Aron segir að Tomas Svensson hafi hringt strax í sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2021 08:15 Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska landsliðsins og algjör lykilmaður í liðinu. Vísir/Vilhelm Aron Pálmarsson segir það vera erfið staða fyrir sig að sitja meiddur heima og geta ekki hjálpað íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta. Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur farið yfir hlutina með Tomasi Svensson, aðstoðarþjálfara íslenska liðsins, vegna ummæla Svíans um Aron í viðtalinu við Staffan Olsson á dögunum. „Þetta var náttúrulega mjög skrítið verð ég að segja, að vakna við þetta í gær. Hann [Tomas Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til, sagði Aron Pálmarsson í viðtali við Ríkisútvarpið. „Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og þeirra innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron sem segir að Brynjólfur Jónsson hafi verið með í ráðum síðan að þetta gerist. Brynjólfur hefur einnig verið í góðu sambandið við læknana hjá Barcelona. „Svo flýg ég heim daginn eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar og hitti Binna síðan daginn eftir það. Þetta mál er í rauninni bara í meira lagi óheppilegt og skrítið. Það er enginn misskilningur í gangi. Þetta í rauninni bara samskiptaleysi,“ sagði Aron. Aron segist vera kominn með þykkan skráp enda búinn að vera í sviðsljósinu lengi. „Það er mjög erfitt að sitja undir slíku. Maður er fyrirliði og prímus mótór í þessu liði, þannig það er alltaf smjattað á öllu og maður er orðinn vanur því. En það er náttúrulega nógu erfitt að sitja heima og þurfa að horfa á þetta í staðinn fyrir að vera að spila. Og erfitt að vera í þessum meiðslum. Sérstaklega svona meiðslum, sem eru alvarleg,“ sagði Aron í þessu viðtali á RÚV. Aron Pálmarsson talaði líka um það að hann muni alltaf gefa kost á sér svo framarlega sem líkaminn leyfi. Hann veit heldur ekki hvenær hann mun geta byrjað að spila aftur eftir þessi meiðsli sem halda honum frá HM í Egyptalandi. Eins og kom fram á Vísi þá er núna hægt að hlusta á það sem Tomas Svensson sagði nákvæmlega í þessu viðtali. Þar talaði hann ekki bara um að læknarnir hafi ekki fengið að skoða Aron heldur að inn í þetta blandist samningamál Arons og Barcelona sem og að möguleikar íslenska landsliðsins á verðlaunum hafi ekki verið miklir. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundsson sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson í viðtalinu.a 20. janúar 2021 08:01 Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. 18. janúar 2021 12:02 Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. 18. janúar 2021 08:30 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur farið yfir hlutina með Tomasi Svensson, aðstoðarþjálfara íslenska liðsins, vegna ummæla Svíans um Aron í viðtalinu við Staffan Olsson á dögunum. „Þetta var náttúrulega mjög skrítið verð ég að segja, að vakna við þetta í gær. Hann [Tomas Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til, sagði Aron Pálmarsson í viðtali við Ríkisútvarpið. „Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og þeirra innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron sem segir að Brynjólfur Jónsson hafi verið með í ráðum síðan að þetta gerist. Brynjólfur hefur einnig verið í góðu sambandið við læknana hjá Barcelona. „Svo flýg ég heim daginn eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar og hitti Binna síðan daginn eftir það. Þetta mál er í rauninni bara í meira lagi óheppilegt og skrítið. Það er enginn misskilningur í gangi. Þetta í rauninni bara samskiptaleysi,“ sagði Aron. Aron segist vera kominn með þykkan skráp enda búinn að vera í sviðsljósinu lengi. „Það er mjög erfitt að sitja undir slíku. Maður er fyrirliði og prímus mótór í þessu liði, þannig það er alltaf smjattað á öllu og maður er orðinn vanur því. En það er náttúrulega nógu erfitt að sitja heima og þurfa að horfa á þetta í staðinn fyrir að vera að spila. Og erfitt að vera í þessum meiðslum. Sérstaklega svona meiðslum, sem eru alvarleg,“ sagði Aron í þessu viðtali á RÚV. Aron Pálmarsson talaði líka um það að hann muni alltaf gefa kost á sér svo framarlega sem líkaminn leyfi. Hann veit heldur ekki hvenær hann mun geta byrjað að spila aftur eftir þessi meiðsli sem halda honum frá HM í Egyptalandi. Eins og kom fram á Vísi þá er núna hægt að hlusta á það sem Tomas Svensson sagði nákvæmlega í þessu viðtali. Þar talaði hann ekki bara um að læknarnir hafi ekki fengið að skoða Aron heldur að inn í þetta blandist samningamál Arons og Barcelona sem og að möguleikar íslenska landsliðsins á verðlaunum hafi ekki verið miklir.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundsson sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson í viðtalinu.a 20. janúar 2021 08:01 Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. 18. janúar 2021 12:02 Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. 18. janúar 2021 08:30 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundsson sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson í viðtalinu.a 20. janúar 2021 08:01
Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. 18. janúar 2021 12:02
Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. 18. janúar 2021 08:30