„Því miður þá kemur þetta manni nákvæmlega ekkert á óvart“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2021 12:00 Íslensku strákarnir fagna sigri á Marokkó á meðan þjálfari Marokkó hughreystir sinn mann. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Íslensku strákarnir voru heppnir að slasast ekki í leiknum á móti hinum grófu Marokkóbúum en leikur þeirra kom gamalli landsliðshetju ekkert á óvart. Henry Birgir Gunnarsson fór yfir riðlakeppni íslenska handboltalandsliðsins á HM í Egyptalandi í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag á Vísi með þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Jóhanni Gunnari Einarssyni. Þeir ræddu meðal annars um brot Marókkómanna á íslensku landsliðsmönnunum. Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur farið á sextán stórmót með íslenska landsliðinu og hann hafði varað við ljótum brotum afrísku leikmannanna fyrir leikina á móti Alsír og Marokkó. „Þú varst að tala um að það gæti verið skrautlegt að spila við þessi afrísku lið og þau séu að lemja hér og þar. Þetta var viðbjóður sem var boðið upp á. Þrjú rauð spjöld hjá Marokkó og þetta brot á Viggó er algjörlega til skammar,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Því miður þá kemur þetta manni nákvæmlega ekkert á óvart. Allt við þetta. Þeir láta eins og þetta sé algjörlega óvart og eru með einhver læti inn á vellinum. Maður er bara: Áttar þú þig ekki á því að það eru allir búnir að horfa á þetta þrisvar sinnum í sjónvarpinu. Þú bara þrumar í andlitið á honum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta var ljótt en sem betur fer þá fannst mér tékknesku dómararnir taka þetta föstum tökum og gerðu þetta vel. Það var ekki nokkurt hik á þeim. Þetta voru bara þessi þrjú rauð spjöld sem þeir áttu skilið,“ sagði Ásgeir Örn. „Brotið á Viggó þar sem hann er að koma á ferðinni í seinni bylgjunni. Þar er hann ekki að gera neitt annað en að þruma olnboganum í hann. Þetta hefði getað farið mjög illa,“ sagði Ásgeir Örn. „Í leiknum sjálfum þá eru þeir ekkert grófir. Þeir eru ekkert að rífa aftan í menn eða að fá mikið af tveggja mínútna brottrekstrum. Svo koma svona brot inn á milli og maður hugsar: Hvað eru þeir að gera?,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2021 í handbolta Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson fór yfir riðlakeppni íslenska handboltalandsliðsins á HM í Egyptalandi í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag á Vísi með þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Jóhanni Gunnari Einarssyni. Þeir ræddu meðal annars um brot Marókkómanna á íslensku landsliðsmönnunum. Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur farið á sextán stórmót með íslenska landsliðinu og hann hafði varað við ljótum brotum afrísku leikmannanna fyrir leikina á móti Alsír og Marokkó. „Þú varst að tala um að það gæti verið skrautlegt að spila við þessi afrísku lið og þau séu að lemja hér og þar. Þetta var viðbjóður sem var boðið upp á. Þrjú rauð spjöld hjá Marokkó og þetta brot á Viggó er algjörlega til skammar,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Því miður þá kemur þetta manni nákvæmlega ekkert á óvart. Allt við þetta. Þeir láta eins og þetta sé algjörlega óvart og eru með einhver læti inn á vellinum. Maður er bara: Áttar þú þig ekki á því að það eru allir búnir að horfa á þetta þrisvar sinnum í sjónvarpinu. Þú bara þrumar í andlitið á honum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta var ljótt en sem betur fer þá fannst mér tékknesku dómararnir taka þetta föstum tökum og gerðu þetta vel. Það var ekki nokkurt hik á þeim. Þetta voru bara þessi þrjú rauð spjöld sem þeir áttu skilið,“ sagði Ásgeir Örn. „Brotið á Viggó þar sem hann er að koma á ferðinni í seinni bylgjunni. Þar er hann ekki að gera neitt annað en að þruma olnboganum í hann. Þetta hefði getað farið mjög illa,“ sagði Ásgeir Örn. „Í leiknum sjálfum þá eru þeir ekkert grófir. Þeir eru ekkert að rífa aftan í menn eða að fá mikið af tveggja mínútna brottrekstrum. Svo koma svona brot inn á milli og maður hugsar: Hvað eru þeir að gera?,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2021 í handbolta Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira