Ómakleg gagnrýni á bólusetningar í Ísrael Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 20. janúar 2021 15:30 Undanfarna áratugi hafa jákvæðar fréttir frá Ísraelsríki sjaldan birst í almennum fjölmiðlum. Það kom því ánægjulega á óvart að íslenskir fjölmiðlar hafi á dögunum fjallað um góðan árangur Ísraelsríkis í bólusetningarherferð gegn Covid-19. Nú hafa yfir 32% ísraelskra ríkisborgara fengið fyrri skammt bóluefnisins en hvergi í heiminum er það hlutfall hærra.1 Engu að síður virðast andstæðingar Ísraels staðráðnir í því að snúa hverju sem gæti talist jákvætt við landið upp í neikvæðni, jafnvel þótt það krefjist þess að sannleikanum sé hagrætt. Félagasamtök andsnúin Ísraelsríki, bæði á Íslandi og erlendis, hafa undanfarnar vikur kvartað sáran yfir því að ísraelsk yfirvöld hafi ekki samtímis hafið bólusetningu á íbúum palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna. En þegar nánar er að gáð kemur í ljós að þessi gagnrýni er með öllu ómakleg og nægir að nefna tvær ástæður því til stuðnings. Í fyrsta lagi verður að teljast afar ólíklegt að Palestínska heimastjórnin (PA) myndi leyfa ísraelskum yfirvöldum að bólusetja Palestínumenn. Öll slík samvinna er talin vera óbein viðurkenning á Ísraelsríki (e. normalization). Í fyrra hafnaði heimastjórnin hjálpargögnum frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum vegna aðkomu Ísraels að sendingunni.2 Það er ekkert sem bendir til þess að afstaða þeirra hafi breyst undanfarna mánuði. Í öðru lagi bera ísraelsk yfirvöld ekki ábyrgð á bólusetningu íbúa sjálfstjórnarsvæðanna því þeir eru ekki ísraelskir ríkisborgarar heldur palestínskir. Samkvæmt samkomulagi á milli fulltrúa Ísraels og Palestínu frá árinu 1993 átti ábyrgð á heilbrigðisþjónustu Palestínumanna færast til heimastjórnarinnar eftir brotthvarf Gyðinga frá Gazasvæðinu og Jeríkó.3 Því ferli lauk árið 2005 og síðan þá hefur heilbrigðisþjónustan á sjálfstjórnarsvæðunum verið ábyrgð heimastjórnarinnar. Það kemur engum á óvart að félagasamtök sem byggja málflutning sinn að miklu leyti á rógburði um Ísraelsríki skuli taka slíka orðræðu upp á sína arma. Það sem raunverulega veldur vonbrigðum er að almennir fjölmiðlar og þekkt mannréttindasamtök taki undir þennan málflutning. Til dæmis birtist nýlega frétt á mbl.is um bólusetningu fanga í Ísraelsríki þar sem ásökunin um aðskilnaðarstefnu við framkvæmd bólusetninga var lögð fram án frekari athugasemda.4 Líkt og annars staðar var tilvist Palestínsku heimastjórnarinnar og ábyrgð hennar gagnvart Palestínumönnum einfaldlega hundsuð. Það hefur auk þess legið á milli hluta í nánast öllum fréttaflutningi af málinu að palestínska heimastjórnin hefur þegar tryggt Palestínumönnum bóluefni. Fyrir viku síðan var gerður samningur við Rússa um innflutning á Sputnik V bóluefninu og fyrstu skammtarnir eiga að berast til sjálfstjórnarsvæðanna í byrjun febrúar.5 Allar vangaveltur um að íbúar sjálfstjórnarsvæðanna verði ekki bólusettir eru því með öllu óþarfar. Ég ber að jafnaði virðingu fyrir fjölmiðlum og því aðhaldi sem þeir hafa veitt yfirvöldum jafnt sem þjóðfélagshópum. Ég er þeirrar skoðunar að íslenskir fjölmiðlar séu almennt frekar áreiðanlegir. Samt sem áður hefur umfjöllun þeirra um málefni Ísraelsríkis oft verið undantekning frá þeirri reglu. Falskar ásakanir um aðskilnaðarstefnu við framkvæmd bólusetninga eru aðeins smávægileg birtingarmynd mun stærra vandamáls – undirliggjandi tortryggni og neikvæðni gagnvart öllu sem tengist Ísraelsríki. En þegar dylgjur og falskar ásakanir eru lagðar til hliðar tala staðreyndirnar sínu máli. Ísrael hefur veitt besta fordæmið í hraðri og skipulegri bólusetningu heils samfélags. Það má læra margt af útsjónarsemi Ísraelsmanna í þessu máli ef við viljum segja skilið við þennan leiða faraldur í náinni framtíð. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir 1 https://ourworldindata.org/covid-vaccinations 2 https://www.bloomberg.com/news/articles/2020-05-21/palestinian-authority-won-t-take-uae-aid-flown-to-israel-maan 3 http://www.acpr.org.il/publications/books/43-Zero-oslo-accord.pdf, “greinargerð VI” 4 https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/01/17/fangar_i_israel_bolusettir/ 5 https://www.pharmiweb.com/press-release/2021-01-12/palestine-has-become-the-first-country-in-the-middle-east-to-register-sputnik-v-vaccine Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Undanfarna áratugi hafa jákvæðar fréttir frá Ísraelsríki sjaldan birst í almennum fjölmiðlum. Það kom því ánægjulega á óvart að íslenskir fjölmiðlar hafi á dögunum fjallað um góðan árangur Ísraelsríkis í bólusetningarherferð gegn Covid-19. Nú hafa yfir 32% ísraelskra ríkisborgara fengið fyrri skammt bóluefnisins en hvergi í heiminum er það hlutfall hærra.1 Engu að síður virðast andstæðingar Ísraels staðráðnir í því að snúa hverju sem gæti talist jákvætt við landið upp í neikvæðni, jafnvel þótt það krefjist þess að sannleikanum sé hagrætt. Félagasamtök andsnúin Ísraelsríki, bæði á Íslandi og erlendis, hafa undanfarnar vikur kvartað sáran yfir því að ísraelsk yfirvöld hafi ekki samtímis hafið bólusetningu á íbúum palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna. En þegar nánar er að gáð kemur í ljós að þessi gagnrýni er með öllu ómakleg og nægir að nefna tvær ástæður því til stuðnings. Í fyrsta lagi verður að teljast afar ólíklegt að Palestínska heimastjórnin (PA) myndi leyfa ísraelskum yfirvöldum að bólusetja Palestínumenn. Öll slík samvinna er talin vera óbein viðurkenning á Ísraelsríki (e. normalization). Í fyrra hafnaði heimastjórnin hjálpargögnum frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum vegna aðkomu Ísraels að sendingunni.2 Það er ekkert sem bendir til þess að afstaða þeirra hafi breyst undanfarna mánuði. Í öðru lagi bera ísraelsk yfirvöld ekki ábyrgð á bólusetningu íbúa sjálfstjórnarsvæðanna því þeir eru ekki ísraelskir ríkisborgarar heldur palestínskir. Samkvæmt samkomulagi á milli fulltrúa Ísraels og Palestínu frá árinu 1993 átti ábyrgð á heilbrigðisþjónustu Palestínumanna færast til heimastjórnarinnar eftir brotthvarf Gyðinga frá Gazasvæðinu og Jeríkó.3 Því ferli lauk árið 2005 og síðan þá hefur heilbrigðisþjónustan á sjálfstjórnarsvæðunum verið ábyrgð heimastjórnarinnar. Það kemur engum á óvart að félagasamtök sem byggja málflutning sinn að miklu leyti á rógburði um Ísraelsríki skuli taka slíka orðræðu upp á sína arma. Það sem raunverulega veldur vonbrigðum er að almennir fjölmiðlar og þekkt mannréttindasamtök taki undir þennan málflutning. Til dæmis birtist nýlega frétt á mbl.is um bólusetningu fanga í Ísraelsríki þar sem ásökunin um aðskilnaðarstefnu við framkvæmd bólusetninga var lögð fram án frekari athugasemda.4 Líkt og annars staðar var tilvist Palestínsku heimastjórnarinnar og ábyrgð hennar gagnvart Palestínumönnum einfaldlega hundsuð. Það hefur auk þess legið á milli hluta í nánast öllum fréttaflutningi af málinu að palestínska heimastjórnin hefur þegar tryggt Palestínumönnum bóluefni. Fyrir viku síðan var gerður samningur við Rússa um innflutning á Sputnik V bóluefninu og fyrstu skammtarnir eiga að berast til sjálfstjórnarsvæðanna í byrjun febrúar.5 Allar vangaveltur um að íbúar sjálfstjórnarsvæðanna verði ekki bólusettir eru því með öllu óþarfar. Ég ber að jafnaði virðingu fyrir fjölmiðlum og því aðhaldi sem þeir hafa veitt yfirvöldum jafnt sem þjóðfélagshópum. Ég er þeirrar skoðunar að íslenskir fjölmiðlar séu almennt frekar áreiðanlegir. Samt sem áður hefur umfjöllun þeirra um málefni Ísraelsríkis oft verið undantekning frá þeirri reglu. Falskar ásakanir um aðskilnaðarstefnu við framkvæmd bólusetninga eru aðeins smávægileg birtingarmynd mun stærra vandamáls – undirliggjandi tortryggni og neikvæðni gagnvart öllu sem tengist Ísraelsríki. En þegar dylgjur og falskar ásakanir eru lagðar til hliðar tala staðreyndirnar sínu máli. Ísrael hefur veitt besta fordæmið í hraðri og skipulegri bólusetningu heils samfélags. Það má læra margt af útsjónarsemi Ísraelsmanna í þessu máli ef við viljum segja skilið við þennan leiða faraldur í náinni framtíð. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir 1 https://ourworldindata.org/covid-vaccinations 2 https://www.bloomberg.com/news/articles/2020-05-21/palestinian-authority-won-t-take-uae-aid-flown-to-israel-maan 3 http://www.acpr.org.il/publications/books/43-Zero-oslo-accord.pdf, “greinargerð VI” 4 https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/01/17/fangar_i_israel_bolusettir/ 5 https://www.pharmiweb.com/press-release/2021-01-12/palestine-has-become-the-first-country-in-the-middle-east-to-register-sputnik-v-vaccine
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar