnkun í fíkniefnamálum og nýsköpun til þess að bregðast við atvinnuvanda í heimsfaraldri. Kosningarnar ‘21 verða ákveðið uppgjör við fortíðina. Hvort fólk vilji sömu stjórnmál og áður. Stjórnmál sem hafa leyft sérhagsmunum að ráða för í byggðamálum, atvinnumálum og réttindamálum. Þar sem lýðræðið hefur ekki fengið að ráða og niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu er enn og aftur stungið undir stólinn. Ég skil vel að það er erfitt að velja að gera hlutina öðruvísi en áður. Skrattinn sem þú þekkir, og allt það. Ég skil vel að það sé erfitt að horfa framhjá glansmynd kosningabaráttunnar, inn í djúpan raunveruleika þess pólitíska valdakerfis sem hefur ráðið för hérna allt of lengi. Ég skil það vel þegar það er sagt að ákveðinn flokkur þurfi nú að vera sterkur til þess að geta leitt saman einn og annan inn í nýja tíma - en þó að ég skilji, þá er ég ósammála. Það sem við þurfum er meira lýðræði. Meira gagnsæi. Meiri ábyrgð og það er bara einn flokkur sem hefur barist fyrir þeim gildum umfram allt annað og alla aðra og það eru Píratar. Það þýðir að sama hvaða stjórn tekur við eftir næstu kosningar, þá þarf sterkan þingflokk Pírata. Til þess að krafan um ábyrgð valdamanna skili sér. Til þess að tryggt verði að lýðræðislegar niðurstöður skili sér í verki. Til þess að málefnin fái að ráða en ekki sérhagsmunirnir. Munum við yfirstíga áskoranir ársins ‘21? Á einn eða annan hátt munum við að sjálfsögðu gera það. Hvað gerist næst er hins vegar stóra spurningin og þar er valið í þínum höndum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eitt, Við eigum enn eftir um hálft ár af Kófinu áður en búist er við að bólusetningar nái hjarðónæmismarkmiðum. Á þeim tíma verða þó viðkvæmir hópar og forgangshópar varðir. Það þýðir að skaðinn af annari bylgju yrði minni. Ef skaðinn af annari bylgju verður minni þá verða einnig veikari rök fyrir því að beita sóttvarnaraðgerðum sem leiðir til þess að bylgjan verður væntanlega stærri og lengri fyrir vikið. Er það réttlætanlegt af því að við forðumst alvarlegustu afleiðingarnar eða er faraldurinn nægilega slæmur fyrir óvarða hópa til þess að réttlæta áfram sóttvarnaraðgerðir? Það er óljóst eins og er en hvort sem er þá mun það valda ýmis konar vanda, annað hvort vegna veikinda og eftirkasta af þeim eða vegna sóttvarnaraðgerða sem verður gripið til. Hvaða ráðstafanir stjórnvöld munu grípa til og hversu lengi fram eftir ári, er óljóst ennþá. Þess vegna verður þetta fyrsta áskorun ársins ‘21, hvernig við klárum Kófið. tvö Einhvern tíma munu orðin „þetta er búið” vera sögð. Það þýðir að hvað sem gerist þá boðar það endalok sóttvarnarráðstafanna, takmarkanna á landamærum og sérstakra stjórnvaldsviðbragða vegna faraldursins. Þá mun taka við tími endurreisnar og uppbyggingar í kjölfar faraldursins. Verkefni sem stjórnvöld hafa þegar klúðrað að miklu leyti og endurspeglast í því atvinnuleysi sem blasir við okkur í dag. Stjórnvöld tóku þá ákvörðun síðastliðið vor að vonast til þess að faraldurinn yrði stuttur. Að ferðamenn gætu komið hingað í stórum hópum strax um sumarið. Þess vegna var markaðsátak fyrir ferðamenn hluti af fyrstu viðbrögðum stjórnvalda. Réttara viðbragð hefði verið að búast við lengri faraldri en vonast eftir styttri. Ef stjórnvöld hefðu gert ráðstafanir frá upphafi til að bregðast við mörgum mánuðum af sóttvarnaraðgerðum þá hefðu lausnirnar verið allt öðruvísi. Stjórnvöld hefðu ekki sett ferðaþjónustuna bara í biðstöðu heldur einnig tryggt uppbyggingu varanlegra nýrra starfa líkt og stjórnarandstaðan lagði til. Þegar það verður sagt að Kófið sé búið þá verður partý. En það verða líka smit. Það verður atvinnuleysi og stutt í kosningar. Mögulega mjög stutt. og þrjú Kosningar eru þriðja augljósa áskorunin á árinu ‘21. Kosningarnar verða uppgjör á stjórnarsamstarfi íhalds og þrjósku, því sama hvað þá var núverandi ríkisstjórn mynduð til þess að klára kjörtímabilið. Sama hvaða það kostaði. Hvað kostaði þetta stjórnarsamstarf? Til að byrja með endalaust vesen með réttarkerfi landsins. Það sem öllum hefði átt að vera augljóst þurfti málarekstur alla leið inn í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu. Málarekstur til einhverrar nefndar sem er í pólitísku ati, eins og komist hefur verið að orði. Þessi “breiða” samstaða ólíkra flokka hefur gert það að verkum að stefna stjórnvalda er stefna hins minnsta samnefnara. Ekkert þokast áfram í stjórnarskrármálum. Byggðarsjónarmið eru enn í höndum kvótagreifanna. Neyðarástand var á bráðamótttöku rétt áður en faraldurinn fór af stað. Atvinnuástandið er í molum af því að einn af flokkunum útilokar opinberar lausnir. Geðþótti ræður ræður för á meðan faglegum vinnubrögðum er hafnað, eins og skaðaminnkun í fíkniefnamálum og nýsköpun til þess að bregðast við atvinnuvanda í heimsfaraldri. Kosningarnar ‘21 verða ákveðið uppgjör við fortíðina. Hvort fólk vilji sömu stjórnmál og áður. Stjórnmál sem hafa leyft sérhagsmunum að ráða för í byggðamálum, atvinnumálum og réttindamálum. Þar sem lýðræðið hefur ekki fengið að ráða og niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu er enn og aftur stungið undir stólinn. Ég skil vel að það er erfitt að velja að gera hlutina öðruvísi en áður. Skrattinn sem þú þekkir, og allt það. Ég skil vel að það sé erfitt að horfa framhjá glansmynd kosningabaráttunnar, inn í djúpan raunveruleika þess pólitíska valdakerfis sem hefur ráðið för hérna allt of lengi. Ég skil það vel þegar það er sagt að ákveðinn flokkur þurfi nú að vera sterkur til þess að geta leitt saman einn og annan inn í nýja tíma - en þó að ég skilji, þá er ég ósammála. Það sem við þurfum er meira lýðræði. Meira gagnsæi. Meiri ábyrgð og það er bara einn flokkur sem hefur barist fyrir þeim gildum umfram allt annað og alla aðra og það eru Píratar. Það þýðir að sama hvaða stjórn tekur við eftir næstu kosningar, þá þarf sterkan þingflokk Pírata. Til þess að krafan um ábyrgð valdamanna skili sér. Til þess að tryggt verði að lýðræðislegar niðurstöður skili sér í verki. Til þess að málefnin fái að ráða en ekki sérhagsmunirnir. Munum við yfirstíga áskoranir ársins ‘21? Á einn eða annan hátt munum við að sjálfsögðu gera það. Hvað gerist næst er hins vegar stóra spurningin og þar er valið í þínum höndum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar