„Kristín drottning tekur þetta að sér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2021 11:31 Kristín Guðmunsdóttir í leik með HK-liðinu. Vísir/Bára HK þarf væntanlega að treysta á aldursforseta deildarinnar eftir að lykilmaður Kópavogsliðsins datt út á dögunum. Svava Kristín Grétarsdóttir og sérfræðingar hennar í Seinni bylgjunni fóru yfir breytingarnar á Olís deild kvenna í handbolta síðan að síðast var spilað í deildinni fyrir meira en hundrað dögum síðan. Svava Kristín var með sérfræðingana Sunnevu Einarsdóttur og Þorgerði Önnu Atladóttur með sér í þættinum og þær tóku meðal annars fyrir lið HK sem mætir með breytt lið. Kvennalið HK varð nefnilega fyrir mikilli blóðtöku á meðan ekkert var spilað í þrjá mánuði í Olís deild kvenna í handbolta. „Það eru talsverðar breytingar á liði HK. Þar er ansi stór leikmaður sem er dottin út því Vala Þorsteins er ólétt og hún verður ekki meira með,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir skoraði fjórtán mörk í fyrstu þremur leikjum HK á leiktíðinni. „Þetta er stór biti og það er enginn að fara fylla upp í hennar skarð,“ sagði Sunneva Einarsdóttir en Þorgerður Anna Atladóttir var þá fljót að minna hana á eitt. „Kristín drottning stígur fram og tekur þetta að sér,“ sagði Þorgerður Anna og Sunneva tók undir það. Þar erum við að tala um reynsluboltann Kristínu Guðmundsdóttir sem verður 43 ára gömul í sumar. Klippa: Seinni bylgjan: Breytingar hjá kvennaliði HK „Hún tekur þetta að sér og gerir það vel. Hún mun stjórna þessu,“ sagði Sunneva. „Eins og við vorum búnar að tala um þá var Vala lykilleikmaður í þessu liði og hún stjórnaði sóknarleiknum og sá um þetta,“ sagði Þorgerður Anna. „Stjórnaði hljómsveit og kór,“ skaut Sunneva inn í. „Hvað munar tuttugu árum á Völu og Kristínu,“ spurði þá Svava Kristín og bætti við. „Við vitum öll hvernig Kristín er. Hún er geggjuð og rífur alla áfram. Það er fáránlegt hvað hún er ennþá góð en hún er samt orðin þetta gömul. Hún er á fimmtugsaldri,“ sagði Svava Kristín. „Hún er komin á þennan aldur og hefur aðeins dregið sig í hlé síðustu tvö tímabil. Hún hefur verið meira í vörninni. Svo á hún aftur að koma inn núna og á þá að setja allt á herðarnar á henni? Ég er ekki viss um að það myndi gangi eitthvað svakalega vel,“ sagði Þorgerður Anna. Það má sjá umfjöllun þeirra um missi HK hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan HK Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir og sérfræðingar hennar í Seinni bylgjunni fóru yfir breytingarnar á Olís deild kvenna í handbolta síðan að síðast var spilað í deildinni fyrir meira en hundrað dögum síðan. Svava Kristín var með sérfræðingana Sunnevu Einarsdóttur og Þorgerði Önnu Atladóttur með sér í þættinum og þær tóku meðal annars fyrir lið HK sem mætir með breytt lið. Kvennalið HK varð nefnilega fyrir mikilli blóðtöku á meðan ekkert var spilað í þrjá mánuði í Olís deild kvenna í handbolta. „Það eru talsverðar breytingar á liði HK. Þar er ansi stór leikmaður sem er dottin út því Vala Þorsteins er ólétt og hún verður ekki meira með,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir skoraði fjórtán mörk í fyrstu þremur leikjum HK á leiktíðinni. „Þetta er stór biti og það er enginn að fara fylla upp í hennar skarð,“ sagði Sunneva Einarsdóttir en Þorgerður Anna Atladóttir var þá fljót að minna hana á eitt. „Kristín drottning stígur fram og tekur þetta að sér,“ sagði Þorgerður Anna og Sunneva tók undir það. Þar erum við að tala um reynsluboltann Kristínu Guðmundsdóttir sem verður 43 ára gömul í sumar. Klippa: Seinni bylgjan: Breytingar hjá kvennaliði HK „Hún tekur þetta að sér og gerir það vel. Hún mun stjórna þessu,“ sagði Sunneva. „Eins og við vorum búnar að tala um þá var Vala lykilleikmaður í þessu liði og hún stjórnaði sóknarleiknum og sá um þetta,“ sagði Þorgerður Anna. „Stjórnaði hljómsveit og kór,“ skaut Sunneva inn í. „Hvað munar tuttugu árum á Völu og Kristínu,“ spurði þá Svava Kristín og bætti við. „Við vitum öll hvernig Kristín er. Hún er geggjuð og rífur alla áfram. Það er fáránlegt hvað hún er ennþá góð en hún er samt orðin þetta gömul. Hún er á fimmtugsaldri,“ sagði Svava Kristín. „Hún er komin á þennan aldur og hefur aðeins dregið sig í hlé síðustu tvö tímabil. Hún hefur verið meira í vörninni. Svo á hún aftur að koma inn núna og á þá að setja allt á herðarnar á henni? Ég er ekki viss um að það myndi gangi eitthvað svakalega vel,“ sagði Þorgerður Anna. Það má sjá umfjöllun þeirra um missi HK hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan HK Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti