Umfjöllun og viðtöl Haukar - Keflavík 57-67 | Ósigraðir Keflvíkingar Atli Freyr Arason skrifar 20. janúar 2021 21:46 Fjórir leikmenn Hauka gegn einum Keflvíking. Keflavík er með fullt hús stiga. vísir/hulda margrét Keflavík hefur unnið alla fjóra sína í Domino's deild kvenna en í kvöld vann liðið sigur á Haukum í hörkuleik í Ólafssal á Ásvöllum. Haukar byrjuðu leikinn mun betur en gestirnir frá Keflavík en Haukakonur skoruðu fyrstu 6 stig leikhlutans. Heimakonur héldu þessu forskoti svo jafnt og þétt út fyrsta leikhlutann sem þær unnu verðskuldað, 22-15. Haukar héldu uppteknum hætti framan af í seinni leikhlutanum og komust mest í 10 stiga forystu en um miðbik annars leikhluta fór Keflavíkur vélinn að malla, í stöðunni 31-24 tekur við 1-7 kafli fyrir gestina og liðinn ganga jöfn til búningsherbergja í hálfleik, 33-33. Þriðji leikhluti fór jafn af stað en Keflavík kemst yfir þegar leikhlutinn er rétt rúmlega hálfnaður, í stöðunni 39-40. Þetta var jafnframt í fyrsta skipti í leiknum Keflavík kemst yfir en eftir að gestirnir náðu forystunni þá litu þær aldrei um öxl. Þær unnu þriðja leikhlutan 11-18 og staðan var 44-51 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Með Danielu Morillo fremsta í flokki var sigur Keflavík nánast aldrei í hættu í fjórða leikhlutann en hún skoraði helming af stigum gestanna í fjórða leikhlutanum sem vanst 13-16 en alls setti hún 31 af 67 stigum Keflavíkur í kvöld. Lokatölur, 57-67. Írena var að spila gegn sínum gömlu samherjum í kvöld.vísir/hulda margrét Af hverju vann Keflavík? Daniela Wallen Morillo. Bakvörðurinn frá Venesúela átti stórleik fyrir gestina í kvöld. Hún skoraði eins og áður sagði 31 stig og tók þar að auki 23 fráköst! Sú næst stigahæsta í kvöld var með 17 stig og enginn annar náði fleiri en sjö fráköstum. Yfirburða leikur hjá Danielu! Hvað gekk illa? Haukar byrjuðu vel en eftir að Keflavík komst í gang þá er eins og leikur heimakvenna detti niður, skotnýtingin varð slakari og liðið tapaði fleiri boltum þegar líða tók á leikinn. Hverjar stóðu upp úr? Daniela Morillo án alls vafa. Það var enginn með tærnar þar sem hún hafði hælana í kvöld. Hvað gerist næst? Deildin heldur áfram að spilast mjög þétt. Á laugardaginn næsta fer fram önnur heil umferð í deildinni en þá fá fara Haukar í Vesturbæ og spila gegn KR-ingum á meðan að Keflavík fær topplið Vals í heimsókn suður með sjó. Morillo var frábær í kvöld.vísir/hulda margrét Jón Halldór er þjálfari Keflavíkur.vísir/hulda margrét Jón Halldór: Við höfum ekki alltaf riðið feitum hesti hérna Jón Halldór þjálfari Keflavíkur var eðlilega sáttur í viðtali eftir 10 stiga sigur á Haukum „Ég er ánægður. Það er erfitt að koma í þennan glæsilega sal hjá Haukum og spila körfubolta. Við höfum ekki alltaf riðið feitum hesti hérna, þannig ég er bara mjög ánægður að hafa unnið." sagði Jón Halldór glaður á svip. Jón Halldór sagði í viðtali eftir síðasta sigurleik liðsins gegn Fjölni að ein af ástæðum liðsins fyrir sigri væri að þær væru í töluvert betra formi en andstæðingarnir. Jón Halldór var því spurður hvort að æfingarbannið sem sérstaklega höfuðborgarliðin lentu í væri að farið að segja eitthvað til sín. „Ef hefur eitthvað með þetta að gera, þá þurfa þjálfararnir i deildinni að hugsa sig um. Það fóru allir í lockdown frá æfingum í margar vikur, þannig það skiptir engu máli. Æfingarbannið kemur þessu ekkert við, við æfðum samt bara mjög vel. Ég var með 15 stelpur á æfingum allan desember. Þegar við máttum ekki æfa sem lið þá æfðu stelpurnar bara einar og þær voru mjög samviskusamar. Ég geng mjög mikið sjálfur, þótt það sjáist ekki, þá geng ég mikið og ég var alltaf að mæta þeim. Þær voru mjög samviskusamar. Ég er ótrúlega ánægður með formið á þeim," svaraði Jón Halldór ákveðinn. Daniela Morillo átti stórleik í kvöld. Jón Halldór hrósaði þó öllum leikmönnum sínum sem og andstæðingum sínum fyrir góðan leik í kvöld. „Vinna, elja, við börðumst eins og ljón allan tíman. Haukarnir voru að spila hörku vörn á okkur, kannski bestu vörnina sem við höfum fengið á okkur í vetur. Við vorum kannski ekki 100% tilbúnar en við leystum vel úr þessu, sem betur fer. Erlendi leikmaðurinn inn, Daniela, var frábær og íslensku stelpurnar líka, þetta eru ungar stelpur og þær eru að gera ótrúlega flotta hluti. Ég get ekki kvartað. Við höldum Haukum í 57 stigum á heimavelli." Keflavík er eina liðið með 100% árangur í deildinni til þessa. Næst er ærið verkefni gegn Íslandsmeisturum Vals á heimavelli á Suðurnesjunum. Jón var ekkert á því að leyna markmiðum liðsins fyrir þennan erfiða leik. „Ég væri ekki hérna ef ég ætlaði ekki að vinna alla leiki. Ég myndi aldrei mæta í leik gegn Val og segja að við ætlum bara að gera okkar besta og sjá hvað gerist. Það er ekki þannig. Auðvitað ætlum við að reyna að vinna Val. Þær eru ríkjandi meistarar og eiga að vera lang, lang, lang bestar. Við erum að fara að mæta þeim á heimavelli í hörkuleik og ég er ógeðslega spenntur," sagði þjálfari Keflavíkur, Jón Halldór Eðvaldsson að lokum. Bjarni Magnússon er þjálfari Hauka. Hann skilur ekkert í dómi Einars Skarphéðinssonar í leik kvöldsins.vísir/hulda margrét Bjarni: Lykilmenn í okkar liði eru bara ekki að skila því verki sem þær þurfa að skila Bjarni Magnússon eða Baddi eins og hann er oftast kallaður, var mjög svekktur eftir tapleikinn í kvöld. „Þetta var voðalega dapur leikur af okkar hálfu í dag, bara því miður. Við ætluðum að reyna að byggja ofan á nokkuð góðan seinni hálfleik gegn Val í síðasta leik. Við byrjuðum ágætlega en svo datt botninn bara svolítið úr þessu og við vorum rosalega flatar út leikinn. Við misstum bara andlitið einhvern veginn. Þetta var ekki gott," sagði Baddi í viðtali eftir leik. Baddi var ekki sáttur við frammistöðu lykilleikmanna sinna í kvöld. „Mér fannst við koma fínt inn í leikinn. Um leið og við fengum smá mótlæti þá brotnuðum við auðveldlega niður. Lykil leikmenn í okkar liði eru bara ekki að skila því verki sem þær þurfa að skila. Þær draga vagninn og ef þær detta niður í þessa gryfju að hengja haus og annað þá eru þær fljótar að taka restina með sér," bætti Baddi við. Baddi var sérstaklega spurður út í frammistöðu Danielu Morillo í kvöld sem hann gaf ekkert mikið fyrir. „Við hefðum kannski átt að breyta um vörn fyrr en það er ekkert stórmál þótt einhver leikmaður skori 30 stig á móti manni. Þær skora 67 stig og það er ekkert hræðilegt en aftur á móti þá hittum við bara ekki neitt og lykilleikmenn okkar eru ekki að setja stig fyrir okkur en við þurfum á því að halda. Það vantar aðeins meiri gleði í það sem við erum að gera. Þetta var rosalega flatt," sagði Bjarni Magnússon að lokum. Dominos-deild kvenna Haukar Keflavík ÍF
Keflavík hefur unnið alla fjóra sína í Domino's deild kvenna en í kvöld vann liðið sigur á Haukum í hörkuleik í Ólafssal á Ásvöllum. Haukar byrjuðu leikinn mun betur en gestirnir frá Keflavík en Haukakonur skoruðu fyrstu 6 stig leikhlutans. Heimakonur héldu þessu forskoti svo jafnt og þétt út fyrsta leikhlutann sem þær unnu verðskuldað, 22-15. Haukar héldu uppteknum hætti framan af í seinni leikhlutanum og komust mest í 10 stiga forystu en um miðbik annars leikhluta fór Keflavíkur vélinn að malla, í stöðunni 31-24 tekur við 1-7 kafli fyrir gestina og liðinn ganga jöfn til búningsherbergja í hálfleik, 33-33. Þriðji leikhluti fór jafn af stað en Keflavík kemst yfir þegar leikhlutinn er rétt rúmlega hálfnaður, í stöðunni 39-40. Þetta var jafnframt í fyrsta skipti í leiknum Keflavík kemst yfir en eftir að gestirnir náðu forystunni þá litu þær aldrei um öxl. Þær unnu þriðja leikhlutan 11-18 og staðan var 44-51 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Með Danielu Morillo fremsta í flokki var sigur Keflavík nánast aldrei í hættu í fjórða leikhlutann en hún skoraði helming af stigum gestanna í fjórða leikhlutanum sem vanst 13-16 en alls setti hún 31 af 67 stigum Keflavíkur í kvöld. Lokatölur, 57-67. Írena var að spila gegn sínum gömlu samherjum í kvöld.vísir/hulda margrét Af hverju vann Keflavík? Daniela Wallen Morillo. Bakvörðurinn frá Venesúela átti stórleik fyrir gestina í kvöld. Hún skoraði eins og áður sagði 31 stig og tók þar að auki 23 fráköst! Sú næst stigahæsta í kvöld var með 17 stig og enginn annar náði fleiri en sjö fráköstum. Yfirburða leikur hjá Danielu! Hvað gekk illa? Haukar byrjuðu vel en eftir að Keflavík komst í gang þá er eins og leikur heimakvenna detti niður, skotnýtingin varð slakari og liðið tapaði fleiri boltum þegar líða tók á leikinn. Hverjar stóðu upp úr? Daniela Morillo án alls vafa. Það var enginn með tærnar þar sem hún hafði hælana í kvöld. Hvað gerist næst? Deildin heldur áfram að spilast mjög þétt. Á laugardaginn næsta fer fram önnur heil umferð í deildinni en þá fá fara Haukar í Vesturbæ og spila gegn KR-ingum á meðan að Keflavík fær topplið Vals í heimsókn suður með sjó. Morillo var frábær í kvöld.vísir/hulda margrét Jón Halldór er þjálfari Keflavíkur.vísir/hulda margrét Jón Halldór: Við höfum ekki alltaf riðið feitum hesti hérna Jón Halldór þjálfari Keflavíkur var eðlilega sáttur í viðtali eftir 10 stiga sigur á Haukum „Ég er ánægður. Það er erfitt að koma í þennan glæsilega sal hjá Haukum og spila körfubolta. Við höfum ekki alltaf riðið feitum hesti hérna, þannig ég er bara mjög ánægður að hafa unnið." sagði Jón Halldór glaður á svip. Jón Halldór sagði í viðtali eftir síðasta sigurleik liðsins gegn Fjölni að ein af ástæðum liðsins fyrir sigri væri að þær væru í töluvert betra formi en andstæðingarnir. Jón Halldór var því spurður hvort að æfingarbannið sem sérstaklega höfuðborgarliðin lentu í væri að farið að segja eitthvað til sín. „Ef hefur eitthvað með þetta að gera, þá þurfa þjálfararnir i deildinni að hugsa sig um. Það fóru allir í lockdown frá æfingum í margar vikur, þannig það skiptir engu máli. Æfingarbannið kemur þessu ekkert við, við æfðum samt bara mjög vel. Ég var með 15 stelpur á æfingum allan desember. Þegar við máttum ekki æfa sem lið þá æfðu stelpurnar bara einar og þær voru mjög samviskusamar. Ég geng mjög mikið sjálfur, þótt það sjáist ekki, þá geng ég mikið og ég var alltaf að mæta þeim. Þær voru mjög samviskusamar. Ég er ótrúlega ánægður með formið á þeim," svaraði Jón Halldór ákveðinn. Daniela Morillo átti stórleik í kvöld. Jón Halldór hrósaði þó öllum leikmönnum sínum sem og andstæðingum sínum fyrir góðan leik í kvöld. „Vinna, elja, við börðumst eins og ljón allan tíman. Haukarnir voru að spila hörku vörn á okkur, kannski bestu vörnina sem við höfum fengið á okkur í vetur. Við vorum kannski ekki 100% tilbúnar en við leystum vel úr þessu, sem betur fer. Erlendi leikmaðurinn inn, Daniela, var frábær og íslensku stelpurnar líka, þetta eru ungar stelpur og þær eru að gera ótrúlega flotta hluti. Ég get ekki kvartað. Við höldum Haukum í 57 stigum á heimavelli." Keflavík er eina liðið með 100% árangur í deildinni til þessa. Næst er ærið verkefni gegn Íslandsmeisturum Vals á heimavelli á Suðurnesjunum. Jón var ekkert á því að leyna markmiðum liðsins fyrir þennan erfiða leik. „Ég væri ekki hérna ef ég ætlaði ekki að vinna alla leiki. Ég myndi aldrei mæta í leik gegn Val og segja að við ætlum bara að gera okkar besta og sjá hvað gerist. Það er ekki þannig. Auðvitað ætlum við að reyna að vinna Val. Þær eru ríkjandi meistarar og eiga að vera lang, lang, lang bestar. Við erum að fara að mæta þeim á heimavelli í hörkuleik og ég er ógeðslega spenntur," sagði þjálfari Keflavíkur, Jón Halldór Eðvaldsson að lokum. Bjarni Magnússon er þjálfari Hauka. Hann skilur ekkert í dómi Einars Skarphéðinssonar í leik kvöldsins.vísir/hulda margrét Bjarni: Lykilmenn í okkar liði eru bara ekki að skila því verki sem þær þurfa að skila Bjarni Magnússon eða Baddi eins og hann er oftast kallaður, var mjög svekktur eftir tapleikinn í kvöld. „Þetta var voðalega dapur leikur af okkar hálfu í dag, bara því miður. Við ætluðum að reyna að byggja ofan á nokkuð góðan seinni hálfleik gegn Val í síðasta leik. Við byrjuðum ágætlega en svo datt botninn bara svolítið úr þessu og við vorum rosalega flatar út leikinn. Við misstum bara andlitið einhvern veginn. Þetta var ekki gott," sagði Baddi í viðtali eftir leik. Baddi var ekki sáttur við frammistöðu lykilleikmanna sinna í kvöld. „Mér fannst við koma fínt inn í leikinn. Um leið og við fengum smá mótlæti þá brotnuðum við auðveldlega niður. Lykil leikmenn í okkar liði eru bara ekki að skila því verki sem þær þurfa að skila. Þær draga vagninn og ef þær detta niður í þessa gryfju að hengja haus og annað þá eru þær fljótar að taka restina með sér," bætti Baddi við. Baddi var sérstaklega spurður út í frammistöðu Danielu Morillo í kvöld sem hann gaf ekkert mikið fyrir. „Við hefðum kannski átt að breyta um vörn fyrr en það er ekkert stórmál þótt einhver leikmaður skori 30 stig á móti manni. Þær skora 67 stig og það er ekkert hræðilegt en aftur á móti þá hittum við bara ekki neitt og lykilleikmenn okkar eru ekki að setja stig fyrir okkur en við þurfum á því að halda. Það vantar aðeins meiri gleði í það sem við erum að gera. Þetta var rosalega flatt," sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti