Segir Gumma ekki skipta sér af hárgreiðslunni þegar menn nýti færin sín svona Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 16:07 Bjarki Már Elísson var frábær gegn Portúgal á sunnudaginn. vísir/Hulda Margrét Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að Bjarki Már Elísson fái nú eflaust bara að hafa hárið sitt eins og hann kjósi þó að á árum áður hafi Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari stöku sinnum gert athugasemdir ef leikmenn voru uppteknir af útliti sínu. Bjarki var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag sem hlusta má á hér að neðan. Hann er tekinn við sem aðalhornamaður Íslands í vinstra horninu, eftir tvo áratugi Guðjóns Vals Sigurðssonar í þeirri stöðu. Bjarki varð markakóngur í efstu deild Þýskalands á síðustu leiktíð og sýndi einnig með 9 mörkum úr 10 skotum hvers hann er megnugur, í sigrinum gegn Portúgal á sunnudag. „Hann var bara geggjaður og þetta var nákvæmlega eins leikur og hann er búinn að vera að sýna í bundesligunni. Það er nákvæmlega þetta sem að við viljum sjá frá honum,“ sagði Ásgeir Örn, fyrrverandi landsliðsmaður, en þeir Theódór Ingi Pálmason voru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í þættinum. Bjarki hafði átt frekar dapran leik í útileiknum gegn Portúgal í síðustu viku: „Sextíu prósent nýtingin hjá honum [í Portúgal] var eiginlega bara léleg, því þetta voru góð færi sem hann var að taka, en hann klikkaði bara á dauðafærum. Eina leiðin til að svara slíku er með frammistöðu eins og á sunnudaginn. Vonandi heldur hann því áfram,“ sagði Ásgeir en Bjarki verður í eldlínunni á morgun þegar Ísland mætir Portúgal í þriðja sinn, í fyrsta leik sínum á HM í Egyptalandi. Fær grænt ljós á „Mikkel-bandið“ Henry minntist léttur í bragði á sítt hár Bjarka og ennisbandið sem hann notar og minnir á Mikkel Hansen: „Hann er að taka Mikkel-bandið á þetta. Þetta er dálítið skemmtilegt,“ sagði Ásgeir. „Ef þú ert með svona þykkt og gott hár þá er um að gera að láta þetta vaxa dálítið duglega. Þó að hann sé kominn á fertugsaldurinn þá ætla ég að gefa grænt ljós á þetta. Mikkel er nú þremur árum eldri,“ sagði Theódór. Guðmundur líklega hættur að skipta sér af Ásgeir lék lengi undir stjórn Guðmundar landsliðsþjálfara. Félagar hans í landsliðinu til margra ára, Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústavsson, stofnuðu reyndar einmitt fyrirtækið Silver sem framleiddi hárgel. Henry spurði Ásgeir hvort að þjálfarinn skipti sér eitthvað af því hvernig hárgreiðslu menn væru með: „Hann hefur einhvern tímann gert það, í gamla daga. Ég held að hann sé ekki að því í dag. Og ef að menn eru með 9 mörk úr 10 skotum þá lætur hann þetta bara „slæda“,“ sagði Ásgeir léttur í bragði og bætti við: „Ég var voða lítið í þessu. Það voru sumir sem voru svolítið uppteknir af þessu og fengu pillur öðru hverju.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að neðan. Umræðan um Bjarka Má hefst eftir 9 mínútur og 30 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2021 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Bjarki var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag sem hlusta má á hér að neðan. Hann er tekinn við sem aðalhornamaður Íslands í vinstra horninu, eftir tvo áratugi Guðjóns Vals Sigurðssonar í þeirri stöðu. Bjarki varð markakóngur í efstu deild Þýskalands á síðustu leiktíð og sýndi einnig með 9 mörkum úr 10 skotum hvers hann er megnugur, í sigrinum gegn Portúgal á sunnudag. „Hann var bara geggjaður og þetta var nákvæmlega eins leikur og hann er búinn að vera að sýna í bundesligunni. Það er nákvæmlega þetta sem að við viljum sjá frá honum,“ sagði Ásgeir Örn, fyrrverandi landsliðsmaður, en þeir Theódór Ingi Pálmason voru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í þættinum. Bjarki hafði átt frekar dapran leik í útileiknum gegn Portúgal í síðustu viku: „Sextíu prósent nýtingin hjá honum [í Portúgal] var eiginlega bara léleg, því þetta voru góð færi sem hann var að taka, en hann klikkaði bara á dauðafærum. Eina leiðin til að svara slíku er með frammistöðu eins og á sunnudaginn. Vonandi heldur hann því áfram,“ sagði Ásgeir en Bjarki verður í eldlínunni á morgun þegar Ísland mætir Portúgal í þriðja sinn, í fyrsta leik sínum á HM í Egyptalandi. Fær grænt ljós á „Mikkel-bandið“ Henry minntist léttur í bragði á sítt hár Bjarka og ennisbandið sem hann notar og minnir á Mikkel Hansen: „Hann er að taka Mikkel-bandið á þetta. Þetta er dálítið skemmtilegt,“ sagði Ásgeir. „Ef þú ert með svona þykkt og gott hár þá er um að gera að láta þetta vaxa dálítið duglega. Þó að hann sé kominn á fertugsaldurinn þá ætla ég að gefa grænt ljós á þetta. Mikkel er nú þremur árum eldri,“ sagði Theódór. Guðmundur líklega hættur að skipta sér af Ásgeir lék lengi undir stjórn Guðmundar landsliðsþjálfara. Félagar hans í landsliðinu til margra ára, Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústavsson, stofnuðu reyndar einmitt fyrirtækið Silver sem framleiddi hárgel. Henry spurði Ásgeir hvort að þjálfarinn skipti sér eitthvað af því hvernig hárgreiðslu menn væru með: „Hann hefur einhvern tímann gert það, í gamla daga. Ég held að hann sé ekki að því í dag. Og ef að menn eru með 9 mörk úr 10 skotum þá lætur hann þetta bara „slæda“,“ sagði Ásgeir léttur í bragði og bætti við: „Ég var voða lítið í þessu. Það voru sumir sem voru svolítið uppteknir af þessu og fengu pillur öðru hverju.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að neðan. Umræðan um Bjarka Má hefst eftir 9 mínútur og 30 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2021 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira