„Þetta svíður svakalega“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. janúar 2021 16:40 Guðmundur var ekki sáttur með sóknarleik Íslands í dag. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Guðmundur Guðmundsson var ekki sáttur með sóknarleik sinna manna í tveggja marka tapi gegn Sviss á HM í handbolta í dag. Hann sagði að mörg smáatriði hafi ekki fallið með Íslandi sem hafi á endanum leitt til þess að liðið tapaði leiknum. „Þetta svíður svakalega. Ég ætla að hrósa leikmönnum fyrir hetjulega baráttu í dag, þeir gáfu hjarta og sál í leikinn. Við fengum aðeins á okkur 20 mörk en skorum því miður bara 18 og þar liggur þetta. Þetta liggur í smáatriðunum, það fara tvö til þrjú fráköst í hendurnar á þeim þegar við erum ekki til staðar. Svoleiðis hlutir sitja í mér og þetta svíður svakalega,“ sagði Guðmundur í viðtali við RÚV eftir leik. „Sóknarlega var þetta mjög erfitt. Við erum að komast í ágætis stöður og vorum komnir yfir. Þetta var hálfgert ólán hjá okkur. Misnotum tvö víti og það fara alltof mörg dauðafæri, kannski ekki það mörg í heildina en hvert færi er svo dýrmætt í svona jöfnum leik. Það féll ekki með okkur nægilega vel,“ bætti Guðmundur við. „Við áttum í erfiðleikum með að opna þessa vörn þeirra, það verður bara að segjast. Ef þeir standa aftarlega þurfum við að skjóta fyrir utan, þau skiluðu sér ekki í markið. Kannski vantar skotógnun fyrir utan,“ sagði hann um slakan sóknarleik Íslands í dag. „Það var dýrt varnarlega að missa Alexander Petersson út. Dró aðeins úr okkur vígtennurnar. Þó þeir skori aðeins 20 mörk voru nokkur mistök hægra megin í vörninni þar sem þeir láku í gegn of oft. Þetta er samt fyrst og síðast sóknarleikurinn, skotnýtingin og að við hirðum ekki fráköst. Eru svona nokkur smáatriði sem enda í því að við töpum með tveimur mörkum.“ „Svo er annað sem við ætluðum að gera betur. Það voru hraðaupphlaupin, þau voru alls ekki nægilega góð í dag. Það virtist vera óöryggi yfir mannskapnum. Náðum ekki að fylgja því eftir en planið var að nýta þau betur í dag, það gekk ekki.“ „Það er allt mögulegt. Það eru tveir leikir eftir og við erum komnir hingað til að standa okkur svo við höldum áfram,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins, að lokum í viðtali á RÚV. Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:30 „Best að gleyma þessum leik strax og fara í næsta verkefni“ Björgvin Páll Gústavsson var einn af fáum leikmönnum Íslands sem stóð vaktina með prýði í svekkjandi tapi Íslands gegn Sviss í milliriðli á HM í handbolta. Lokatölur 20-18 Sviss í vil. 20. janúar 2021 16:24 „Verður erfitt að sofna í kvöld“ „Þetta er ótrúlega fúlt. Það verður erfitt að sofna í kvöld,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið sára gegn Sviss á HM í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:24 Topparnir í tölfræðinni á móti Sviss: Markvörðurinn okkar næstmarkahæstur Sóknarleikurinn fær falleinkunn í leiknum gegn Sviss í dag enda skoraði liðið aðeins átján mörk í leiknum. Tölfræðin í varnarleiknum var miklu miklu betri. 20. janúar 2021 16:35 Twitter yfir leik Íslands og Sviss: Markverðirnir í aðalhlutverkum Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18. 20. janúar 2021 16:05 Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
„Þetta svíður svakalega. Ég ætla að hrósa leikmönnum fyrir hetjulega baráttu í dag, þeir gáfu hjarta og sál í leikinn. Við fengum aðeins á okkur 20 mörk en skorum því miður bara 18 og þar liggur þetta. Þetta liggur í smáatriðunum, það fara tvö til þrjú fráköst í hendurnar á þeim þegar við erum ekki til staðar. Svoleiðis hlutir sitja í mér og þetta svíður svakalega,“ sagði Guðmundur í viðtali við RÚV eftir leik. „Sóknarlega var þetta mjög erfitt. Við erum að komast í ágætis stöður og vorum komnir yfir. Þetta var hálfgert ólán hjá okkur. Misnotum tvö víti og það fara alltof mörg dauðafæri, kannski ekki það mörg í heildina en hvert færi er svo dýrmætt í svona jöfnum leik. Það féll ekki með okkur nægilega vel,“ bætti Guðmundur við. „Við áttum í erfiðleikum með að opna þessa vörn þeirra, það verður bara að segjast. Ef þeir standa aftarlega þurfum við að skjóta fyrir utan, þau skiluðu sér ekki í markið. Kannski vantar skotógnun fyrir utan,“ sagði hann um slakan sóknarleik Íslands í dag. „Það var dýrt varnarlega að missa Alexander Petersson út. Dró aðeins úr okkur vígtennurnar. Þó þeir skori aðeins 20 mörk voru nokkur mistök hægra megin í vörninni þar sem þeir láku í gegn of oft. Þetta er samt fyrst og síðast sóknarleikurinn, skotnýtingin og að við hirðum ekki fráköst. Eru svona nokkur smáatriði sem enda í því að við töpum með tveimur mörkum.“ „Svo er annað sem við ætluðum að gera betur. Það voru hraðaupphlaupin, þau voru alls ekki nægilega góð í dag. Það virtist vera óöryggi yfir mannskapnum. Náðum ekki að fylgja því eftir en planið var að nýta þau betur í dag, það gekk ekki.“ „Það er allt mögulegt. Það eru tveir leikir eftir og við erum komnir hingað til að standa okkur svo við höldum áfram,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins, að lokum í viðtali á RÚV.
Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:30 „Best að gleyma þessum leik strax og fara í næsta verkefni“ Björgvin Páll Gústavsson var einn af fáum leikmönnum Íslands sem stóð vaktina með prýði í svekkjandi tapi Íslands gegn Sviss í milliriðli á HM í handbolta. Lokatölur 20-18 Sviss í vil. 20. janúar 2021 16:24 „Verður erfitt að sofna í kvöld“ „Þetta er ótrúlega fúlt. Það verður erfitt að sofna í kvöld,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið sára gegn Sviss á HM í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:24 Topparnir í tölfræðinni á móti Sviss: Markvörðurinn okkar næstmarkahæstur Sóknarleikurinn fær falleinkunn í leiknum gegn Sviss í dag enda skoraði liðið aðeins átján mörk í leiknum. Tölfræðin í varnarleiknum var miklu miklu betri. 20. janúar 2021 16:35 Twitter yfir leik Íslands og Sviss: Markverðirnir í aðalhlutverkum Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18. 20. janúar 2021 16:05 Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:30
„Best að gleyma þessum leik strax og fara í næsta verkefni“ Björgvin Páll Gústavsson var einn af fáum leikmönnum Íslands sem stóð vaktina með prýði í svekkjandi tapi Íslands gegn Sviss í milliriðli á HM í handbolta. Lokatölur 20-18 Sviss í vil. 20. janúar 2021 16:24
„Verður erfitt að sofna í kvöld“ „Þetta er ótrúlega fúlt. Það verður erfitt að sofna í kvöld,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið sára gegn Sviss á HM í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:24
Topparnir í tölfræðinni á móti Sviss: Markvörðurinn okkar næstmarkahæstur Sóknarleikurinn fær falleinkunn í leiknum gegn Sviss í dag enda skoraði liðið aðeins átján mörk í leiknum. Tölfræðin í varnarleiknum var miklu miklu betri. 20. janúar 2021 16:35
Twitter yfir leik Íslands og Sviss: Markverðirnir í aðalhlutverkum Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18. 20. janúar 2021 16:05