Sautján af þeim 21 leikmanni sem Tékkar ætluðu að senda á HM voru ófærir um það. Því var tekin ákvörðun að hætta við HM-förina.
Norður-Makedónía er fyrsta varaþjóð inn á HM og tekur að öllum líkindum sæti Tékklands á mótinu.
Norður-Makedóníumenn verða þá í G-riðli með heimaliði Egypta, Svíum og Sílemönnum.