Toyota smíðar sjálfkeyrandi drift bíl með Stanford Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. janúar 2021 07:01 Toyota Supra að drifta sjálfri sér. Toyota hefur í samstarfi við Stanford Háskóla þróð og smíðað sjálfkeyrandi, driftandi Toyota Supra bifreið. Myndband af bílnum fylgir fréttinni. Verkfræðingar rannsóknarstofnunar Toyota og Stanford Háskóla hafa sett af stað verkefni sem snýst um þróun algríms eða reikniforrita sem herma eftir mannlegum akstursstíl. Toyota hefur bent á að flestir árekstrar gerist við hversdagslegar aðstæður. Aðrir árekstrar gerist við aðstæður þar sem bílar eru af einhverjum ástæðum komnir af þolmörkum. Þar af leiðandi er bíll sem getur gripið inn í þegar bíllinn er kominn í erfiðar aðstæður. Hugsunin er að bíllinn geti gripið inn í þegar ökumaður þarf að bregðast við örðum í umferðinni og bíllinn fer að renna til. Algrímurinn á að vera enn eitt tólið til að auka öryggi bifreiða. Toyota segir að þetta sé ein af þeim virku ökumannsaðstoðum sem Toyota sér fyrir sér að koma á markað. Ætlunin er að dreifa þekkingu sem verður til í þessu verkefni með öðrum bílaframleiðendum, til að auka öryggi á vegum úti. Prófessor Chris Gerdes segir að síðan 2008 hafi teymið hans „sótt innblástur frá mennskum kappakstursökumönnum þegar það þróar algrím sem gerir sjálfvirkum ökutækjum kleift að glíma við alvarlegustu neyðartilvik“. Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent
Verkfræðingar rannsóknarstofnunar Toyota og Stanford Háskóla hafa sett af stað verkefni sem snýst um þróun algríms eða reikniforrita sem herma eftir mannlegum akstursstíl. Toyota hefur bent á að flestir árekstrar gerist við hversdagslegar aðstæður. Aðrir árekstrar gerist við aðstæður þar sem bílar eru af einhverjum ástæðum komnir af þolmörkum. Þar af leiðandi er bíll sem getur gripið inn í þegar bíllinn er kominn í erfiðar aðstæður. Hugsunin er að bíllinn geti gripið inn í þegar ökumaður þarf að bregðast við örðum í umferðinni og bíllinn fer að renna til. Algrímurinn á að vera enn eitt tólið til að auka öryggi bifreiða. Toyota segir að þetta sé ein af þeim virku ökumannsaðstoðum sem Toyota sér fyrir sér að koma á markað. Ætlunin er að dreifa þekkingu sem verður til í þessu verkefni með öðrum bílaframleiðendum, til að auka öryggi á vegum úti. Prófessor Chris Gerdes segir að síðan 2008 hafi teymið hans „sótt innblástur frá mennskum kappakstursökumönnum þegar það þróar algrím sem gerir sjálfvirkum ökutækjum kleift að glíma við alvarlegustu neyðartilvik“.
Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent