Starfandi fólki fækkar um tæp átta prósent milli ára Heimir Már Pétursson skrifar 12. janúar 2021 12:06 Rúmlega fjórtán þúsund færri voru starfandi á vinnumarkaði í október 2020 en í sama mánuði árið 2019. Vísir/Vilhelm Tæplega átta prósent færri voru starfandi á vinnumarkaði hér á landi í október í fyrra en í október árið 2019. Þá fækkaði starfandi fólki einnig milli mánaðanna september og október. Formaður samfylkingarinnar segir núverandi kreppu vera ójafnaðarkreppu. Í september á síðasta ári voru rétt rúmlega 183 þúsund manns starfandi á íslenskum vinnumarkaði en rétt tæplega 177 þúsund í október og fækkaði því um 2,8 prósentustig milli mánaða. Kreppan á vinnumarkaðnum vegna kórónuveirufaraldursins er hins vegar enn meira áberandi þegar horft er til október árið 2019 og október í fyrra samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Starfandi á vinnumarkaði milli þessarra tveggja októbermánaða fækkaði um 14.600 manns eða 7,6 prósentustig. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir atvinnuleysi hafa aukist fyrir kórónufaraldurinn en yfirstandandi kreppa væri ójafnaðarkreppu. Formaður Samfylkingarinnar segir að fyrst þurfi að tryggja að þeir sem misst hafi vinnuna komist í gegnum það og svo þurfi að eyða öllu púðri í að fjölga störfum.Vísir/Vilhelm „Það þarf að eyða öllu púðri sem stjórnvöld hafa í að verja heimili sem verða fyrir þessu. En fyrst og fremst þarf að skapa störf. Þar er auðvitað lukilatriði endurreisn lítilla fyrirtækja sem hafa orðið fyrir mestum skaðanum en munu þurfa að leika mjög stórt hlutverk í endurreisninni okkar,“ segir Logi. Verkalýðshreyfingin hefur á undanförnum mánuðum þrýst á stjórnvöld að grípa til aðgerða til að fjölga stöfum á komandi misserum og hefur Alþýðusambandið til að mynda sett fram kröfur í þeim efnum. Könnun sambandsins leiddi einnig í ljós að kreppan kemur verst niður á þeim lægst launuðu þar sem flestir hafa misst vinnuna út af kórónuveirufaraldrinum. Logi segir kreppuna einnig koma ver niður á konum en körlum, komi illa niður á ungu fólki og fólki af erlendum uppruna. „Í fyrsta lagi höfum við bent á að það þarf að tryggja að þetta fólk þoli það að ganga í gegnum þessa kreppu á meðan það fær ekki vinnu. Þá þarf að gera betur. Hins vegar höfum við bent á að það þarf að beita ívilnun og skapa möguleika fyrir lítil fyrirtæki að halda sér gangandi og vaxa. Samhliða því að það þarf að fara markvisst yfir hvar við höfum verið vanhaldin af mannafla í mikilvægum opinberum stofnunum síðustu ár,“ segir Logi Einarsson. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Atvinnulaus um áramót Heimsfaraldur, kreppur, bankahrun….. ekkert af þessu breytir því að áramótin eru ákveðin tímamót fyrir okkur. Þetta eru tímamótin þar sem við setjum okkur ný markmið, horfum bjartsýn fram á veginn og gleðjumst yfir því sem áunnist hefur. 30. desember 2020 07:01 Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Í september á síðasta ári voru rétt rúmlega 183 þúsund manns starfandi á íslenskum vinnumarkaði en rétt tæplega 177 þúsund í október og fækkaði því um 2,8 prósentustig milli mánaða. Kreppan á vinnumarkaðnum vegna kórónuveirufaraldursins er hins vegar enn meira áberandi þegar horft er til október árið 2019 og október í fyrra samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Starfandi á vinnumarkaði milli þessarra tveggja októbermánaða fækkaði um 14.600 manns eða 7,6 prósentustig. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir atvinnuleysi hafa aukist fyrir kórónufaraldurinn en yfirstandandi kreppa væri ójafnaðarkreppu. Formaður Samfylkingarinnar segir að fyrst þurfi að tryggja að þeir sem misst hafi vinnuna komist í gegnum það og svo þurfi að eyða öllu púðri í að fjölga störfum.Vísir/Vilhelm „Það þarf að eyða öllu púðri sem stjórnvöld hafa í að verja heimili sem verða fyrir þessu. En fyrst og fremst þarf að skapa störf. Þar er auðvitað lukilatriði endurreisn lítilla fyrirtækja sem hafa orðið fyrir mestum skaðanum en munu þurfa að leika mjög stórt hlutverk í endurreisninni okkar,“ segir Logi. Verkalýðshreyfingin hefur á undanförnum mánuðum þrýst á stjórnvöld að grípa til aðgerða til að fjölga stöfum á komandi misserum og hefur Alþýðusambandið til að mynda sett fram kröfur í þeim efnum. Könnun sambandsins leiddi einnig í ljós að kreppan kemur verst niður á þeim lægst launuðu þar sem flestir hafa misst vinnuna út af kórónuveirufaraldrinum. Logi segir kreppuna einnig koma ver niður á konum en körlum, komi illa niður á ungu fólki og fólki af erlendum uppruna. „Í fyrsta lagi höfum við bent á að það þarf að tryggja að þetta fólk þoli það að ganga í gegnum þessa kreppu á meðan það fær ekki vinnu. Þá þarf að gera betur. Hins vegar höfum við bent á að það þarf að beita ívilnun og skapa möguleika fyrir lítil fyrirtæki að halda sér gangandi og vaxa. Samhliða því að það þarf að fara markvisst yfir hvar við höfum verið vanhaldin af mannafla í mikilvægum opinberum stofnunum síðustu ár,“ segir Logi Einarsson.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Atvinnulaus um áramót Heimsfaraldur, kreppur, bankahrun….. ekkert af þessu breytir því að áramótin eru ákveðin tímamót fyrir okkur. Þetta eru tímamótin þar sem við setjum okkur ný markmið, horfum bjartsýn fram á veginn og gleðjumst yfir því sem áunnist hefur. 30. desember 2020 07:01 Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Atvinnulaus um áramót Heimsfaraldur, kreppur, bankahrun….. ekkert af þessu breytir því að áramótin eru ákveðin tímamót fyrir okkur. Þetta eru tímamótin þar sem við setjum okkur ný markmið, horfum bjartsýn fram á veginn og gleðjumst yfir því sem áunnist hefur. 30. desember 2020 07:01
Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24