Brugðist við umsögn Ungra bænda um matvælastefnu: Dugar smábíll sem skólabíll? Kári Gautason skrifar 12. janúar 2021 13:30 Fyrir nokkru var matvælastefna fyrir Ísland fram til ársins 2030 kynnt. Í kjölfarið var stefnan sett í samráðsgátt stjórnvalda til þess að leita eftir athugasemdum og áliti almennings. Það er þegar er farið að gefa ávöxt. Samtök Ungra bænda sendu inn umsögn sem vert er að hvetja sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til þess að taka mark á. Ungu bændurnir benda á að þótt stefnan setji metnaðarfull markmið um nýliðun þá vanti aðgerðir til þess að fylgja þeim eftir. Við lestur umsagnarinnar rifjaðist upp fyrir mér að þegar ég var að byrja í grunnskóla sótti rúta okkur sveitakrakkana undir Fjöllunum. Þegar ég var kominn á efri stig grunnskólans var það orðið svokallað rúgbrauð. Í dag held ég að notaður sé fimm manna jeppi til skólaakstursins. Sú þróun í bifreiðastærð var í takti við fækkun sveitakrakka. Ég er næsta viss um að fleiri kannast við þessa þróun í dreifbýli. Samfélögin eldast og með þeim fækkar sveitakrökkunum. Nýliðun vanrækt markmið Þess vegna er ég svo innilega sammála umsögn Samtaka ungra bænda. Sem dæmi um mótsagnakenndar aðgerðir ríkisins má nefna að nýlega voru endurskoðaðir samningar við sauðfjár- og nautgripabændur án þess að stuðningur við nýliðun væri aukinn. Þeir samningar voru undirritaðir áður en matvælastefnan var kynnt. Um árabil hefur eitt af markmiðum búvörusamninga í sauðfjár- og nautgriparækt verið að auðvelda nýliðun. Það markmið hefur augljóslega verið talið léttvægara heldur en önnur markmið. Fjármagn til þess hefur alltaf verið fremur lítilfjörlegt í samhengi við aðra hluta samningsins. Enda hefur uppskeran verið í samræmi við sáninguna. Það voru undirrituðum veruleg vonbrigði þegar ekki var aukið í stuðning við nýliðun í búvörusamningum. Það voru vonbrigði vegna þess að greiðslumarkskerfi í mjólkurframleiðslu var fest kyrfilega í sessi í þessum samningum. Sá gjörningur þýðir það að meira fjármagn þarf til þess að hefja búskap og því er ennþá mikilvægara að styðja nýliðun með öflugum hætti. Landbúnaður er nú þegar ákaflega fjármagnsfrek grein miðað við tekjur. Þó að vextir séu lágir nú um stundir þá er það vont fyrir samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar að búa til handvirkt dýrt kerfi sem kemur til viðbótar þeim aukakostnaði sem mjólkurframleiðsla þarf að bera vegna óblíðrar veðráttu. Ég þori að fullyrða að ungir bændur eru ekki að óska eftir því að ríkið leysi öll þeirra vandamál - enda fara engir sem það vilja í búskap. En ég er viss um að þeir vilja að efndir fylgi orðum. Atvinnusköpun um land allt Eitt mikilvægasta fyrirheit aðgerðaráætlunarinnar sem fylgdi matvælastefnunni er það að greina hvatana sem eru í núgildandi búvörusamningum. Ég tel að sú skoðun muni leiða í ljós að markmið innbyggðra hvata séu mótsagnakennd og að sumt vinni beinlínis í gagnstæðar áttir. Til framtíðar litið þarf að endurskoða þessa hvata og fylgja þar því leiðarljósi sem matvælastefnan markar. Þannig getum við breikkað grundvöll matvælaframleiðslu í landinu, framleitt fleiri tegundir matvæla í héraði, styrkt atvinnusköpun um land allt og gert matvælaframleiðslu kolefnishlutlausa. Ef það tekst þá þarf stærri bifreiðar en smábíla til að sækja sveitakrakkana. Alþingi móti markmiðin Auk þess þreytist ég ekki á að leggja til að löggjafarvaldið fái meiri aðkomu að mótun samningsmarkmiða ríkisins við gerð búvörusamninga. Í núverandi fyrirkomulagi eru þau markmið háð skoðunum ráðherrans sem situr í landbúnaðarráðuneytinu hverju sinni. Landbúnaðarstefnan sem nú er í mótun þarf að fara fyrir Alþingi þannig að úr verði stefnuplagg sem stenst frekar tímans tönn. Slík aðkoma er fallin til þess að dýpka umræðu um landbúnaðarmál á Alþingi og á því er ekki vanþörf. Höfundur var í verkefnastjórn um mótun matvælastefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Landbúnaður Skoðun: Kosningar 2021 Kári Gautason Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru var matvælastefna fyrir Ísland fram til ársins 2030 kynnt. Í kjölfarið var stefnan sett í samráðsgátt stjórnvalda til þess að leita eftir athugasemdum og áliti almennings. Það er þegar er farið að gefa ávöxt. Samtök Ungra bænda sendu inn umsögn sem vert er að hvetja sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til þess að taka mark á. Ungu bændurnir benda á að þótt stefnan setji metnaðarfull markmið um nýliðun þá vanti aðgerðir til þess að fylgja þeim eftir. Við lestur umsagnarinnar rifjaðist upp fyrir mér að þegar ég var að byrja í grunnskóla sótti rúta okkur sveitakrakkana undir Fjöllunum. Þegar ég var kominn á efri stig grunnskólans var það orðið svokallað rúgbrauð. Í dag held ég að notaður sé fimm manna jeppi til skólaakstursins. Sú þróun í bifreiðastærð var í takti við fækkun sveitakrakka. Ég er næsta viss um að fleiri kannast við þessa þróun í dreifbýli. Samfélögin eldast og með þeim fækkar sveitakrökkunum. Nýliðun vanrækt markmið Þess vegna er ég svo innilega sammála umsögn Samtaka ungra bænda. Sem dæmi um mótsagnakenndar aðgerðir ríkisins má nefna að nýlega voru endurskoðaðir samningar við sauðfjár- og nautgripabændur án þess að stuðningur við nýliðun væri aukinn. Þeir samningar voru undirritaðir áður en matvælastefnan var kynnt. Um árabil hefur eitt af markmiðum búvörusamninga í sauðfjár- og nautgriparækt verið að auðvelda nýliðun. Það markmið hefur augljóslega verið talið léttvægara heldur en önnur markmið. Fjármagn til þess hefur alltaf verið fremur lítilfjörlegt í samhengi við aðra hluta samningsins. Enda hefur uppskeran verið í samræmi við sáninguna. Það voru undirrituðum veruleg vonbrigði þegar ekki var aukið í stuðning við nýliðun í búvörusamningum. Það voru vonbrigði vegna þess að greiðslumarkskerfi í mjólkurframleiðslu var fest kyrfilega í sessi í þessum samningum. Sá gjörningur þýðir það að meira fjármagn þarf til þess að hefja búskap og því er ennþá mikilvægara að styðja nýliðun með öflugum hætti. Landbúnaður er nú þegar ákaflega fjármagnsfrek grein miðað við tekjur. Þó að vextir séu lágir nú um stundir þá er það vont fyrir samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar að búa til handvirkt dýrt kerfi sem kemur til viðbótar þeim aukakostnaði sem mjólkurframleiðsla þarf að bera vegna óblíðrar veðráttu. Ég þori að fullyrða að ungir bændur eru ekki að óska eftir því að ríkið leysi öll þeirra vandamál - enda fara engir sem það vilja í búskap. En ég er viss um að þeir vilja að efndir fylgi orðum. Atvinnusköpun um land allt Eitt mikilvægasta fyrirheit aðgerðaráætlunarinnar sem fylgdi matvælastefnunni er það að greina hvatana sem eru í núgildandi búvörusamningum. Ég tel að sú skoðun muni leiða í ljós að markmið innbyggðra hvata séu mótsagnakennd og að sumt vinni beinlínis í gagnstæðar áttir. Til framtíðar litið þarf að endurskoða þessa hvata og fylgja þar því leiðarljósi sem matvælastefnan markar. Þannig getum við breikkað grundvöll matvælaframleiðslu í landinu, framleitt fleiri tegundir matvæla í héraði, styrkt atvinnusköpun um land allt og gert matvælaframleiðslu kolefnishlutlausa. Ef það tekst þá þarf stærri bifreiðar en smábíla til að sækja sveitakrakkana. Alþingi móti markmiðin Auk þess þreytist ég ekki á að leggja til að löggjafarvaldið fái meiri aðkomu að mótun samningsmarkmiða ríkisins við gerð búvörusamninga. Í núverandi fyrirkomulagi eru þau markmið háð skoðunum ráðherrans sem situr í landbúnaðarráðuneytinu hverju sinni. Landbúnaðarstefnan sem nú er í mótun þarf að fara fyrir Alþingi þannig að úr verði stefnuplagg sem stenst frekar tímans tönn. Slík aðkoma er fallin til þess að dýpka umræðu um landbúnaðarmál á Alþingi og á því er ekki vanþörf. Höfundur var í verkefnastjórn um mótun matvælastefnu.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar