Kveður FCK sem stuðningsmaður og vill eitt ævintýri í viðbót Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2021 17:02 Ragnar Sigurðsson er mættur í búning Rukh Lviv. mynd/fcrukh.com „Ég vil gjarnan fá að upplifa eitt ævintýri í viðbót,“ segir Ragnar Sigurðsson í kveðjuorðum sínum til stuðningsmanna FC Köbenhavn en Ragnar hefur lengi verið í miklum metum hjá stuðningsmönnunum. Ragnar hefur verið seldur til Rukh Lviv í Úkraínu. Á vef FCK er haft eftir William Kvist, íþróttastjóra félagsins, að samkeppnin um miðvarðastöðurnar hjá liðinu sé einfaldlega mjög hörð. „Útlitið varðandi spiltíma Ragnars í vor var því ekki sérlega gott. Þess vegna hentar það báðum aðilum að hann fari nú annað og fái eins mikið út úr restinni af ferlinum eins og hann getur, með því að spila leiki og upplifa eitt ævintýri enn. Við óskum honum alls hins besta í því,“ sagði Kvist. Ragnar lék alls 110 leiki fyrir FCK eftir að hann kom til félagsins frá IFK Gautaborg 2011. Hann spilaði svo í Rússlandi um árabil, og eitt tímabil með Fulham í næstefstu deild Englands, áður en hann sneri aftur til Kaupmannahafnar fyrir ári síðan. Deildarleikirnir urðu aðeins fimm talsins á síðasta ári en þar höfðu kórónuveirufaraldurinn og meiðsli sitt að segja. "Jeg bliver aldrig en FCK-spiller igen, men jeg bliver en FCK-fan." Se denne farvelhilsen fra Ragnar Sigurdsson til alle jer fans - tak for alt, Ragge! #fcklive #sldk pic.twitter.com/6oyf0nQHRZ— F.C. København (@FCKobenhavn) January 18, 2021 Ragnar segist þó ekki sjá eftir neinu varðandi það að koma aftur til FCK og hann sé stoltur af því að hafa spilað fyrir félagið á nýjan leik. „FCK verður alltaf mjög sérstakt í mínum huga og þó að ég verði ekki áfram leikmaður FCK þá verð ég alltaf stuðningsmaður FCK,“ sagði Ragnar við heimasíðu félagsins. „Ég á ekki mörg ár eftir af ferlinum og ég vil gjarnan fá að spila fleiri leiki og upplifa eitt ævintýri til viðbótar. Ég fæ núna möguleika á því og hlakka til að byrja,“ sagði Ragnar. Næsti leikur Rukh Lviv í úkraínsku úrvalsdeildinni er 12. febrúar gegn Vorskla. Liðið er í 12. sæti af 14 liðum í deildinni, með níu stig eftir 13 leiki. Danski boltinn Tengdar fréttir Ragnar seldur til Úkraínu Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið seldur frá FC Köbenhavn til úkraínska knattspyrnufélagsins Rukh Lviv. FCK hefur staðfest félagaskiptin. 18. janúar 2021 11:27 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Sjá meira
Ragnar hefur verið seldur til Rukh Lviv í Úkraínu. Á vef FCK er haft eftir William Kvist, íþróttastjóra félagsins, að samkeppnin um miðvarðastöðurnar hjá liðinu sé einfaldlega mjög hörð. „Útlitið varðandi spiltíma Ragnars í vor var því ekki sérlega gott. Þess vegna hentar það báðum aðilum að hann fari nú annað og fái eins mikið út úr restinni af ferlinum eins og hann getur, með því að spila leiki og upplifa eitt ævintýri enn. Við óskum honum alls hins besta í því,“ sagði Kvist. Ragnar lék alls 110 leiki fyrir FCK eftir að hann kom til félagsins frá IFK Gautaborg 2011. Hann spilaði svo í Rússlandi um árabil, og eitt tímabil með Fulham í næstefstu deild Englands, áður en hann sneri aftur til Kaupmannahafnar fyrir ári síðan. Deildarleikirnir urðu aðeins fimm talsins á síðasta ári en þar höfðu kórónuveirufaraldurinn og meiðsli sitt að segja. "Jeg bliver aldrig en FCK-spiller igen, men jeg bliver en FCK-fan." Se denne farvelhilsen fra Ragnar Sigurdsson til alle jer fans - tak for alt, Ragge! #fcklive #sldk pic.twitter.com/6oyf0nQHRZ— F.C. København (@FCKobenhavn) January 18, 2021 Ragnar segist þó ekki sjá eftir neinu varðandi það að koma aftur til FCK og hann sé stoltur af því að hafa spilað fyrir félagið á nýjan leik. „FCK verður alltaf mjög sérstakt í mínum huga og þó að ég verði ekki áfram leikmaður FCK þá verð ég alltaf stuðningsmaður FCK,“ sagði Ragnar við heimasíðu félagsins. „Ég á ekki mörg ár eftir af ferlinum og ég vil gjarnan fá að spila fleiri leiki og upplifa eitt ævintýri til viðbótar. Ég fæ núna möguleika á því og hlakka til að byrja,“ sagði Ragnar. Næsti leikur Rukh Lviv í úkraínsku úrvalsdeildinni er 12. febrúar gegn Vorskla. Liðið er í 12. sæti af 14 liðum í deildinni, með níu stig eftir 13 leiki.
Danski boltinn Tengdar fréttir Ragnar seldur til Úkraínu Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið seldur frá FC Köbenhavn til úkraínska knattspyrnufélagsins Rukh Lviv. FCK hefur staðfest félagaskiptin. 18. janúar 2021 11:27 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Sjá meira
Ragnar seldur til Úkraínu Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið seldur frá FC Köbenhavn til úkraínska knattspyrnufélagsins Rukh Lviv. FCK hefur staðfest félagaskiptin. 18. janúar 2021 11:27