„Verður erfitt að sofna í kvöld“ Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2021 16:24 Elliði Snær Viðarsson með gott tak á Andy Schmid í dag. EPA-EFE/URS FLUEELER „Þetta er ótrúlega fúlt. Það verður erfitt að sofna í kvöld,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið sára gegn Sviss á HM í handbolta í dag. Elliði ræddi við RÚV eftir leik og aðspurður hvað hefði riðið baggamuninn svaraði hann: „Ég ætla að segja að markmaðurinn hjá hinum hafi bara verið alvöru sigurvegari. Hann var geggjaður í þessum leik,“ sagði Elliði sem er á sínu fyrsta stórmóti og stóð sig vel í varnarleiknum í dag. Andy Schmid leiddi sóknarleik Sviss sem gekk illa en þó ekki eins illa og sóknarleikur Íslands. Schmid innsiglaði þó sigurinn með marki á lokamínútunni: „Við vissum það allir [að Schmid tæki skotið]. Það var bara spurning hvernig það yrði í síðustu sókninni. Ég ákvað að meta það þannig að hann gæti tekið skotið og við hefðum getað fengið það varið og fengið jafntefli eða sigur úr þessum leik. En hann er geggjaður í handbolta og skoraði í dag. Það hefði verið betra að hafa það hins veginn,“ sagði Elliði við RÚV. „Loftið úr okkur síðustu mínúturnar“ Elliði tók undir að það væri ekki hægt að fá eitthvað úr leik á HM með sóknarleik eins og í dag: „Alls ekki. En það er svona þegar öll dauðafærin okkar, eða megnið af þeim, fara í súginn. Þá fer loftið úr okkur síðustu mínúturnar og þetta verður erfiðara og erfiðara, og við missum kannski trú á þessu sóknarlega. Ef við hefðum fengið 2-3 mörk inn þá hefðu þeir verið að elta og þá hefði þetta orðið allt annar leikur,“ sagði Elliði. Næstu leikir eru við stórlið Frakka á föstudag og Norðmanna á sunnudag, og verða væntanlega síst auðveldari: „Við förum í alla leiki til að vinna, það skiptir ekki máli þó það séu Frakkar eða Norðmenn eða Danir eða hvað. Við horfum bara til næsta leiks og ætlum að klára hann,“ sagði Elliði. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Twitter yfir leik Íslands og Sviss: Markverðirnir í aðalhlutverkum Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18. 20. janúar 2021 16:05 Leik lokið: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:00 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Sjá meira
Elliði ræddi við RÚV eftir leik og aðspurður hvað hefði riðið baggamuninn svaraði hann: „Ég ætla að segja að markmaðurinn hjá hinum hafi bara verið alvöru sigurvegari. Hann var geggjaður í þessum leik,“ sagði Elliði sem er á sínu fyrsta stórmóti og stóð sig vel í varnarleiknum í dag. Andy Schmid leiddi sóknarleik Sviss sem gekk illa en þó ekki eins illa og sóknarleikur Íslands. Schmid innsiglaði þó sigurinn með marki á lokamínútunni: „Við vissum það allir [að Schmid tæki skotið]. Það var bara spurning hvernig það yrði í síðustu sókninni. Ég ákvað að meta það þannig að hann gæti tekið skotið og við hefðum getað fengið það varið og fengið jafntefli eða sigur úr þessum leik. En hann er geggjaður í handbolta og skoraði í dag. Það hefði verið betra að hafa það hins veginn,“ sagði Elliði við RÚV. „Loftið úr okkur síðustu mínúturnar“ Elliði tók undir að það væri ekki hægt að fá eitthvað úr leik á HM með sóknarleik eins og í dag: „Alls ekki. En það er svona þegar öll dauðafærin okkar, eða megnið af þeim, fara í súginn. Þá fer loftið úr okkur síðustu mínúturnar og þetta verður erfiðara og erfiðara, og við missum kannski trú á þessu sóknarlega. Ef við hefðum fengið 2-3 mörk inn þá hefðu þeir verið að elta og þá hefði þetta orðið allt annar leikur,“ sagði Elliði. Næstu leikir eru við stórlið Frakka á föstudag og Norðmanna á sunnudag, og verða væntanlega síst auðveldari: „Við förum í alla leiki til að vinna, það skiptir ekki máli þó það séu Frakkar eða Norðmenn eða Danir eða hvað. Við horfum bara til næsta leiks og ætlum að klára hann,“ sagði Elliði.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Twitter yfir leik Íslands og Sviss: Markverðirnir í aðalhlutverkum Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18. 20. janúar 2021 16:05 Leik lokið: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:00 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Sjá meira
Twitter yfir leik Íslands og Sviss: Markverðirnir í aðalhlutverkum Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18. 20. janúar 2021 16:05
Leik lokið: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:00