Fá góðan liðsstyrk fyrir slaginn við Ísland í kvöld og horfa til verðlaunasætis Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2021 13:11 Alfredo Quintana, markvörður Portúgals, segir liðið ætla sér langt á HM. Bjarki Már Elísson og félagar í íslenska landsliðinu eru fyrsta hindrunin. vísir/Hulda Margrét Portúgalar hafa styrkst fyrir átökin við Íslendinga í kvöld á HM í Egyptalandi því þeir munu geta teflt fram hinum reynslumikla Gilberto Duarte, fyrrverandi leikmanni Barcelona. Duarte missti af leikjunum við Ísland í undankeppni EM vegna meiðsla en Paulo Pereira staðfesti á blaðamannafundi í gær að skyttan yrði með í kvöld. „Gilberto er loksins kominn aftur og við verðum með hann í hópnum. Hann bætir miklu við okkar leik, sérstaklega í vörninni,“ sagði Pereira. Í viðtali við portúgalska blaðið Record fyrir mótið sagði Pereira að Portúgal gæti alveg stefnt að verðlaunum á HM, eftir að hafa lent í 6. sæti á EM í fyrra. Fram að því höfðu Portúgalar þó ekki verið á stórmóti í 14 ár. Gilberto Duarte var leikmaður Barcelona áður en hann fór til Montpellier í Frakklandi 2019.Getty/Marius Becker „Það er enginn svakalegur munur á 10. og 1. sæti. Bilið er alltaf að minnka á milli liðanna svo þetta verður mjög jafnt. Markmið geta hjálpað manni að komast lengra í stað þess að dragast aftur úr. Við höfum metnað til að komast á toppinn,“ sagði Pereira. Miklar væntingar hjá Portúgölum Leikmenn hans, fyrirliðinn Rui Silva, markvörðurinn Alfredo Quintana og línumaðurinn Luís Frade, tóku í sama streng. „Með sigri á Íslandi er liðið á góðri leið með að skrá nýjan kafla í sögubækur sínar í Egyptalandi. Þetta er snúinn leikur en hópurinn er fullur af sjálfstrausti og metnaði,“ sagði Silva og bætti við að 32-23 tapið gegn Ísland á Ásvöllum á sunnudag breytti engu þar um. „Við ætlum okkur að ná eins langt og hægt er, rétt eins og á EM í fyrra,“ sagði Quintana sem var Íslendingum erfiður þegar Portúgal vann 26-24 sigur í síðustu viku. Frade, sem er liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, segir leikinn við Ísland algjöran lykilleik: „Væntingarnar eru miklar fyrir HM og við munum taka einn leik fyrir í einu.“ HM 2021 í handbolta Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Leik lokið: Haukar - Fram 20-28 | Framkonur öflugar Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Duarte missti af leikjunum við Ísland í undankeppni EM vegna meiðsla en Paulo Pereira staðfesti á blaðamannafundi í gær að skyttan yrði með í kvöld. „Gilberto er loksins kominn aftur og við verðum með hann í hópnum. Hann bætir miklu við okkar leik, sérstaklega í vörninni,“ sagði Pereira. Í viðtali við portúgalska blaðið Record fyrir mótið sagði Pereira að Portúgal gæti alveg stefnt að verðlaunum á HM, eftir að hafa lent í 6. sæti á EM í fyrra. Fram að því höfðu Portúgalar þó ekki verið á stórmóti í 14 ár. Gilberto Duarte var leikmaður Barcelona áður en hann fór til Montpellier í Frakklandi 2019.Getty/Marius Becker „Það er enginn svakalegur munur á 10. og 1. sæti. Bilið er alltaf að minnka á milli liðanna svo þetta verður mjög jafnt. Markmið geta hjálpað manni að komast lengra í stað þess að dragast aftur úr. Við höfum metnað til að komast á toppinn,“ sagði Pereira. Miklar væntingar hjá Portúgölum Leikmenn hans, fyrirliðinn Rui Silva, markvörðurinn Alfredo Quintana og línumaðurinn Luís Frade, tóku í sama streng. „Með sigri á Íslandi er liðið á góðri leið með að skrá nýjan kafla í sögubækur sínar í Egyptalandi. Þetta er snúinn leikur en hópurinn er fullur af sjálfstrausti og metnaði,“ sagði Silva og bætti við að 32-23 tapið gegn Ísland á Ásvöllum á sunnudag breytti engu þar um. „Við ætlum okkur að ná eins langt og hægt er, rétt eins og á EM í fyrra,“ sagði Quintana sem var Íslendingum erfiður þegar Portúgal vann 26-24 sigur í síðustu viku. Frade, sem er liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, segir leikinn við Ísland algjöran lykilleik: „Væntingarnar eru miklar fyrir HM og við munum taka einn leik fyrir í einu.“
HM 2021 í handbolta Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Leik lokið: Haukar - Fram 20-28 | Framkonur öflugar Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira