Bitcoinæði á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2021 11:37 Frosti hefur nú elt Kjartan í það sem hann kallar kanínuholu; að vera heltekinn af Bitcoin. Kjartan Ragnars lögmaður, einn eigenda Myntkaupa á Íslandi, segist ekki hafa undan að svara spurningum fólks um bitcoin. Kjartan, sem meðal annars á sæti í rafkauparáði, var gestur útvarpþáttarins Harmageddon í gær og upplýsti að gríðarlegur áhugi væri meðal landsmanna á Bitcoin. Vægt til orða tekið. „Án þess að ég fari í nákvæmar tölur er aukningin sem verið hefur á síðustu mánuðum er slík að þrátt fyrir að þeir menn sem eru í þessu hefðu trú á að það væri markaður fyrir þessu, bjóst enginn við þessu,“ segir Kjartan. Hann vill slá þann varnagla að hann sé ekki neinn fjárfestingarráðgjafi. Kjartan hafði áður verið í viðtali þann 4. janúar og vakti það viðtal gríðarlega athygli. (Finna má það hér neðar.) Í kjölfarið linnti ekki látunum. Mikil eftirspurn er eftir því að fræðast um hvað þetta er og áhuganum fylgi að menn hafi viljað fjárfesta í Bitcoin. Miklar hækkanir á veðmæti Bictoin að undanförnu hafi verið vatn á þá myllu að undanförnu. Og örlar fyrir því fyrirbæri sem þekkt er meðal verðbréfasala sem er ótti við að menn séu að missa af einhverju. Eitt Bitcoin kostaði í upphafi árs, eða þegar Kjartan var í Harmageddon 4. janúar, 30 þúsund dollara. Þá í áður óþekktum hæðum og síðan fór það í 40 þúsund dollara, en tók þá dýfu. Miklar sveiflur einkenna þennan markað. Frosti Logason útvarpsmaður upplýsti að sjálfur væri hann nánast heltekinn af fyrirbærinu og hann hafi fjárfest í þessum rafmiðli, fyrir þá einhverju hóflega upphæð. „Þetta hefur verið skemmtileg rúm vika hjá mér að kynnast þessu. Byrjaði á því að kaupa einhverja vitleysu, óð af stað og náði mér í eitthvað app og keypti mér einhvern samning eða fjármálagjörning, tók „leverage stöðu“ eins og það heitir. Hefði getað tapað öllu í þeirri dýfu sem kom en seldi áður með hagnaði. Hef síðan prófað mig áfram og þetta er mjög heillandi heimur að kynnast,“ segir Frosti. Kjartan segir þetta kanínuholu með vísan til þess að menn geti hæglega tapað sér í þessu forvitnilega fyrirbæri. Þannig var því farið með sig sjálfan og hann var óþreytandi í að vilja ræða þetta áhugamál sitt. Lengstum voru fáir voru til í að ræða málið við Kjartan en nú anni hann ekki eftirspurn. Allir vilji nú ræða og fræðast um Bitcoin. Harmageddon Markaðir Rafmyntir Íslenska krónan Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Kjartan, sem meðal annars á sæti í rafkauparáði, var gestur útvarpþáttarins Harmageddon í gær og upplýsti að gríðarlegur áhugi væri meðal landsmanna á Bitcoin. Vægt til orða tekið. „Án þess að ég fari í nákvæmar tölur er aukningin sem verið hefur á síðustu mánuðum er slík að þrátt fyrir að þeir menn sem eru í þessu hefðu trú á að það væri markaður fyrir þessu, bjóst enginn við þessu,“ segir Kjartan. Hann vill slá þann varnagla að hann sé ekki neinn fjárfestingarráðgjafi. Kjartan hafði áður verið í viðtali þann 4. janúar og vakti það viðtal gríðarlega athygli. (Finna má það hér neðar.) Í kjölfarið linnti ekki látunum. Mikil eftirspurn er eftir því að fræðast um hvað þetta er og áhuganum fylgi að menn hafi viljað fjárfesta í Bitcoin. Miklar hækkanir á veðmæti Bictoin að undanförnu hafi verið vatn á þá myllu að undanförnu. Og örlar fyrir því fyrirbæri sem þekkt er meðal verðbréfasala sem er ótti við að menn séu að missa af einhverju. Eitt Bitcoin kostaði í upphafi árs, eða þegar Kjartan var í Harmageddon 4. janúar, 30 þúsund dollara. Þá í áður óþekktum hæðum og síðan fór það í 40 þúsund dollara, en tók þá dýfu. Miklar sveiflur einkenna þennan markað. Frosti Logason útvarpsmaður upplýsti að sjálfur væri hann nánast heltekinn af fyrirbærinu og hann hafi fjárfest í þessum rafmiðli, fyrir þá einhverju hóflega upphæð. „Þetta hefur verið skemmtileg rúm vika hjá mér að kynnast þessu. Byrjaði á því að kaupa einhverja vitleysu, óð af stað og náði mér í eitthvað app og keypti mér einhvern samning eða fjármálagjörning, tók „leverage stöðu“ eins og það heitir. Hefði getað tapað öllu í þeirri dýfu sem kom en seldi áður með hagnaði. Hef síðan prófað mig áfram og þetta er mjög heillandi heimur að kynnast,“ segir Frosti. Kjartan segir þetta kanínuholu með vísan til þess að menn geti hæglega tapað sér í þessu forvitnilega fyrirbæri. Þannig var því farið með sig sjálfan og hann var óþreytandi í að vilja ræða þetta áhugamál sitt. Lengstum voru fáir voru til í að ræða málið við Kjartan en nú anni hann ekki eftirspurn. Allir vilji nú ræða og fræðast um Bitcoin.
Harmageddon Markaðir Rafmyntir Íslenska krónan Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira