Gjafmildi landsmanna bjargaði starfi björgunarsveitarinnar á Flateyri Birgir Olgeirsson skrifar 14. janúar 2021 18:01 Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri. Vísir/Arnar Einu ári eftir að snjóflóð féllu á Flateyri er björgunarsveitin þar á bæ komin í nýtt húsnæði sem sveitin gat keypt með fé sem almenningur og fyrirtæki í landinu gáfu eftir hamfararnir. Í nýja húsnæðinu verður starfrækt heilsugæsla sem var ekki í boði fyrir ári. Flóðin tvö sem féllu rétt fyrir miðnætti 14. janúar í fyrra eru með allra stærstu flóðum sem fallið hafa á leiðigarða. Annað flóðið fór yfir Flateyrarhöfn og skemmdi þar báta og mannvirki. Seinna flóðið fór yfir hús í Ólafstúni. Móðir slapp þar út með tvö börn en björgunarsveitarmenn björguðu elstu dótturinni úr húsinu skömmu síðar. Björgunarsveitin hafðist við í bílskúr á Flateyri fyrir flóðin í fyrra. „Þetta gerðist mjög hratt,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, um nýja húsnæðið. Þegar fregnir bárust af hamförunum í fyrra brugðust margir vel við ákalli um að styrkja björgunarsveitina á Flateyri. „Það safnaðist gífurlega vel inn á reikninginn okkar,“ segir Magnús. Í sumar bauðst björgunarsveitinni að kaupa hluta af húsnæði á Flateyri og fékk um leið kaupanda að gamla húsnæðinu. „Manni fannst sá andi vera ríkjandi í bænum að flestir vildu að við eignuðumst nýtt húsnæði,“ segir Magnús. Aðstaðan í bílskúrnum í janúar í fyrra torveldaði öllu starfi. „Nýja húsnæðið gjörbreytir öllu. Maður finnur líka á bæjarbúum að það er mikil áhugi á okkar starfsemi,“ segir Magnús. Bíða margir spenntir eftir nýliðakynningu hjá björgunarsveitinni, en ekki hefur verið hægt að halda hana vegna samkomutakmarkana. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fékk loksins hentugt rými fyrir heilsugæslu á Flateyri í nýja húsnæðinu. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða gerði leigusamning við björgunarsveitina um rýmið. Magnús segir afar mikilvægt fyrir Flateyringa að fá þessu heilsugæsluaðstöðu. „Að þurfa ekki að leita sér þjónustu yfir vetrartímann í vondu veðri. Til dæmis að þurfa að fara með ungbarn í skoðun á Ísafjörð í óveðri til að láta vigta það, það verður hægt hérna. Þar að auki erum við erum með búnað í þessu herbergi sem vettvangsliðar, sem eru þrír í okkar sveit, fóru á námskeið sem sjúkrahúsið bauð upp á og hafa þar af leiðandi aðgang að lyfjum sem fólk gæti þurft við ýmsar aðstæður. Ef það er lokað inn á Ísafjörð geta þeir verið í símasambandi við lækni og leyst fyrsta viðbragð. Sem vantaði klárlega í janúar,“ segir Magnús. Ljóst sé að þeir fjármunir sem söfnuðust í fyrra fóru í gott starf. „Þeir sem gáfu okkur pening sjá þá í þessu húsnæði. Þetta bjargaði okkar starfsemi.“ Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Björgunarsveitir Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Flóðin tvö sem féllu rétt fyrir miðnætti 14. janúar í fyrra eru með allra stærstu flóðum sem fallið hafa á leiðigarða. Annað flóðið fór yfir Flateyrarhöfn og skemmdi þar báta og mannvirki. Seinna flóðið fór yfir hús í Ólafstúni. Móðir slapp þar út með tvö börn en björgunarsveitarmenn björguðu elstu dótturinni úr húsinu skömmu síðar. Björgunarsveitin hafðist við í bílskúr á Flateyri fyrir flóðin í fyrra. „Þetta gerðist mjög hratt,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, um nýja húsnæðið. Þegar fregnir bárust af hamförunum í fyrra brugðust margir vel við ákalli um að styrkja björgunarsveitina á Flateyri. „Það safnaðist gífurlega vel inn á reikninginn okkar,“ segir Magnús. Í sumar bauðst björgunarsveitinni að kaupa hluta af húsnæði á Flateyri og fékk um leið kaupanda að gamla húsnæðinu. „Manni fannst sá andi vera ríkjandi í bænum að flestir vildu að við eignuðumst nýtt húsnæði,“ segir Magnús. Aðstaðan í bílskúrnum í janúar í fyrra torveldaði öllu starfi. „Nýja húsnæðið gjörbreytir öllu. Maður finnur líka á bæjarbúum að það er mikil áhugi á okkar starfsemi,“ segir Magnús. Bíða margir spenntir eftir nýliðakynningu hjá björgunarsveitinni, en ekki hefur verið hægt að halda hana vegna samkomutakmarkana. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fékk loksins hentugt rými fyrir heilsugæslu á Flateyri í nýja húsnæðinu. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða gerði leigusamning við björgunarsveitina um rýmið. Magnús segir afar mikilvægt fyrir Flateyringa að fá þessu heilsugæsluaðstöðu. „Að þurfa ekki að leita sér þjónustu yfir vetrartímann í vondu veðri. Til dæmis að þurfa að fara með ungbarn í skoðun á Ísafjörð í óveðri til að láta vigta það, það verður hægt hérna. Þar að auki erum við erum með búnað í þessu herbergi sem vettvangsliðar, sem eru þrír í okkar sveit, fóru á námskeið sem sjúkrahúsið bauð upp á og hafa þar af leiðandi aðgang að lyfjum sem fólk gæti þurft við ýmsar aðstæður. Ef það er lokað inn á Ísafjörð geta þeir verið í símasambandi við lækni og leyst fyrsta viðbragð. Sem vantaði klárlega í janúar,“ segir Magnús. Ljóst sé að þeir fjármunir sem söfnuðust í fyrra fóru í gott starf. „Þeir sem gáfu okkur pening sjá þá í þessu húsnæði. Þetta bjargaði okkar starfsemi.“
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Björgunarsveitir Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira